24 stundir


24 stundir - 08.03.2008, Qupperneq 50

24 stundir - 08.03.2008, Qupperneq 50
50 LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 24stundir Það er orðinn svo mikill aragrúi af afmælum hjá mér að þau eru dálítið farin að bland- ast saman en mér þykir mjög gaman að eiga afmæli og þótti það kannski sérstaklega á fyrri hluta ævinnar. Það er aðallega þegar maður á stórafmæli sem maður hefur áhyggj- ur af því hvernig maður eigi að halda upp á það. En þegar ég varð sextugur hélt ég upp á það með því að fara með börnin mín á barnaleikrit og spila svo skvass við elsta son minn. Þetta reyndist með skemmtilegustu afmælisdögunum, að vera með fjölskyldunni og láta lítið fara fyrir sér. Ég hef líka haldið upp á afmælið mitt með veislu, t.d. þegar ég varð fimmtugur og það heppnaðist ágætlega, margir komu og skemmtu sér vel. Af- mælið mitt er 10. október og hér áður fyrr þegar ég var á þingi var 10. október þing- setningardagur. Ég hélt því fram að það væri sett mér til heiðurs þennan dag! Í október er langt liðið á árið og ég get því líka nýtt daginn til að gera upp árið og líta yfir farinn veg. Nú til dags læt ég annars bara hvern dag nægja, afmælisdagur er alltaf hátíðisdagur og segir manni það að maður sé ennþá lifandi sem er nú kannski mest um vert. Lífið verður æ dýrmætara eftir því sem maður eldist og maður þakkar fyrir hvern afmæl- isdag. Eller B. Schram alþingismaður. Lífið æ dýrmætara Ég er mikið afmælisbarn og hef alltaf verið, ég nýt þess að eiga þennan dag og er í raun algjör prinsessa hvað afmælisdaginn varðar. En mér finnst líka gaman að gera mikið úr afmælisdögum fjölskyldunnar. Það er skemmtilegt að eiga afmæli og ég tek öllum svona tilefnum til að gera eitthvað skemmti- legt og öðruvísi fagnandi. Annars hef ég hingað til ekki verið vön því að halda veislu heldur frekar gert eitthvað með fjölskyld- unni og kærastanum. Í fyrra tók ég mig þó til og hélt heljarinnar veislu ásamt kærast- anum mínum en þá áttum við bæði stór- afmæli, ég 25 ára og hann þrítugur. Við leigðum samkomuhús á Þingvöllum og vor- um með hoppukastala fyrir börnin auk þess sem farið var í alls konar leiki. Síðar um kvöldið var síðan kveikt stórt bál og sunginn brekkusöngur, loks var slegið upp hlöðuballi sem stóð fram eftir nóttu og margir sem gistu. Þetta er í raun í eina skiptið sem ég hef gert eitthvað svona stórfenglegt og þetta var mjög eftirminnilegur og skemmtilegur af- mælisdagur. Næst verð ég hins vegar 26 ára og ætli ég hnipri mig þá ekki bara uppi í rúmi með tilvistarkreppu og kaupi mér hrukkukrem. Védís Hervör Árnadóttir söngkona. Brekkusöngur á Þingvöllum Ég á afmæli í ágúst og þá er aðeins farið að skyggja svo að þetta er svolítið rómantískur tími og gaman að eiga afmæli þegar sumri er tekið að halla. En ég held að eftirminnileg- asta afmælið mitt hafi verið 17 ára afmælið mitt sem haldið var á grísku eyjunum. Þar var ég í fríi með vinum mínum og hót- elstjórinn sló upp veislu fyrir mig með mat og öllu saman en síðan var synt miðnæt- ursund í sjónum. Eftir þetta kom ég heim og tók bílpróf svo að þetta var góður endir á sumrinu. Ég er mikill afmæliskarl, þetta er minn dagur og jafnast nærri á við jólin, finnst mér. Mér finnst gaman að halda upp á daginn og undirbúningurinn