24 stundir - 08.03.2008, Side 24

24 stundir - 08.03.2008, Side 24
24 LAUGARDAGUR 8. MARS 20084stundir Quick•Step® gólfefnin eru fyrir þá sem gera kröfur og eru vandlátir á gólfefni. Við hjá Harðviðarvali bjóðum upp á gríðarlega fjölbreytt úrval af harðparketgólfefnum með einstaklega fallegri viðaráferð. Þau eru sérlega slitþolin og mjög auðvelt er að leggja þau og halda þeim við. Quick•Step® gólfefnin endast svo lengi að þau ættu að geta verið þér til ánægju fyrir lífstíð. Sum gólfefni eru ótrúleg www.quick-step.com - þegar þú kaupir parket! Krókhálsi 4 • Sími 567 1010 • wwwparket.is Mars e r Quick•S tep mánu›u r TILB OÐS- VERÐ Í Afganistan stendur nú yfir eitt stærsta friðargæsluverkefni sem þjóðir Atlantshafsbandalagsins og samstarfsþjóðir hafa tekið að sér fyrir Sameinuðu þjóðirnar. ISAF – alþjóðlegu öryggissveitirnar í Afg- anistan sem starfa í umboði örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna, voru settar á stofn með ályktun 1386 í desember 2001. Árið 2003 tók Atl- antshafsbandalagið við forystu ISAF að beiðni og í umboði Sam- einuðu þjóðanna og hefur verið svo síðan. Alls taka rúmlega 40 þúsund manns frá 38 ríkjum, þar á meðal öllum norrænu ríkjunum, þátt í því starfi sem þarna fer fram. Ríkin sem standa að ISAF leggja bæði til hernaðarlega aðstoð og borgara- lega sérfræðinga, auk þess sem langflest styðja þau fjárhagslega við uppbyggingarstarf og endurreisn Afganistans. Erfiðar aðstæður Ísland hefur tekið þátt í ýmsum verkefnum alþjóðlegu öryggissveit- anna ISAF frá árinu 2004 og nú starfa þar 13 manns á vegum ís- lensku friðargæslunnar. Uppbygg- ingarverkefni hafa verið styrkt, þjálfun heimamanna og stuðning- ur við uppbyggingu stjórnkerfisins hefur verið í forgrunni allan þann tíma sem íslenskir friðargæsluliðar hafa tekið þátt í þessu starfi. Það er hægt að deila um áherslur og val verkefna en það er óumdeilt að fólkið okkar sem þarna hefur starf- að hefur staðið sig vel við erfiðar aðstæður. Með nýjum verkefnum í héraðs- uppbyggingarsveit í Meymanah verður sérstaklega horft til verkefna á sviði heilsugæslu og heilsuvernd- ar, styrkingar réttarfarskerfisins og stuðnings í samstarfi við stjórnvöld í héraði til að efla og bæta lífsgæði heimamanna, ekki síst kvenna. Norðmenn leiða héraðsuppbygg- ingarsveitina í Meymanah og okkar framlag verður í nánu samstarfi við þá og afgönsk stjórnvöld. Norskir og lettneskir hermenn sjá um öryggi bækistöðvar og borg- aralegs starfsfólks. Við teljum að öryggi okkar fólks sé þar í bestu mögulegum höndum. Aukinn þungi er í samstarfi á norrænum vettvangi um málefni Afganistans og áhugi á að hefja fleiri verkefni og leggja til sérfræðinga til að fylgja slíku starfi eftir. Það fer vel á því að norræn ríki, sem hafa langa og góða reynslu á sviði mannréttinda, lýðræðisþróunar og jafnréttismála, stuðli að uppbyggingu og leggi sín lóð á vogarskálarnar í þessu verk- efni. Lítið gert úr starfinu Það er eðlilegt og algengt að ráð- herrar og þingmenn sem um utan- ríkismál og varnarmál fjalla í þátt- tökuríkjum ISAF fari á vettvang til að kynna sér málin, ræða við lýð- ræðislega kjörin afgönsk stjórnvöld og þátttakendur í uppbyggingar- starfinu og fái þannig sem skýrasta mynd af því hverjar þarfirnar eru, hvernig við getum best stutt við þann árangur sem hefur náðst og aukið lífsgæði afganskra borgara um allt landið. Vel færi á því í framhaldi af heimsókn utanríkisráðherra til Afganistans nú í vor að utanrík- ismálanefnd þingsins og þeir sem um þessi mál fjalla, fari til Afgan- istans eins og þingnefndir nor- rænna samstarfsríkja okkar hafa þegar gert og kynni sér málið af eigin raun. Fjölmiðlar hafa þann kost líka að senda sína fulltrúa og kynna sér málefni og aðstæður. Svo virðist sem sumir kjósi fremur að fjalla um þetta alþjóðlega verkefni með dómsdagsspám án þess að kynna sér starfið sem þarna fer fram með opnum huga. Það er dapurlegt þegar lítið er gert úr starfi íslenskra friðargæsluliða á þennan hátt. Ekki skorast undan Öll verkefni friðargæslunnar fela í sér dvöl á stöðum þar sem ákveð- in hætta er fyrir hendi. Þetta á við um Beirút, Líberíu, Palestínu og Kósóvó, þar sem íslenska friðar- gæslan er einnig að störfum. Ör- yggi starfsmanna okkar er ævinlega í fyrirrúmi og öryggismál eru end- urmetin reglulega þar sem aðstæð- ur geta breyst. Engum dylst að Afganistan er erfitt verkefni og til langs tíma. Það var verkefni NATO á Balkanskaga líka, þar sem enn er liðsafli þótt ríf- lega áratugur sé síðan friður komst á. Alþjóðasamfélagið á ekki að hlaupa frá verkefnum sem takast þarf á við. Ísland á ekki að skorast undan að taka þátt í uppbygging- arstarfi sem hægt er sinna og styðja með því lögmæt stjórnvöld, sem hafa beðið alþjóðasamfélagið um aðstoð í landi sem þarfnast stöð- ugleika og stuðnings til að ná aftur fyrri reisn. Höfundur er fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins Afganistan þarf stuðning okkar UMRÆÐAN aUrður Gunnarsdóttir Svo virðist sem sumir kjósi fremur að fjalla um þetta al- þjóðlega verkefni með dómsdagsspám án þess að kynna sér starfið sem þarna fer fram með opn- um huga. Afganistan „Ísland á ekki að skorast undan að taka þátt í uppbyggingarstarfi sem hægt er sinna og styðja með því lögmæt stjórnvöld.“

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.