24 stundir


24 stundir - 08.03.2008, Qupperneq 41

24 stundir - 08.03.2008, Qupperneq 41
24stundir LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 41 Þitt atkvæði skiptir máli Taktu afstöðu!!! Munið að atkvæðagreiðslu lýkur á hádegi 10. mars Boðinn Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@24stundir.is Helga Rós Indriðadóttir sópran- söngkona og Guðrún Dalía Salóm- onsdóttir píanóleikari halda söng- tónleika í Salnum í Kópavogi á morgun, sunnudaginn 9. mars klukkan 16. Þar munu þær, ásamt Hallfríði Ólafsdóttur flautuleikara, flytja sönglög Jórunnar Viðar og þjóðlög í útsetningum hennar, en tónleikarnir eru haldnir í tilefni af því að Jórunn verður níræð á árinu. Fengu styrk frá Hlaðvarpanum Helga Rós og Guðrún Dalía fengu styrk frá Hlaðvarpanum til verkefnisins og hafa unnið náið með Jórunni að undirbúningi tón- leikanna undanfarið. „Við höfum átt gott samstarf við Jórunni,“ segir Guðrún Dalía. „Hún hefur sagt okkur sögurnar á bak við hvert lag og unnið með okkur að túlkun þeirra. Við höfum helgað undan- farnar vikur og mánuði þessu verk- efni og lært ýmislegt nýtt og for- vitnilegt um Jórunni og hennar verk. Hún sagði okkur til dæmis frá því þegar hún heillaðist af ljóðun- um sem hún samdi lögin við og svo gaf hún okkur mjög góða leiðsögn þegar við vorum að æfa lögin um hvernig hún hafði hugsað sér að þau yrðu flutt og útsett. Jórunn er sjálf mjög góður píanóleikari og það gefur lögunum hennar ákveðna sérstöðu og það er ekki síður spennandi og krefjandi fyrir píanóleikara að spreyta sig á lögum hennar en fyrir söngvara.“ Afmæli í desember Jórunn fæddist 7. desember árið 1918 og á afmælisdaginn sjálfan hyggjast Guðrún Dalía og Helga Rós gefa út geisladisk með lögum hennar og í framtíðinni stendur til að fara með prógrammið út fyrir landsteinana. Tónlist Jórunnar Viðar hefur notið mikillar hylli en þetta er þó í fyrsta skipti sem haldnir eru tónleikar þar sem ein- göngu verða flutt lög eftir hana. Samstarf Helgu Rósar og Guð- rúnar Dalíu hófst í Stuttgart í Þýskalandi þar sem Helga Rós var fastráðin við óperuhúsið þar í borg á árunum 1999 til 2007 og Guðrún Dalía lauk píanónámi frá Tónlist- arháskólanum þar í borg sumarið 2007. Tónleikarnir hefjast klukkan 16 á morgun og er hægt að nálgast miða í miðasölu Salarins og á salurinn.is. Guðrún Dalía Salómonsdóttir og Helga Rós Indriðadóttir Spila verk Jórunnar Viðar Sópransöngkonan Helga Rós Indriðadóttir og pí- anóleikarinn Guðrún Dalía Salómonsdóttir leiða saman hesta sína í Salnum á morgun. Píanóleikari og sópran Guðrún Dalía og Helga Rós.➤ Er afkastamikið tónskáld ogbrautryðjandi í íslensku tón- listarlífi. ➤ Auk fjölda sönglaga og kór-verka hefur hún meðal ann- ars samið tónlistina við fyrstu íslensku kvikmyndina, Síðasti bærinn í dalnum JÓRUNN VIÐAR Börnum verður boðið í skrímsla- og kynjaveruleik í Þjóðminjasafn- inu á morgun, sunnudaginn 9. mars. Helga Ein- arsdóttir safnfræðslufulltrúi tek- ur á móti börnunum og spjallar um skrímsli og síðan fá þau að leita að ófreskjum og kynjaverum í safninu. Einnig verður sérstakt teiknihorn þar sem börn geta teiknað myndir af skrímslum. Skrímsli í Þjóð- minjasafni Almenningi verður boðið að koma með forngripi eða gamla muni í skoðun og greiningu í Þjóðminjasafninu á morgun. Sér- fræðingar safnsins verða á staðn- um milli klukkan 14 og 16 og munu þeir taka á móti gripunum og reyna að greina þá með tilliti til aldurs, efnis og uppruna, en ekki verðmætis. Áttu forngrip? Útgáfuhátíð vegna útgáfu heild- arverka Steinars Sigurjónssonar skálds verður á Háskólatorgi klukkan 15 á sunnudag, en í blaðinu í gær misritaðist stað- setningin og er beðist velvirð- ingar á því. Leiðrétting MENNING menning@24stundir.is a Við höfum helgað undanfarnar vikur og mánuði þessu verkefni og lært ýmislegt nýtt og forvitnilegt um Jórunni og hennar verk.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.