er svolítil heilaleikfimi. Því er ég þegar byrjaður að plana næsta afmæli þó að það sé svo sem al- veg nógur tími framundan. Agnar Jón Egilsson leikstjóri. Afmæli á grísku eyjunum Ég hef ekki haldið upp á afmælisdaginn á svokallaðan hefðbundinn hátt í mörg ár en hvorugt okkar hjónanna er mikið fyrir að standa í stórræðum í sambandi við slíkt. Okkur finnst miklu skemmtilegra að gera það okkur til dundurs og hátíðabrigða að skella okkur út að borða eða til útlanda og þá ekki hvað síst þegar afmælið mitt brestur á síðast í nóvember. Á þessum árstíma er mikið framboð af styttri ferðum eins og helgar- og jólaferðum og alveg upplagt að nýta sér það. Enga betri afmælisgjöf get ég hugsað mér en að sitja í flugvél á leið á vit ævintýranna. Höfum við ferðast nokkuð víða í þessu skyni, t.d. til Boston, Brussel, Vínarborgar, New York og til Prag í fyrsta skipti í fyrra. Það var gaman að koma þang- að og sjá allan ferðamannaflauminn svo að það má rétt ímynda sér að öll þessi afmæli mín séu mjög eftirminnileg og þessu afmæl- isflakki ætla ég að halda áfram um ókomin ár. Mér finnst alveg fullkomið afmæli að vera svona á ferð og flugi og nóvember er mjög góður tími til að ferðast þar sem þetta er rétt fyrir jólin og hægt að nota tímann til að kaupa jólagjafir og upplifa jólastemninguna. Svanhildur Jakobsdóttir útvarpskona. Afmælisdagar í háloftunum Ætli eftirminnilegasti afmælisdagurinn hafi ekki verið þrítugsafmælið mitt. Þá byrjaði ég daginn á því að hlaupa eina 12 km í rokinu úti á Seltjarnarnesi en ég á afmæli í október. Þetta var sérstakur dagur því að ég var svo ánægð með þennan áfanga sem kom mér dálítið á óvart því að oft er þeirri klisju hald- ið fram að maður vilji ekki eldast. En ég var hins vegar hæstánægð með að vera orðin virkilega fullorðin og var sátt við hvar ég var stödd í lífinu. Eftir hlaupatúrinn fór ég að vinna og hélt síðan upp á afmælið með kunningjum og vinum helgina á eftir. Þetta voru skemmtileg tímamót og mér fannst ég vera á góðum stað í lífinu svo að þetta er sæt minning. Ég er vog og hef alltaf verið haust- kona í mér og mér finnst haustið fallegur árstími bæði á Íslandi og í San Francisco þar sem ég bjó í 18 ár. Ég er talsvert afmælisbarn en held þó að ég sé að verða hógværari með aldrinum og ég er farin að gera minna úr deginum en þetta gat orðið dramatískur dagur þegar maður var yngri. Núna síðast hitti ég vinkonur mínar og hafði það nota- legt, svo finnst mér voða gaman að halda upp á afmæli annarra. Ragnhildur Magnúsdóttir dagskrárgerðarkona. Sátt á þrítugs- afmælinu Eftirminnilegasti afmælisdagurinn þinn? Afmælisdagurinn markar vissan áfanga á hverju ári þar sem við höfum náð að verða árinu eldri. Sumir eru mikil afmælisbörn og geta ekki hugsað sér annað en að halda upp á daginn með pomp og prakt meðan aðrir vilja láta lítið fyrir sér fara og taka því ró- lega. Sumir afmælisdagar standa upp úr fyrir þær sakir að við höfum staðið á tímamótum eða átt sérlega skemmtilegan eða óvæntan dag. Viðmælendur segja lesendum hér frá eftirminni- legasta afmælisdeginum. LÍFSSTÍLLSPJALLIÐ bladid@24stundir.is a Lífið verður æ dýrmætara eftir því sem maður eldist og maður þakkar fyrir hvern afmælisdag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.