24 stundir


24 stundir - 08.03.2008, Qupperneq 56

24 stundir - 08.03.2008, Qupperneq 56
BÓNUS NÚNA! Síðustu sleðarnir á páskatilboði          Mótormax Reykjavík - Kletthálsi 13 - Sími 563-4400 Mótormax Egilsstöðum - Sími 470-5080 / 470-5070 Mótormax Akureyri - Sími 460-6060 www.motormax.is Páskatilboð Mótormax á síðustu 2008 vélsleðunum er ávísun upp á 75.000 kr. í fatnaði og fylgihlutum. Þú lætur drauminn rætast núna og færð þér t.d. þennan magnaða Ski-doo Summit 146 og við hjá Mótormax gefum kaupauka með eftir þínum óskum upp á 75.000 kr. 75.000kr. 56 LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 24stundir Árið 1842 bjuggu Stefán Bjarnason og Stefán Eggertsson í Akureyjum undan Skarðströnd. Þeir voru frændur. Á Þorláksmessu lögðu þeir af stað fótgangandi frá Akureyjum og hugðust dvelja hjá frændfólki um jólin. Sundið milli Akureyja og Skarðsstrandar var ísi lagt og þeir ætluðu sér að ganga yfir ís- inn. Stukku út á ísinn Þegar frændurnir komu í efstu eyna við sundið var ísinn að byrja að losna. Þeim tókst þó að stökkva út á hann. Þeir gengu eft- ir ísnum ásamt tveimur hundum sem fylgdu þeim. Ekki vissu þeir frændur fyrr til en ísinn sem þeir voru á var kominn á ferð. Þeir hugðust snúa við en gátu ekki. Ís- jakann bar að ey sem heitir Fag- urey. Þeim félögum tókst að stökkva í land áður en jakinn klofnaði. Annar hundurinn stökk á eftir þeim en hinn fórst í straumnum. Sofið í snjóhúsi Þeir félagar voru nú staddir á eyðieyju, matarlausir, og tvísýnt um björgun. Þeir ákváðu að koma sér upp skýli og bjuggu til snjó- hús. Húsið var lítið og þeir urðu að sofa þar sitjandi og halla sér hvor upp að öðrum. Þeir sváfu lítið og reyndu síðan að halda á sér hita með því að hlaupa fram og aftur um eyna. Frá Fagurey sést til bæja í Fagradal. Um morguninn sáu fé- lagarnir tvo menn reka fjárhóp á undan sér frá fjárhúsunum í Ytri- Fagradal. Frændurnir hrópuðu og kölluðu og mennirnir námu stað- ar en aðhöfðust svo ekkert frekar. Ekki urðu frændurnir varir við frekari mannaferðir þennan dag. Bjuggust við að deyja Næsti dagur var jóladagur. Þann dag sáu frændurnir fólk fara til kirkju í Fagradal. Þeir hrópuðu og kölluðu en enginn heyrði til þeirra. Svengd sótti mjög að frænd- unum og þeim tókst að pjakka upp hvannarætur með stöfum sínum. Þeir voru orðnir uggandi um hag sinn og bjuggust við að deyja þarna. Stefán Eggertsson hafði lært silfursmíði og leturgröft og tók nú það til bragðs að skera í göngustaf sinn nokkur orð um þessa atburði. Við þetta iðjaði hann allan þann tíma sem þeir voru á eynni. Hann ætlaði sér síð- an að stinga stafnum niður þar sem hann legðist til hinstu hvílu. Guði sé lof! Á annan í jólum var allmikið frost. Skór þeirra voru orðnir mjög slitnir af miklum göngum sem þeir stunduðu til að halda á sér hita. Þurftu þeir nú að draga mjög úr göngunum og sultur var farinn að ásækja þá. Stefán Bjarnason var verr haldinn en nafni hans sem naut hlýju af hundi sínum. Hundurinn var hins vegar ófáanlegur til að hlýja þeim til skiptis þótt húsbóndi hans reyndi að lokka hann til þess. Á þriðja í jólum móktu þeir og var Stefán Bjarnason farið að kala á fótum. Um miðja nótt reis Stef- án upp og sagði: „Guði sé lof! Nú eru menn komnir að bjarga okk- ur.“ Þeir þóttust báðir heyra marra í hjarninu fyrir utan. Þeir fóru út en urðu einskis varir og sneru síðan inn aftur, mjög nið- urdregnir. Húsfreyja grípur sjónauka Á þriðja í jólum var Helga Sig- mundsdóttir, húsmóðir í Innri- Fagradal, að taka til. Sjónauki sem hún átti lá ofan á fötum á fata- kistu. Helga tók til við að þurrka gler á sjónaukanum því að hún taldi móðu hafa komið á þau. Hún vildi síðan reyna sjónauk- ann, fór út á hlað og beindi sjón- aukanum að Fagurey. Hún þóttist sjá mann eða menn á eynni. Hún lét eiginmann sinn þegar vita. Hann hratt þegar fram báti, hafði með sér menn og hugðist sækja mennina sem taldir voru hafast við á eyjunni. Hann tók með sér spenvolga mjólk á brúsa. Stefánarnir tveir urðu afar glaðir þegar þeir sáu til manna- ferða. Voru þeir látnir nærast á mjólkinni í smáskömmtum. Ferðin að landi gekk vel. Stefán Eggertsson gekk óstuddur en nafna hans leiddu menn á milli sín. Eftir nokkra daga voru frænd- urnir komnir heim til Akureyjar. Konur þeirra höfðu talið þá vera í góðu yfirlæti í landi og brá mjög við fréttirnar af svaðilför þeirra. Félagarnir náðu sér á undra- skömmum tíma. Frændur í nauðum Tveir á Fagurey Árið 1842 lentu frændur í miklum hrakningum. Þeir höfðust við dögum sam- an á eyðieyju á Breiða- firði ásamt hundi annars þeirra. Tilviljun varð til þess að þeim var bjargað. Breiðafjörður Á Fagurey höfðust tveir frændur við matarlausir. a Um miðja nótt reis Stefán upp og sagði: „Guði sé lof! Nú eru menn komnir að bjarga okkur.“ 24stundir/Þorkell FRÉTTNÆMT ÚR FORTÍÐINNI lifsstill@24stundir.is a Bækur eru saklausir hlutir en rithöfundar eru ægilegar verur. Þórbergur Þórðarson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.