Sunnudagsblaðið


Sunnudagsblaðið - 16.05.1965, Qupperneq 16

Sunnudagsblaðið - 16.05.1965, Qupperneq 16
ySar hátign, ég skal gera annað og meira”. „Hvað! Hefur þú svona lítið brúk fyrir höfuð þitt, fyrst þá vilt fyrirgera því svo skjótlega?” „Yðar hágöfgi, ég veit, að ég get framkvæmt dálitið, sem á sér ekk- ert dæmi”. „Ef þér heppnast það, máttu kjósa þér ríkuleg laun. Látum oss sjá, komdu með posann þinn”. „Ég hef engan poka”. „Það er góðs viti. Engan bragða- belg. Hvað ert þú þá með?” „Aðeins þetta”, sagði töframað- urinn, benti á augu sín og hvessti sjónirnar. „Aðeins hvað?’ spurði konung- urinn og leit upp. Þegar augu þeirra mættust, breyttist allt. Forsætisráðherrann, sem ávallt stóð á hægri hönd hon- um, hvarf sýnum. Viðhafnarsalur- inn með gullnum súlum, þykkum gólfábreiðum og útflúri, leystist upp. Jafnvel sæti konungsins sjálft, sem hann sat á, var horf- ið .... Konungurinn rankaði við sér, þar sem hann var aleinn á víðáttu mikilli sléttu. Þar var hestur á beit, blakkari en sjálf nóttin, með dökkt fax og tagl, sem hrundi aft- ur af honum og dróst með jörð- inni. Það var villiglampi í augum hans og froða í kjaftvikum. Hann frýsaði og rásaði um, hljóp út und- an sér og krafsaði i jörðina og sýndi öll merki um geysimikinn og stjórnlausan vilja. ' Konungurinn varð óöur og upp vægur, og hann heyrði sig tauta: „Ef ég næ ekki þessum hesti og tem hann, er ég aumingi”. Hann læddist varlega að honum, en í hvert sinn, er hann nálgaðist hann, vék hann undan, reisti makkan, fnæsti og froöufelldi. Lavana fannst ^allt annað í veröldinni vera einskisvert en að handsama þennan hest. Altekinn af þessari hugsun veitti hann honum eftir- för. Hesturinn beið þess, að Lav- ana kæmi nær sér en rauk svo af stað. Sama sagan endurtók sig aft- ur og aftur. Kóngurinn var heill- aður af eltingaleiknum og gaf ekki gaum að því að leikurinn barst alltaf lengra og lengra inn á ókennileg landsvæði. Hann varð hamslaus og stökk allt í einu fram, náði taki á þéttu faxinu og vó sig á bak. Hesturinn flaug af stað. Hann þaut gegnum loftið ausandi og prjónandi, eins og hann varð- aði livorki um himin né jorð, Kann kláuf loftið og ruddist gegn- um skóginn, flækjur og runna, yfir dali og grundir. Lavana var hálf- blindaður og náði varla andanum, en ríghélt sér í faxið. Hann átti óhægt um andardrátt vegna hrað- ans. Hann þrýsti fótunum fast að síöum fáksins, vafði handleggjun- um um háls honum og lagðist fram ' á makkann. Hesturinn fór ekki einungis áfram, heldur einn- ig beint upp í loftið og greinar trjánna slógust í höfuð hans og skrámuðu hann í framan. Hann bar fyrir sig hendurnar til að bægja frá sér greinunum, sem stefndu í andlit honum og allt í einu fann hann, að hann hékk í lausu lofti á trjágrein. Þau eru í sínum heimkynnum, en mig hefur rekið hingað af mis- tökum, hugsaði hann. Hver er ég eiginlega? Ég var konungur. Ég átti höll, var voldugur og mikils virtur, allir lutu mér í auðmýkt, er ég gekk fram hjá og drógu sig í hlé, er ég var strangur á svip. Nú húki ég hér í tré eins og api. Ef til vill er apinn í trénu æðri konunginum, og ég verð að sætta mig við orðinn hlut. Ef ég reyni að klifra upp, munu aparnir klifra enn hærra og halda áfram að líta- niður á mig. Mér er bezt að koma mér úr þessari klípu, áður en mér verður hér óbærilegt að vera. Mér er sama hvað bíður min fyrir neðan, hvort ég kemst lífs af eður eigi. Hann horfði niður. Ekki var að vita, hvers var að vænta þarna niðri í grænum villigróðrinum. Villidýr gætu rifið hann á hol, slöngur eða villimenn gætu murk- að úr honum lífið. Hann sleppti takinu og lét sig detta, laufdyngj- an undir dró úr fallinu. Það blæddi úr skurðum í andlitinu og hann fann til sársauka í fótunum eftir fallið. En var feginn að hafa fasta jörð undir fótum, vera laus við hestinn fljúgandi og kominn úr hinum háu apabyggð- um. Hann vissi ekki.i hvaöa átt ætti að fara, eða hvert halda skyldi. Hann staldraði við aádar- tak, en rölti svo skyndileg3 stað. Eitthvað varð til bragðs a taka. Hann gekk og gekk . • • - Þegar kvöldaði, lagðist úah niður og sofnaði. Hann gerði s ekki grein fyrir, hve marga daS hann gekk svona eða hve lan hann fór. Allt og sumt sem han^ greindi var slóðin fram un og sársaukinn í liðamótunum. 1 in voru komin í tætlur og hans alsettur sárum. Hungur þorsti kvöldu hann. Þegar svo komið, að hann gat ekki borið aUn^ an fótinn fram fyrir hinn, ^ hann í öngvit á harða jörðina bjóst við dauða sínum. En laU6 in var ekki svo einföld. „ Hann vissi ekki, hve lengi haD^ lá meðvitundarlaus, en þegar h* opnaði augun, sá hann eitthvað ° honum virtist einhver vera ho í áttina til sín. Ung kona stóð up^. yfir honum og hoi-fði undra® á hann. Hún var tötrum klædd hafði litla körfu í hendi. „Hver ert þú?” spurði hann. „Hvað með það?” sagði hún. Hann sagði: „Ég er svangur þyrstur. Hvað ertu með í *oT unni?” _ la „Hún sagði: „Mat, sem ég að færa föður mínum, sem er höggva brenni í skóginum”. „Hvaða matur er það?” „Þetta venjulega”, sagði h „Það er enginn veizlumatur’• j „Ó, gefðu mér hann”, hróPa^. hann. „Bjargaðu mér. Ég er deyja, gefðu mér eitthvað”. ,, „Þetta er handa föður mínu sagði stúlkan ákveðin. S) „Ertu svona miskunnarla ^ kennir þú ekki í brjósti um 1111 ^ „Nei, ég kenni ekki í brjóst1 , þig“, sagði hún. „Hver ertu? Þegar hér var komið se f mundi konungurinn enn, , eJ. hann var. Hann sagði: koungur, það er að segja, var ungur .... En það skiptir e máli, gefðu mér bara mat ^ súal launa þér rikulega, þeðar kem aftur heim í ríki fflitt' . ^ Konan sagði: „Það getur ve ^ að þú sért konungur, en en , er ég ekki. Ég er af lægstu 6 aIJ. útskúfuð. Faðir minn er ,{ dala. Við getum ekki 6e® neinn mat. Ég myndi drýgje65^ ef ég gæfi þér mat, sem ég 3g4 6UNNODAGSBLAÐ AÞYBUBLAÐrÐ

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.