24 stundir - 08.03.2008, Blaðsíða 48

24 stundir - 08.03.2008, Blaðsíða 48
Ávaxtaríkt í nefi með plómum, kirsuberjum og hindberjum. Netta vanillu má finna í bakgrunninum ásamt þurrkuðu kryddi. Þétt í munni með þroskuðum plómum, fíkjum og votti af súkkulaði. Afgerandi þroskuð tannín og mikil fylling fylgir löngum krydduðum endi. Vínið fer vel með lamba- og nautakjöti, sérstaklega flott með grillmat og þungum ostum. Má rekja til 11. aldar Vínrækt í Dieulele eða Dievole eins og það þekkist í dag má rekja til 1090, þegar fyrstu tveir víngerðarmennirnir greiddu þrjá brauðhleifa og tvo hana í ársleigu fyrir Guðlega dalinn. Rúmlega 900 árum seinna fylgir Dievole vín- gerðarhúsið enn þjóðlegum framleiðsluaðferðum en með aðstoð nútíma- tækni og vísinda. Handtíndar þrúgur Þrúgurnar í Broccato eru allar handtíndar úr Campinuovi- og Mad- onnino-víngörðunum sem eru 400-500 m yfir sjávarmáli. Vínið er gerjað í eikartunnum og fer þroskunin fram í 14 mánuði á gamalli franskri eik og í flöskunni í 6 mánuði til viðbótar. Þrúgur: Sangiovese 85%, Merlot 12% & Petit Verdot 3% Land: Ítalía Hérað: Veneto 2.990 kr. (2001 árgerð) Vín vikunnar Elísabet Alba Valdi- marsdóttir vínþjónn Dievole Broccato 2003 Dievole Broccato 2003 48 LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 24stundir Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is „Ég hef alltaf haft mjög mikinn áhuga á mat og var að gera tilraun- ir í gamla daga sem heppnuðust af og til, eins og gengur og gerist. Ég fiktaði í þessu með foreldrum mín- um og var alltaf að trufla inni í eld- húsi. Ég held að þau séu ánægð núna með soninn og stolt,“ segir Sigurður Frosti Baldvinsson sem starfar nú sem matreiðslumaður á Humarhúsinu. Endaði í kokkinum Þrátt fyrir mikinn áhuga á mat og matargerð lá leið Sigurðar Frosta ekki beint í kokkanám á sín- um tíma. „Ég fór í Menntaskólann við Sund fyrst og var þar í bók- námi. Svo hætti ég því og fór að vinna en endaði í kokkinum fyrir fjórum árum,“ segir Sigurður Frosti sem útskrifaðist um áramót- in. Eins og heima Sigurður Frosti lærði á Humar- húsinu og kann vel við sig á staðn- um. „Það liggur við að þetta sé bara eins og að vera heima hjá sér,“ segir hann. „Veitingastaðurinn er í einu af eldri húsum borgarinnar og stát- ar af innréttingum í gömlum stíl.“ Hann tekur undir að innrétting- arnar séu andstæða við marga af nýrri stöðum borgarinnar þar sem naumhyggjan er meira áberandi. „Ég held að það séu mjög fáir veit- ingastaðir sem státa af svona um- hverfi. Þetta hefur staðið óbreytt í mörg ár og til hvers ætti að gera róttækar breytingar þegar engin þörf er á því,“ segir hann. Ekki lengur fátækrafæði Humarréttir eru fyrirferðar- miklir á matseðli Humarhússins, eins og nafnið gefur til kynna, þó að þar megi vissulega finna ýmis- legt annað, svo sem kjöt- og fisk- rétti. Humar býður upp á ýmsa möguleika í eldamennsku og segir Sigurður Frosti að fólk leiti mikið til staðarins eftir ráðleggingum. „Mér finnst íslenski humarinn mjög bragðgóður og það þarf lítið að eiga við hann. Ég held að fólk kunni að meta humarinn núna en þetta var náttúrlega bara fátækra- fæði í gamla daga,“ segir Sigurður Frosti að lokum. Humar í öndvegi Humar er mjög bragðgóður og lítið þarf að eiga við hann að sögn Sigurðar Frosta Baldvinssonar, mat- reiðslumanns á Humarhúsinu. Sigurður Frosti, matreiðslumaður á Humarhúsinu Þarf lítið að eiga við humarinn Humar er ekki lengur fá- tækrafæði