24 stundir


24 stundir - 08.03.2008, Qupperneq 15

24 stundir - 08.03.2008, Qupperneq 15
á málum.“ Sjálf telur Kristín langbrýnast að bæta strax kjör fólks í umönnunarstörfum. „Hvernig þar tekst til hefur úrslitaþýðingu fyrir framtíð þjóðfélagsins.“ Aðrar þjóðir hafa litið til fæðingarorlofs íslenskra feðra af miklum áhuga og víða um Norðurlönd hafa menn lýst velþóknun. Finnar eru einna hrifnastir af ís- lensku leiðinni en bæði í Danmörku og Noregi er nokkur andstaða við að fæðingarorlof feðra verði lög- bundið og réttur mæðra til að taka allt orlofið skertur. Heimildir herma að tillaga að íslensku fæðingarorlofi hafi verið í frumdrögum norsku jafnréttisskýrslunnar en verið tekin út vegna andstöðu innan norsku ríkisstjórnarinnar. Engin furða er að fæðingarorlof sé tekið með í reikninginn þegar hugað er að launajafnrétti kynja. Norska rannsóknin staðfestir að enn hafa börnin töluverð áhrif á launakjör foreldranna. En ekki þau sömu á karla og konur. Margir munnar að metta Laun kvenna eru því lægri sem börnin eru fleiri. Mun meiri líkur eru á að barnlaus kona nái hærri launum en kona sem á eitt til tvö börn. Ef konan á þrjú börn eða fleiri er líklegt að launin lækki enn á meira. Þessu er algjörlega öfugt varið með karlana. Þar er tilhneigingin því fleiri börn því hærri laun. „Þá er viðkvæðið að þeir hafa marga munna að metta,“ segir Kristín. Hún segir brýnt að ráðast í rannsókn á afleið- ingunum. „Við vitum ekki hvaða áhrif orlofið hefur haft til dæmis á stöðu kvenna á vinnumark- aði eða jafnrétti í launum. „Orlofið hefur varpað ljósi á launamun kynjanna. En við verðum að vita meira, ekki síst vegna mikils áhuga erlendra þjóða á okkar leið,“ segir Kristín sem stefnir að því að ýta rannsókninni úr vör á þessu ári. beva@24stundir.is aBjörg Eva Erlendsdóttir Laun kvenna eru því lægri sem börnin eru fleiri. Þessu er algjörlega öfugt varið með karlanna. Þar er til- hneigingin því fleiri börn því hærri laun. Þeir hafa marga munna að metta. 24stundir LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 15 Það hefur tekið sig upp gamall söngur í efnahagsmálum. Fellum gengið og leyfum verðbólgunni að ganga yfir, en hverfum frá háum vöxtum. Og þótt það hljómi vel að gagnrýna háa vexti Seðlabankans er í því fólgið að senda eigi al- menningi reikninginn í formi verðbólgu. Enn einn grátkórinn Á síðum blaðanna hafa sumir framámenn í stjórnmálum og við- skiptum þannig verið að segja okkur að vegna alþjóðlegrar lausafjárkreppu eigi Seðlabankinn að endurskoða vaxtastefnu sína, m.ö.o. að lækka stýrivexti. Þó blasir það við hverjum manni að ef lausafjárskortur er vandamálið þá er vaxtalækkun ekki svarið. Á viðsjártímum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum er trúverðug- leiki mikilvægur. Hringlandahátt- ur með peningamálastefnu er við þær aðstæður fráleitur. Talsmenn aðhaldsleysis hafa því þurft hug- myndaauðgi til að renna rökum undir mál sitt. Þannig kom í vik- unni fram hagfræðingur sem taldi að Seðlabankinn ætti að byggja ákvarðanir sínar um vaxtalækkan- ir á sömu sjónarmiðum og sá bandaríski. Brosleg hugmynd í besta falli, því þótt við Íslendingar séum mestu snillingar veraldar í viðskiptum þá telur þjóðin enn aðeins 0,3 milljónir manna. Vaxtaákvarðanir bandaríska bankans taka auðvitað mið af því að þær hafa áhrif á aflvél heims- viðskiptanna, bandarískt atvinnu- líf, en 0,75 prósent vaxtalækkun Seðlabanka Íslands mun seint verða talið svar við fjármálavanda þeim sem heimurinn glímir við. Auk þess var yfirlýst forsenda lækkunar vestra trúverðugleiki sem agalausir Íslendingar hafa ekki. Hin ósýnilega hönd Það er út af fyrir sig eðlilegt að nú þegar þrengir að brjótist menn um og biðji um öðruvísi veru- leika. Hér varð gríðarleg auð- myndun þegar fjármálafyrirtækin fengu lán á lágum vöxtum til fjár- festinga í áhættu- og ábatasömum verkefnum, en nú eru lágu vext- irnir ekki lengur í boði, hvorki á heimsmarkaði né í Seðlabankan- um. Af þessu breiðstræti brost- inna vona hrópa sumir að Seðla- bankinn sé í öngstræti. En hann gerir ekki annað en það sem hann boðaði og allir vissu að yrði og er bráðum að fara að bíta. Og það er mikilvægt að við hægjum á. Við þurfum að draga úr neyslu okkar og fyrirtækin þurfa að leyfa hinni ósýnilegu hönd markaðar- ins að taka til áður en hlaupið er undir pilsfald ríkisins. Því við vit- um öll að það er allskonar rugl í gangi í neyslu og stöku fjárfest- ingum og því þarf að vinda ofan af með aðhaldi til þess að við get- um svo aftur hafið uppgangstíma- bil. Suðaustur-Asía var ágætt dæmi um hvernig fer ef það er ekki gert. Hvernig sem menn berja höfð- inu við Arnarhólinn komast þeir ekki framhjá því að í áratugi hafa sveiflur, mikil verðbólga og háir vextir einkennt íslensku krónuna. Á því er engin skyndilausn til og síst sú að hækka skuldir heim- ilanna með verðbólgu. Verðtrygg- ingin hefur líka gert krónuna að lélegu hagstjórnartæki. Ef við vilj- um breytingar til framtíðar er augljóslega líklegra að við náum stöðugleika og lágum vöxtum í Evrópusamvinnu og með þeim aga sem þarf að fylgja upptöku evru, fremur en með aðferðum og aðhaldsleysi gærdagsins. Bara yf- irlýsingin um að við ætluðum í evrópska myntbandalagið myndi strax auka trúverðugleika okkar á alþjóðamörkuðum. Sterkar stoðir Í öllu krepputalinu eigum við að hafa í huga að Ísland er ótrú- lega auðugt samfélag og sterkt. Mannauður okkar, auðlindir og sterkt atvinnulíf eru stoðir undir lífskjörum okkar sem ekki á að örvænta um. Þeir erfiðleikar sem við fáumst við eru tímabundnir og sagan sýnir að við erum fljót að ná okkur aftur á strik. Og þegar samdráttur verður munu ríki og Seðlabanki auðvitað með aðgerð- um milda lendinguna svo sem kostur er. En allt hefur sinn tíma. Höfundur er alþingismaður. Talsmenn aðhaldsleysis VIÐHORF aHelgi Hjörvar Bara yfirlýs- ingin um að við ætluðum í evrópska myntbanda- lagið myndi strax auka trúverðugleika okkar á alþjóðamörkuðum. A T A R N A – K M I / F ÍT Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is Þvottavél frá Siemens, sem lætur blettina hverfa. Þetta er vél sem hefur algera sérstöðu. Fjórtán blettakerfi fyrir ólíka bletti, t.d. vínbletti, blóðbletti og grasgrænku. Tromlan er óvenjustór, tekur 65 l og hægt er að þvo í henni allt að 8 kg. Innra byrði tromlunnar er með droplaga mynstri sem fer sérlega vel með þvottinn. Vélin er mjög snör í snúningum: 15 mín. hraðkerfi og 60 mín. kraftþvottakerfi fyrir meðalóhreinan þvott. Snertihnappar. Stór og öflugur skjár. Vélin hefur mjög góða hljóðeinangrun og er í orkuflokki A+. LISTMUNAUPPBOÐ verður haldið sunnudagskvöldið 9. mars, kl. 19 á Hótel Sögu, Súlnasal Á uppboðinu verður að venju gott úrval verka, meðal annars fjölmörg verk gömlu meistaranna. Boðin verða upp um það bil 110 listaverk. Öll verkin eru sýnd í Galleríi Fold við Rauðarárstíg föstudag 10–18, laugardag 11–17 og sunnudag 12–17. Hægt er að skoða uppboðsskrána með myndum á vefslóðinni myndlist.is. Rau›arárstíg 14, sími 5510400 · www.myndlist.is Jóhannes S. Kjarval 24 stunda Auglysingasimi Kolbrun S.510 3722 / kolla@24stundir.is Katrin s.510 3727 /kata@24stundir.is Serblad Born og uppeldi 12.mars 2008
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.