24 stundir - 08.03.2008, Síða 43

24 stundir - 08.03.2008, Síða 43
24stundir LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 43 É g hef flutt fyrirlestra austanhafs og vestan um þróun mála á Norður-Atlantshafi. Ég er sannfærður um að allur þorri þjóðarinnar gerir sér ekki grein fyrir þeirri breytingu sem er að verða. Ef mál þróast eins og menn spá í þá átt að sigl- ingar eigi eftir að aukast mikið í nágrenni við Ísland þá er staða okkar allt önnur en áður. Þá er- um við ekki lengur á hjara ver- aldar. Við stöndum þá á kross- götum varðandi orku- og farmflutninga frá Asíu til Evrópu og Norður-Ameríku. Heimsmynd okkar mun breytast,“ segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra um stöðu Íslands í öryggismálum heimsins. „Ég hef ferðast til Bret- lands, Danmerkur og Noregs og hitt aðila sem eru samstarfsaðilar lögreglu og landhelgisgæslu og það er verið að vinna að því að þróa nýtt öryggisnet miðað við þessar breyttu aðstæður. Ég hef lagt áherslu á að eðlilegra sé að bregðast við breyttum aðstæðum með borgaralegum aðferðum, eins og með öflugri landhelgis- gæslu og eftirliti af þeim toga, fremur en hernaðarviðbúnaði. Þetta eru spennandi viðfangs- efni sem ég hef verið að takast á við á þessu kjörtímabili og raun- ar frá því að varnarliðið hvarf úr landi. Þróunin síðan hefur sann- fært mig enn betur en áður um, hve skammsýn Bandaríkjastjórn var árið 2006 um framkvæmd vanarsamstarfsins við Ísland. Íslendingar eru að eignast nýtt varðskip, nýja flugvél og þyrlur og það er almennur stuðningur við þessar aðgerðir. Þetta hefur allt gengið frekar hljóðlega fyrir sig og án pólitískra deilna. Það er mjög víðtækur stuðningur við það að Íslendingar láti að sér kveða með þessum hætti.“ Mörgum Íslendingum finnst að það sé markmið í sjálfu sér að Ís- lendingar hafi ekki eigin her. Þú ert ósammála því viðhorfi, er það ekki? „Með því að vilja ekki ræða hermál við aðrar þjóðir erum við að setja á okkur höft. Við verðum þá að finna bestu leiðirnar sem finnast án þess að stofna okkar her. Ef þetta haft leiðir til þess að hér sé friðsamlegra en annars staðar þá er það gott mál. Ef það leiðir til þess að einhverjir sjái okkur sem auðtekna bráð þá er það ekki gott. Á vegum utanrík- isráðherra starfar sérstök hættu- matsnefnd. Spyrja má: Verður niðurstaða hennar að við getum ekki brugðist við hættum sem að okkur steðja nema með öðru en þeim ráðum, sem við nú höfum? Ég veit ekki hver niðurstaðan verður, það kemur í ljós.“ Sölumenn í villta vestrinu Hvernig þykja þér umræðurnar um evruna sem hafa verið svo áberandi í nokkurn tíma? „Við getum velt fyrir okkur ýmsum leiðum í Evrópumálum. Þar þarf hins vegar skýra stefnu og skýra sýn. Evru-umræðan hef- ur ruglað þessa sýn. Það er erfitt fyrir þjóð sem hefur lifað í sátt við eigin krónu að allt í einu sé fullyrt að krónan hafi ekkert sjálfstætt gildi og lausnin sé ann- ar gjaldmiðill. Eitt er að halda slíku fram, annað að benda á hvað á að taka við. Er talið um evruna kannski tal um eitthvað annað? Eiga menn við að leggja beri Seðlabankinn niður og þess vegna eigi að taka upp nýjan gjaldmiðil? Enginn gjaldmiðill breytir efnahagslögmálum eða losar menn undan hagstjórn. Við búum við sérstök efnahagsleg skilyrði sem breytast ekki eftir því hvort við borgum í krónu, evru eða sterlingspundum. Mér finnst sumir ræðumenn um þetta minna á sölumennina sem fóru á milli bæja í villta vestrinu og seldu fólki lífselexír gegn öllum meinum. Svo drakk fólk elexírinn og allt var við það sama. Þá laumuðust sölumenn- irnir á brott í skjóli nætur. Fólk sá í gegnum þá. Enginn hefur enn fundið upp lyf sem læknar allar meinsemdir. Það gerist ekki heldur í efnahagsmálum. Efna- hagslögmálin hljóta að gilda hér áfram eins og verið hefur. Fyrir réttu ári skilaði allra flokka nefnd, sem ég stýrði, greinargóðri skýrslu um tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Ég er undrandi á því, hvers vegna ekki er unnið markvisst að því að framkvæma tillögur nefndarinnar og styrkja þannig enn frekar en nú er Evróputengslin, sem skipta okkur mjög miklu. Þar er um brýnt, raunhæft og vel skilgreint úrlausnarefni að ræða – í stað þess að sinna því, er haldið áfram að tala út og suður og látið í veðri vaka, að meðal stjórnmála- manna sé ekki til nein skýr stefna í Evrópumálum.“ Víti til að varast Þú ritar grein í nýjasta hefti Þjóðmála þar sem þú rýnir í sam- runa REI og Geysis Green. Þú seg- ir að sexmenningarnir í borgar- stjórnarflokki sjálfstæðismanna hafi haft „þrek til að standa á sínu og snúast gegn laumuspili og fjár- málabraski, sem greinilega tengdist öðrum þræði tilraunum til að styrkja fjárhagslega stöðu FL Gro- up“. Má skilja þetta þannig að sameining REI hafi fyrst og fremst snúist um að styrkja fjárhagslega stöðu FL Group? „Það eru tímasetningar í öllu þessu dæmi sem benda til þess að hraðinn í málinu hafi tengst kynningarfundi FL Group í London. Maður getur dregið þá ályktun eftir á að eigendur FL Group hafi viljað styrkja stöðu síns fyrirtækis. Þeir voru ekki í góðgerðarstarfi. Ég get ekki varist þeirri hugsun að það hafi komið eigendum Geysis Green, og þar með FL Group, vel að þetta gerð- ist.“ Þú segir í sömu grein að sam- fylkingarfólk hafi lagt blessun sína yfir REI-hneykslið á sínum tíma. Þú vitnar í orð Össurar Skarphéð- inssonar, Dags B. Eggertssonar og Sigrúnar Elsu Smáradóttur í því samhengi og segir að spjótin ættu frekar að standa á þeim í um- ræðum um REI-málið en borg- arstjórnarflokki Sjálfstæðisflokks- ins. Hvað áttu við með þessu? „Ef menn eru að tala um efni málsins og þá stjórnmálamenn HELGARVIÐTALIÐ Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@24stundir.is a Maður getur dregið þá álykt- un eftir á að eig- endur FL Group hafi vilj- að styrkja stöðu síns fyrirtækis. Þeir voru ekki í góðgerðarstarfi.

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.