24 stundir - 08.03.2008, Qupperneq 58
YFIRLÝSINGIN
24stundir/Frikki
Eldar Ástþórsson
framkvæmdarstjóri
Kraums tónlistarsjóðs
og Iceland Airwaves
fæddur 29.05.1977
Sæl Sigrún Ása.
Við erum hér með eina 13 ára
sem hefur lést ískyggilega mikið
að okkur finnst síðustu mán-
uði. Hún er ca. 160 á hæð, því
miður vitum við ekki hvað hún
er þung þar sem hún fer undan
í flæmingi í hvert skipti sem við
göngum á hana. En hún lítur
alls ekki vel út. Hún var bara
venjuleg stelpa, alls ekki þykk,
en núna finnst okkur beinin
stingast alls staðar út. Þegar við
spyrjum hana út í hvort hún sé
að grenna sig, þá neitar hún því,
segist bara hafa mikið að gera
og gleymi stundum að borða.
Okkur finnst einnig eins og hún
sé að forðast okkur, er oft hjá
vinkonum sínum og segist þá
hafa borðað þar. Við vitum satt
að segja ekki hvað við eigum til
bragðs að taka. Hvað getum við
gert til þess að komast betur að
því hvort hér sé eitthvað alvar-
legt í gangi? Og ef svo er, hvernig
tökum við þá á því?
Vonandi getur þú ráðlagt
okkur eitthvað. Með fyrirfram
þökk.
Kveðja, foreldrar.
Kæru foreldrar.
Ég vil byrja á því að hrósa ykkur
fyrir að vera svona vel vakandi yfir
unglingnum ykkar og leita ykkur
upplýsinga svona fljótt. Það getur
skipt sköpum að grípa inn í eins
fljótt og hægt er, sé um einhvers
konar átröskun að ræða.
Lystarstol og lotugræðgi eru
mjög alvarlegar raskanir sem oft
er mjög erfitt að meðhöndla. Það
er því lykilatriði að einstaklingur
með átröskun komist undir
hendur sérfræðinga sem fyrst.
Því fyrr sem einstaklingur fær
meðhöndlun, því meiri líkur eru
á fullum bata.
Ég skil áhyggjur ykkar vel
og það er full ástæða til að fylgj-
ast vel með þessari breytingu á
dóttur ykkar og reyna að kom-
ast til botns í því hvort hér sé
eitthvað alvarlegt á ferðinni. Það
mynstur sem þið lýsið hér, þ.e.a.s
að léttast mikið á skömmum
tíma og forðast að borða með
fjölskyldunni, getur vissulega átt
við einstakling sem er að þróa
með sér átröskun, en það þarf þó
ekki endilega að vera svo og er
því mikilvægt að huga að öðrum
þáttum. Á kynþroskaaldrinum
breytist lögun líkamans mikið
hjá ungum stúlkum og margar
þeirra bæði lengjast og grennast
töluvert án þess að eitthvað sé at-
hugavert við það. Á þessum aldri
verður unglingurinn einnig oft
mjög virkur í félagslífinu og má af
engu missa og gæti það því skýrt
það að hún vilji hanga mikið með
vinkonum sínum. Hins vegar er
mjög mikilvægt að hafa góða yf-
irsýn yfir helstu athafnir barna
sinna og passa upp á að sleppa
þeim ekki frjálsum þó að þau
séu komin á unglingsaldur. Á
þeim aldri er einmitt mikilvægt
að halda mjög vel utan um þau,
fylgjast með hvað þau eru að gera,
þekkja vini þeirra og hafa reglur í
kringum útivistartíma og annað.
Hvað varðar dóttur ykkar, þá tel
ég mikilvægt að þið setjist niður
með henni og ræðið við hana op-
inskátt um áhyggjur ykkar. Látið
hana vita að þið hafið áhyggjur af
henni og hún geti leitað til ykkar
ef hún hefur þörf á því. Þó svo
að hún opni sig ekki á þeim tíma
er mikilvægt að hún fái að heyra
það að þið séuð til staðar fyrir
hana hvenær sem er.
Annað sem er mikilvægt er að
setja henni reglur varðandi mat-
málstíma. Hún er bara 13 ára og
13 ára barn ætti að borða kvöld-
mat í faðmi fjölskyldunnar nema
eitthvað alveg sérstakt komi til.
