24 stundir - 08.03.2008, Síða 11

24 stundir - 08.03.2008, Síða 11
anir sem leiddu til kostnaðaraukn- ingar voru teknar án þess að bera þær undir framkvæmdasvið“. Annars staðar í sama minnisblaði segir að „aðkoma sviðsins að kostnaðargát varð lítil sem engin“. Því liggur alls ekki fyrir við hvern Eggert ræddi þegar hann tilkynnti um aukakostnað og virðist svo vera sem enginn hafi vitað um þau aukaverk sem samþykkt var að ráð- ast í nema verkkaupinn, KSÍ. Kjörnu fulltrúarnir sem áttu að sitja í byggingarnefndinni voru tveir: fyrst Dagur og síðar Björn Ingi Hrafnsson. Á meðan Dagur sat í nefndinni fundaði hún tvívegis, síðast í apríl 2006. Skömmu síðar, eða í lok maí, urðu valdaskipti í Reykjavík þegar nýr meirihluti var myndaður að loknum kosningum. Dagur hefur sagt að í kjölfarið hafi hann fundað með Vilhjálmi Þ. Vil- hjálmssyni, sem þá var orðinn borgarstjóri, og sagt sig frá flestöll- um trúnaðarstörfum sem hann gegndi í umboði borgarstjóra. Hann lítur því svo á að hann hafi sagt sig frá setu í byggingarnefnd- inni í júní 2006. Vilhjálmur virðist ósammála þessari ályktun Dags því að í viðtali við 24 stundir í gær sagði hann Dag gafa látið af störfum í nefndinni 13. september 2006, sama dag og Björn Ingi var skipaður í hana. Því leikur vafi á hvort kjör- inn fulltrúi hafi setið í nefndinni sumarið 2006, en á þeim tíma voru flest hinna fjárfreku aukaverka framkvæmd. Á þessu kjörtímabili Þá er ljóst að öll kostnaðarsöm- ustu aukaverkin voru framkvæmd eftir síðasta fund byggingarnefndar þann 3. apríl 2006, þar sem bókað var að verkið væri á áætlun, og meginþorri þeirra á yfirstandandi kjörtímabili. Björn Ingi sagði í 24 stundum í gær að hann hefði komið inn í þetta ferli þegar búið var að byggja stúkuna. „Það var haldinn einn óformlegur fundur eftir að ég settist í nefndina, sem var kynnis- ferð um mannvirkið.“ En meirihluti framkvæmda við aukaverkin fór fram á árinu 2007, eftir að Björn Ingi settist í nefndina. Meðal þeirra er tólf milljóna króna framkvæmd við VIP-stúkur, níu milljónir króna eru vegna handriða, þrettán millj- ónir króna vegna steinteppis í að- komusal og tólf milljónir króna vegna tveggja varamannaskýla. Helgar tilgangurinn meðalið? Mannvirkið sem er risið við Laugardalsvöll er glæsilegt. En það kostaði mörg hundruð milljónum AUKAVERK VEGNA LAUGARDALSVALLAR Lóð 16.500.000 Haust 2006 Magnaukningar 73.000.000 Mest sumar 2006 Hönnun og eftirlit, hækkun 80.000.000 júní 2006-2007 VSK af hönnun (gleymdist í kostnaðaráætlun 36.000.000 Varamannaskýli 12.000.000 Ágúst 2007 Jarðvinna 16.000.000 Nóvember 2005 Sæti 14.000.000 Ágúst 2006 VIP stúkur 12.000.000 Apríl 2007 Steinteppi í aðkomusal 13.000.000 Maí 2007 Handrið í stúku við kjallarainnganga 9.000.000 Maí 2007 Öryggis- og myndavélakerfi 8.000.000 September-Október 2007 Innréttingar í miðasölur 2.100.000 Júní 2007 Frágangur blaðamannaskýla 1.400.000 Mars 2007 Burðarfestingar fyrir lampa í þaki 1.200.000 