24 stundir - 08.03.2008, Síða 26

24 stundir - 08.03.2008, Síða 26
26 LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 24stundir Ég verð að hrósa DV fyrir að hafa síðustu daga vakið máls á hlutskipti þeirra einstaklinga sem urðu fórnarlömb mannkynbóta- fræðinnar sem var furðu grasser- andi á Íslandi á fyrri hluta 20. aldar. Meira að segja Vilmundur Jónsson landlæknir, sá góði sósíal- isti og harði andstæðingur þýskra nasista, þar sem mannkynbætur urðu alfa og ómega allrar hug- myndafræði, hann var í reynd hallur undir þessar kenningar sjálfur og gekkst fyrir lagasetningu þar sem hann fordæmdi að vísu mestu villimennskuna í nasistum og fylgismönnum þeirra, en fól þó í sér að hið opinbera gat ef því sýndist látið vana bæði börn og fullorðið fólk ef ekki var talið „æskilegt“ að það fjölgaði sér. Þar kom greindarskortur eða svokall- aður „fávitaháttur“ fyrst og fremst til álita. Ég hef sjálfur fjallað töluvert um þessi mál gegnum tíðina, bæði í útvarpsþætti og líka í rit- uðu máli í blöðum og bókum. Sú umfjöllun snerist fyrst og fremst um dómsmál sem reis vegna þess- ara mála fyrir nokkrum áratug- um, en það er til marks um breyttan tíðaranda að þegar ég var að fjalla um málið, þá datt mér aldrei í hug að reyna að nálgast sjálft það fólk sem fyrir þessu varð. Andlitslaus umfjöllun Slíkt var bara einhvern veginn ekki hluti af fjölmiðlun þess tíma. Fyrir vikið var umfjöllunin æv- inlega andlitslaus og lesendur eða hlustendur gátu ekki tengt ein- staklinga við frásögnina. Annað var ekki við hæfi á þeim árum. En fyrir vikið vakti umfjöllunin litla sem enga athygli. Það er mín hógvær von að sá tími sem ég var ritstjóri DV fyrir nokkrum árum hafi átt sinn þátt í að breyta fjölmiðlun í þessu landi þannig að nú þykir víðast eðlilegt að nöfn og andlit fylgi fréttum af einstaklingum, nema þá eitthvað sérstakt komi í veg fyrir það. Við DV-menn vorum þá harðlega gagnrýndir fyrir þá stefnu að birta nöfn og myndir og vissulega kunnum við sjálfir ekki alltaf með þessa nýju stefnu að fara. Slys urðu þá nokkrum sinnum í fram- setningu frétta sem ég held reynd- ar að hafi ekki alltaf komið við- komandi fólki verulega illa – en vöktu andúð hjá fólki sem ekki var vant svona löguðu, og hlaut að telja allar breytingar af hinu illa. Vel að verki staðið Eftir að útgáfa DV hafði legið niðri um hríð hafa nýir stjórn- arherrar verið að feta sig smátt og smátt inn á svipaða braut en á mun kurteislegri hátt en þegar mest gekk á – og viðtölin við fólk- ið sem varð fyrir vönunum hins opinbera held ég að séu mjög góð birtingarmynd þess. Þarna er vel að verki staðið og vonandi að þessi umfjöllun verði til þess að varpa enn frekara ljósi á þennan smánarblett á íslensku samfélagi. Umfjöllun um Breiðavíkur- strákana (sem DV gerði líka af- skaplega vel, sem og Kastljós Sjónvarpsins) er líka angi af þeim gagnlegu breytingum sem eru að verða á fjölmiðlun í landinu þar sem æ minna ber á „karlmanni á fertugsaldri“ eða „konu á þrítugs- aldri“ en áður var, þegar einstak- lingar áttu í hlut. „Karlmaður á fertugsaldri“ og „kona á þrítugs- aldri“ eiga enn bólstað í Morg- unblaðinu en jafnvel þar eru breytingar að verða. Glansmyndin blekking Það er vel, því of lengi hafa skúmaskotin verið ósópuð í þessu þjóðfélagi – það kemur gleggst í ljós þegar upp rísa mál eins og Breiðavíkurmálið og nú þetta vönunarmál. Við verðum að horf- ast í augu við að sú glansmynd af góðu og vinalegu samfélagi sem við gerðum okkur í hugarlund að hefði ríkt með blóm í haga á Ís- landi á 20. öld, sú glansmynd á hreint ekki við rök að styðjast í öllum atriðum. Hér tíðkaðist fúl- mennska hin mesta, eins og sést af Breiðavíkurmálinu, meðferð á fórnarlömbum kynferðisglæpa- manna og vönunarmálinu. Það er sárt að horfast í augu við það, en það er nauðsynlegt því engum er greiði gerður með því að mynd okkar á fortíðinni sé byggð á því sem í besta falli verður að teljast misvísandi en í versta falli tóm lygi. Sópað úr skúmaskotum aIllugi Jökulsson skrifar um fjöl-miðlun Það er sárt að horfast í augu við það, en það er nauð- synlegt því engum er greiði gerður með því að mynd okkar á fortíðinni sé byggð á því sem í besta falli verður að teljast misvísandi en í versta falli tóm lygi. Breiðavík „Hér tíðkaðist fúl- mennska hin mesta, eins og sést af Breiðavíkurmálinu, meðferð á fórnarlömbum kynferðisglæpa- manna og vönunarmálinu.“ 24stundir/Ómar Club Paradise Park & Glarus íbúðahótelin Frábærar íbúðir Frá kr. 49.995 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í íbúð á Paradise Park í viku, 26. maí eða 25. ágúst. Gisting á Glarus íbúðahótelinu kr. 3.000 aukalega. Hotel Kristal m/allt innifalið Frá kr. 55.195 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn í fjölskyldu- herbergi með allt innifalið á Hotel Kristal í viku, 25. ágúst. Búlgaría MasterCard Mundu ferðaávísunina! E N N E M M / S IA / N M 3 24 46 Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík · Sími: 591 9000 www.terranova.is · Akureyri, sími: 461 1099 B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. T er ra N o va á sk ilu r sé r ré tt t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . BEINT MORGUNFLUG Golden Sands – Perla Svartahafsins Terra Nova býður frábærar sumarleyfisferðir til perlu Svartahafsins, Golden Sands í Búlgaríu. Þú fær hvergi meira frí fyrir peninginn en í ferð til Golden Sands. Stað- urinn ber svo sannarlega nafn með rentu því ströndin er ein sú allra besta í Evrópu, 4 km. löng og allt að 100 metra breið með gullnum sandi, hlýjum og tærum sjó. frá 49.995 kr. Frábært verðlag í Búlgaríu! • Veisla í mat og drykk • Endalausir afþreyingarmöguleikar • Frábært næturlíf • Gott að versla • Spennandi kynnisferðir • Frábært verðlag • o.fl., o.fl. Bókaðu núna! www.terranova.is Þú færð hvergi meira frí fyrir peninginn!

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.