að sögn Sig- urðar Frosta Baldvins- sonar, matreiðslumanns á Humarhúsinu við Amt- mannsstíg, sem deilir nokkrum vel völdum rétt- um með lesendum 24 stunda. ➤ Veitingastaðurinn hefur veriðstarfræktur frá árinu 1995. ➤ Húsið sem veitingastaðurinner í var byggt árið 1838 og er hluti af Bernhöftstorfunni. ➤ Yfirmatreiðslumenn eru OttóMagnússon og Guðmundur Þór Gunnarsson. HUMARHÚSIÐ 24stundir/Kristinn Ingvarsson Til að ná kjötinu úr humarhal- anum er gott að brjóta skelina með fingrunum, einn lið í einu, og klippa síðan langsum. Því næst eru skeljarnar glenntar lítillega upp og kjötið dregið út. Gæta þarf að því að svarta görnin fylgi ekki með. Margir kjósa að steikja humar- inn á pönnu en einnig getur verið gott að sjóða hann eða skella á grill. Fólk þarf að vara sig á því að ofelda ekki humarinn því að það kemur niður á viðkvæmu bragð- inu. Ekki er heldur gott að drekkja humarkeimnum í sterkum sósum eða of miklu kryddi heldur þurfa öll hráefni að vera í góðu jafnvægi. Þó að margir láti sér nægja að bera humarinn fram með hvítlauk og sítrónu býður hann upp á ýmsa möguleika í matreiðslu og um að gera að prófa sig áfram og vera óhræddur við tilraunir. Góður á grill og pönnu Humar er verðmætasta tegund sjávarafurða af Íslandsmiðum ef reiknað er út frá kílóverði út- fluttra afurða samkvæmt upplýs- ingaveitu sjávarútvegsráðuneyt- isins. Humarinn er fluttur út heilfrystur eða sem frystir halar í skel. Hann er aðallega fluttur út til ýmissa Evrópulanda en einnig í nokkrum mæli til Bandaríkj- anna og Japans. Verðmæt útflutningsvara Aðstandendur sýningarinnar Matar 2008 sem átti að fara fram í þessum mánuði hafa ákveðið að fresta henni. Sýningin verður haldin í byrjun vetrar með öðrum formerkjum og nýjum áherslum en verið hafa hingað til að því er fram kemur á heimasíðu hennar matur.is. „Ytri aðstæður hafa breyst í þjóðfélaginu og þátttaka í sýningunum í núverandi formi er að þessu sinni ekki eins almenn og gert hafði verið ráð fyrir. Ljóst er að fyrirtæki hafa nú minni fjármuni til fjárfestinga í mark- aðs- og kynningarstarfi á inn- lendum markaði í tengslum við sýningahald en verið hefur á und- anförnum árum,“ segir í tilkynn- ingu á síðunni. Sýningin hefur farið fram árlega í fjölnotahúsinu Fífunni í Kópa- vogi. Golfsýningunni 2008 er jafnframt frestað en sama fyr- irtæki stendur að báðum sýn- ingum. Matur 2008 bíður vetrar Víða er- lendis hefur tíðkast að elda humar með því að setja hann lifandi í pott með sjóðandi vatni. Hægt hefur verið að kaupa lif- andi humar í verslunum og á sumum veitingastöðum og geta gestir jafnvel valið sjálfir hum- arinn sem lendir í pottinum. Aðferðin hefur þó mætt vax- andi andstöðu á undanförnum árum vegna dýraverndarsjón- armiða enda telja sumir að hún valdi humrinum miklum þján- ingum. Andstaða við eldunaraðferð LÍFSSTÍLLMATUR matur@24stundir.is a Mér finnst íslenski humarinn mjög bragðgóður og það þarf lítið að eiga við hann. Ég held að fólk kunni að meta humarinn núna en þetta var náttúrlega bara fátækrafæði í gamla daga. 3 stærðir áleggshnífar Verð frá 39.000 + vsk Verð 59.000 + vsk Verð 89.000 + vsk Hakkavélar Grænmetisskurðarvél mismunandi skurðarskífur S: 567-8888 Háskólanám · Búvísindi · Hestafræði · Náttúru- og umhverfisfræði · Skógfræði og landgræðsla · Umhverfisskipulag www.lbhi.is Háskóli lífs og lands Umsóknarfrestur um skólavist er til 4. júní
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.