Desember 2007 Gera við Tartan framan við steypta veggi 2.100.000 Júní 2007 Veggir undir bogaglugga 3.100.000 Apríl 2007 Ýmislegt viðhald 22.000.000 Á verktímanum Önnur aukaverk, ósundurliðuð 50.500.000 Á verktímanum Samtals (krafa KSÍ) 371.900.000 Umsamin upphæð 278.200.000 Krónur Framkvæmdatími ➤ Í upphafi átti verkið að kosta1.068 milljónir og hlutur borgar að vera 428 milljónir. ➤ Krafa KSÍ á borgina í verklokhljóðar upp á 1.020,5 millj- ónir, 553,1 milljón hærra en upphaflega var samið um, og kostnaður er alls orðinn 1.639 milljónir. KOSTNAÐUR króna meira en það átti að gera. Þeir sem áttu að sinna eftirliti með verkinu brugðust þeim skyldum sínum, með þeim afleiðingum að aukaverk hrönnuðust upp og greiðslur vegna þeirra voru sam- þykktar án vitneskju kjörinna full- trúa og embættismanna borgarinn- ar. Þá ábyrgð bera allir sem komu að málinu, hvort sem þeir voru á veg- um R-listans sem gerði samning- inn, eða seinni meirihluta, sem svaf klárlega líka á vaktinni. En KSÍ var líka treyst til þess að sjá um framkvæmdina. Samband- inu var treyst til þess að láta reikn- inga vegna verksins fara í gegnum sitt bókhald, treyst til að ráða bygg- ingarstjóra yfir verkið og því var treyst til að fara með formennsku í byggingarnefnd. KSÍ var treyst til þess að standa við kostnaðaráætlun, en það tókst sambandinu ekki. Spurningin sem skattgreiðendur hljóta að spyrja, er hvort tilgang- urinn helgi meðalið í þessu efni og réttast sé að vera bara glöð með nýja og glæsilega stúku eða hvort rétt sé að einstaklingar taki ábyrgð á gjörð- um sínum í málinu. 24stundir LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 11 EYKJAVÍK! Reykjavíkurborg hvetur alla borgarbúa til að færa hugmyndir um betra borgarumhverfi inn á nýjan ábendingavef. Þar er einnig hægt að kynna sér aðrar tillögur og veita þeim stuðning. EINN, TVEIR OG REYKJAVÍK! www.reykjavik.is sími: 411 11 11 enn frekari verðhækkunum. „Það verður að koma í ljós hvernig þró- unin verður. Maður veit ekkert um það.“ Verð á olíu er nú nálægt 106 dölum á hverja tunnu. Magnús segir að skýringar hækkunarinnar sé fyrst og fremst að finna í veikri stöðu Bandaríkjadals. „Hann er svo veikur gagnvart evrunni og öðrum meginmyntum, hefur veikst jafnt og þétt um nokkurt skeið og er nú í botni. Við þurfum að fylgjast með þróun efnahags- mála í Bandaríkjunum upp á framhaldið. Það er ákveðið áhyggjuefni ef dollarinn styrkist ekki, þar sem menn eru að leita úr því að kaupa verðbréf og dollara- bréf yfir í að kaupa ýmsar hráaf- urðir, eins og hráolíu og gull. Slíkt leiðir af sér hærra verð.“ Ofurskattheimta Runólfur segir FÍB skora á stjórnvöld að draga úr þeirri of- urskattheimtu sem sé á bensín og dísilolíu. Fáar ef nokkrar neyslu- vörur beri jafn-há gjöld til ríkis- sjóðs. Runólfur bendir á að farið var af stað með olíugjaldið á sín- um tíma með því fororði að breyta neyslumynstrinu. Ætlunin hafi verið að fá fleiri til að aka um á dísilbílum sem hafi þann kost að eyða minna eldsneyti. „Ef verð- munurinn á dísil og bensíni er orðinn þetta mikill þá er mjög erf- itt fyrir fólk að sannfæra sjálft sig um að það borgi sig að kaupa spar- neytinn dísilbíl umfram bensínbíl. Dísilbílarnir eru gjarnan dýrari í grunninn og það tekur langan tíma að ávinna sparnaðinn í elds- neytisnotkun, sérstaklega þegar lítrinn á dísil er orðinn þetta mikið dýrari.“ Hækkanir utan frá Geir H. Haarde forsætisráð- herra sagði á Alþingi fyrir um tveimur vikum að engar ákvarð- anir hefðu verið teknar um að lækka álögur ríkisins á eldsneyti, eftir að Guðjón Arnar Kristjáns- son, formaður Frjálslynda flokks- ins, hafði beint fyrirspurn til ráð- herrans þar um. Þá sagði Geir að hafa yrði í huga að hækkanir kæmu utan frá, væru í raun skatt- ur á þjóðarbúið og að ekki hægt að víkjast undan honum. Skuldsettir Bandaríkjamenn Magnús segir að eins og mál standi nú sé það ekki framboðið gagnvart eftirspurn eða fram- leiðsla OPEC-ríkja sem skýri hækkandi eldsneytisverð, heldur veik staða Bandaríkjadals og hreyfingar á fjármálamörkuðum og kauphöllum erlendis. „Banda- ríkjamenn eru mjög skuldsettir og það er meginskýringin á þessu.“ Í hæstu hæðum Dís- illítrinn kostar nú um 150 krónur í sjálfsafgreiðslu en lítri af 95 oktana bensíni um 142 krónur. Sigurður Friðleifsson, fram- kvæmdastjóri Orkuseturs, syrgir þann mun sem við sjáum á dísil og bensíni og telur hann mjög varasaman. „Dísilvæðingin virðist að vissu leyti komin á gott ról, þar sem við vorum farin að sjá aukn- ingu í innkaupum á nýjum, smærri dísilbílum. Helmingur nýrra bíla í Evrópu eru nú dís- ilbílar, en þeir eru hagstæðari í rekstri þar sem þeir eyða minna. Ég held þó að ef verð á dísil verði áberandi hærra en bensín mun það fæla neytendur frá kaupum á dísilbílum.“ Að sögn Sigurðar má þó líta hækkanirnar jákvæðum augum að því leyti að vonandi fari menn að hugsa sinn gang. „Ég tel að Ís- lendingar verði að skilja að þeir eigi langflestir mikið inni í að minnka eldsneytiskostnað sinn. Þó lítraverðið sé alltaf að hækka þá eiga menn mikið inni hvað varðar að nota minna af eldsneyti. Vissulega hefur orðið aukning í nýskráningu á stórum bílum fyrstu mánuði ársins, en ég vona ég að nýskráðir bílar verði í aukn- um mæli eldsneytisnýtnari.“ Sigurður varar við að ríkið lækki álögur á eldsneyti, líkt og margir hafa krafist. Því miður sé fátt sem bendi til að um tíma- bundið sé að ræða. „Með því að grípa eitthvað inn í væri líklega verið að rugla neytendur í ríminu og skekkja þá mynd sem virðist vera að birtast.“ Varasamur verðmunurÞRÓUN ELDSNEYTISVERÐS 110 115 120 125 130 135 140 145 Jan 07 Feb 07 Mar 07 Apr 07 Maí 07 Jún 07 Júl 07 Ágú 07 Sep 07 Okt 07 Nóv 07 Des 07 Jan 08 Feb 08 Mar 08* 111,75 kr. 113,09 kr. 140,60 kr. 146,60 kr. *Fyrstu sex dagarnir í mars 2008. Upplýsingar frá FÍB. Útsöluverð með afslætti (kr.) Dísilolía Bensín (95 okt.)

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.