Reyni hún að komast hjá því, eða
borði hún lítið og jafnvel það hita-
einingasnauðasta sem er á borð-
stólum, þá er vissulega ástæða
til að hafa áhyggjur af því. Ég
hvet ykkur til að fylgjast vel með
henni þegar hún er heima, taka
eftir því hvers konar fæðu hún
setur ofan í sig og hversu mikið
magn. Einnig er gott að fylgjast
með henni eftir matmálstíma, til
dæmis vera vakandi fyrir tíðum
klósettferðum eftir matmálstíma
með það í huga hvort hún mögu-
lega gæti verið að kasta matnum
upp.
Einnig er mikilvægt að vera
meðvitaður um hvort hún hreyfir
sig óhóflega mikið. Ég hvet ykkur
einnig til að ræða þetta við kenn-
arann hennar, því mikilvægt er
að fá upplýsingar um hvort hún
eigi erfitt með að einbeita sér í
skólanum, sé að dragast aftur
úr í náminu og þ.h. Ég ráðlegg
ykkur að hafa góða yfirsýn yfir
hana næstu 2 vikurnar eða svo
og meta svo framhaldið út frá því
Ef ykkur finnst ástand hennar
versna, eða þá að ykkur finnst
hegðun hennar óeðlileg á ein-
hvern hátt, þá hvet ég ykkur til
að leita til sérfræðings hið fyrsta
Eins og ég sagði í upphafi þá er
lykilatriði að einstaklingur sem
er að þróa með sér átröskun kom-
ist undir hendur sérfræðinga sem
fyrst.
Gangi ykkur sem allra best
Kveðja, Sigrún Ása sálfræðingur
– Ráðgjafi hjá femin.is
www.salarlif.is
Sæl Guðrún.
Ég er nýbúin að gera mér
grein fyrir því að ég er með-
virk. Ég hef alltaf vitað af með-
virkni í fjölskyldunni minni,
en ég hef aldrei séð það í sjálfri
mér fyrr en nú. Ég keypti Code-
pendent No More um daginn
og því meira sem ég les, því
meira sé ég að ég þarf virki-
lega að vinna í mínum málum.
Ég bý ekki á Íslandi og það eru
engir CODA-fundir nálægt mér.
Það er 12 spora kerfi í bókinni
sem ég keypti en er hægt að fara
í gegnum það án þess að fá utan-
aðkomandi hjálp? Hvað get ég
gert ein til að vinna í mér? Get
og vil ekki vera svona lengur.
Sæl og blessuð.
Takk fyrir bréfið. Ég vil byrja á
að óska þér til hamingju með að
vera búin að finna út að þú vilt
bæta þig sem manneskju.
Nú veit ég ekki hvar þú býrð
en ég gæti trúað að t.d. Al-Anon-
fundir séu einhvers staðar á svæð-
inu, þar sem það eru mjög út-
breidd samtök. Skv. heimasíðu Al
Anon-samtakanna hér á Íslandi
eru Al-Anon-samtökin starfandi
í 115 löndum með 28.000 deildum
Tékkaðu á þessu, því að í Al-Anon
er alveg eins verið að takast á við
meðvirkni, myndi ég segja, eins
og í CODA. Í 12 spora kerfinu
erum við að fást við okkur sjálf.
Að vinna í sér sjálf er alveg
hægt að ákveðnu marki. En ég
er viss um að þér tekst að finna
þótt ekki væri nema eina mann-
eskju sem er á svipuðu andlegu
róli og þú. Það er auðvitað mjög
gott að lesa sem allra mest, að
svara spurningunum í bókinni
er bara góð hugmynd. Mig langar
líka til að benda þér á heimasíðu
Al-Anon-samtakanna á Íslandi
www.al-anon.is og CODA-sam-
takanna á Íslandi, http://this.is/
coda/. Á báðum þessum síðum er
fullt af góðu lesefni.
Gangi þér vel
Guðrún Brynjólfsdóttir
– Ráðgjafi hjá femin.is
Meðvirkni – vantar hjálp
Er dóttir okkar með átröskun?
LIGGUR Á HJARTA
Sendið fyrirspurnir á netfangið: femin@femin.is – Merkt: Fyrirspurn til ráðgjafa vegna 24 stunda
58 LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 24stundir
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson