24 stundir - 08.03.2008, Page 60
60 LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 24stundir
ÍÞRÓTTIR
ithrottir@24stundir.is a
Fyrst og fremst er áherslan þó á öryggisþátt-
inn en meiðsl og slys á vélsleðum voru afar al-
geng áður fyrr í keppnum sem og leik. Þetta er að
skila sér enda slysum snarfækkað undanfarin ár.
Íþróttablaðið Marca í Ma-drid telur sig hafa nægarheimildir
til að birta frétt
þess efnis að
stjórnarmenn
Real Madrid
íhugi nú að
skipta út Bernd
Schuster þjálf-
ara strax í lok tímabils fyrir
hinn litríka Portúgala Jose Mo-
urinho. Stjórnarformaðurinn
Ramón Calderon segir þetta
rangt en sagan er til vitnis um
að forráðamenn liðsins grípa
gjarnan til örþrifaráða löngu
áður en þeirra er þörf og þjálf-
arar hafa fokið
þar á bæ fyrir
þær sakir einar
að tryggja lið-
inu spænska
titilinn. Schus-
ter þykir hins
vegar ekki alveg
hafa náð að koma félaginu í
þann sambatakt sem aðdáendur
vilja og vænta. Ólíklegt verður
að telja að Mourinho geri það
betur.
Börsungar eru byrjaðir aðstyrkja sig fyrir næstuleiktíð
og hafa náð
samkomulagi
við danska
miðjumanninn
Christian
Poulsen hjá Se-
villa. Poulsen
þykir einn af þeim betri á miðj-
unni í Evrópu og hefur staðið
sig stórkostlega með Sevilla
undanfarin ár.
Þrjú ár í viðbót. AlexFerguson, stjóri United,sem
reglulega hefur
ætlað að hætta
allan áratuginn,
hefur gefið enn
eina yfirlýsingu
um áframhald-
andi störf í
þágu liðsins. 2011 er nefnt en þá
kemst karl loks á sjötugsald-
urinn og ellilífeyririnn er ekki af
skornum skammti.
Enn er ekki ljóst hversulengi Eduardo verður fráleik vegna fótbrots í leik
gegn Birm-
ingham um
daginn. Bjart-
sýnustu menn
tala um sex
mánuði. Enn
hefur gerand-
inn, Martin
Taylor, ekki séð stæðu til að
heimsækja kappann á spítala.
Hinn umdeildi Sepp Blatter, for-
seti Alþjóða knattspyrnusam-
bandsins, hefur enn á ný komist í
sviðsljósið með hugmyndir sínar.
Vill hann nú kanna hvort ekki sé
rétt að dæma leikmenn er viljandi
brjóta mjög alvarlega af sér í leik
verði dæmdir í lífstíðarbann frá
knattspyrnu.
Hugmyndin sem slík er kannski
ekki alveg ný af nálinni en lífstíð-
arbann er nýjung. Víst er að tækl-
ingar og samstuð mörg í boltanum
eru af ásetningi og fyrir kemur að
alvarleg slys hljótast af. Síðasta
dæmið er fótbrot Eduardo hjá Ars-
enal sem mun halda kappanum frá
fótbolta í fleiri mánuði og jafnvel
heilt ár.
En sú hugmynd að setja menn í
lífstíðarbann er ekki vinsæl og vart
verða þeir menn vinmargir er það
ákveða hverju sinni. Þá verður lík-
lega eilíflega rifist um hvern dóm
fyrir sig og eins og menn þekkja
sýnist sitt hverjum. Afar fín lína er
á milli þess að tækla einhvern illa
og tækla einhvern frábærlega og
jafnvel þótt sjónvarpsvélar séu fjöl-
margar til aðstoðar í stærstu leikj-
um á það ekki við um neðri deildir
þar sem þær eru yfirleitt ekki til
staðar. Þá liggur ábyrgðin á lífsvið-
urværi leikmanna um alla tíð á
herðum eins dómara sem kannski
og kannski ekki er vel staddur til að
dæma stöku atvik.
Viðbrögð þjálfara og leikmanna
í Englandi og á Spáni við tíðindum
Blatters voru að mestu leyti nei-
kvæð en karlinn hefur gríðarleg
áhrif og fær sínu jafnan framgengt.
Forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins kemur enn fram með umdeildar tillögur
Lífstíðarbann fyrir alvarlegar tæklingar?
Eftir Albert Örn Eyþórsson
albert@24stundir.is
Heila læknisfræðibók þyrfti til
væri ætlunin að skrásetja þau
meiðsli sem Alexander Kárason,
Lexi, hefur orðið fyrir í snjósleða-
akstri síðustu tíu árin. Sá fórnar-
kostnaður hafði þó í för með sér að
hann var lengi fremsti vélsleða-
maður landsins og sá eini sem
keppt hefur oftar en einu sinni á
stórmótum erlendis. Í dag er öldin
önnur og hann hættur að keppa en
gerir nánast allt annað; skipulegg-
ur keppnir og félagsstarf, heldur
úti vinsælum snjósleðaskóla sem
og vinsælustu heimasíðu vélsleða-
manna á landinu.
Snör fjölgun vélsleðamanna
Það hefur vart farið framhjá
nokkrum manni að mikil fjölgun hef-
ur orðið hjá vélsleðafólki í vetur. Þús-
undir Íslendinga eiga nú vélsleða og
umgjörðin um íþróttina er orðin allt
öðruvísi og betri en áður var. „Það er
ánægjulegt en var viðbúið um leið og
loks kom nægur snjór. Það er það erf-
iðasta við sportið, sérstaklega suðvest-
anlands, að snjórinn hefur verið af
skornum skammti en hér eru lang-
flestir íbúar og vissulega hefur algjör
sprenging orðið í vetur.“
Aðstöðuleysi
Vélsleða er eðlilega vel hægt að
nota með góðu móti um land allt
sé nægur snjór en vélsleðamenn
hafa ekki fengið úthlutað svæði til
kennslu og æfinga eins og margir
aðrir hafa fengið og það svíður.
„Það er vandamál eins og staðan er
hér suðvestanlands. Okkur er ekki
heimilt að vera á sleðum á skíða-
svæðunum og sleðamenn farið í
Jósepsdalinn til æfinga en hann er
ekki hentugur. Mér þykir sýnt að
við þurfum fasta aðstöðu til
kennslu og æfinga sem er undir-
staða þess að fólk læri almennilega
á sleðana og þannig má koma í veg
fyrir slys og meiðsl enda auðvelt að
lenda í slíku fyrir óvana.“
Sleðaskóli
Slys og óhöpp voru nokkuð al-
geng í íþróttinni hér fyrir nokkr-
um árum og það var af því tilefni
sem Alexander setti á stofn sleða-
skóla ásamt félaga sínum. „Það
verkefni hefur tekist vonum fram-
ar. Fyrst sóttu um tíu manns nám-
skeiðið en nú eru 40 manns að lág-
marki. Slíkt er einmitt fyrsta
skrefið til að kynnast öðru fólki í
bransanum og margir sem klára
skólann hafa í kjölfarið tekið þátt í
keppnum. Fyrst og fremst er
áherslan þó á öryggið og þetta er
að skila sér enda hefur slysum á
sleðum snarfækkað undanfarin
ár.“
Keppnisskap
Þótt Lexi keppi ekki sjálfur leng-
ur er hann þungvigtarmaður í
skipulagningu keppna og fé-
lagsstarfs í íþróttinni. Hann vann
Íslandsmeistaratitilinn í nokkur
skipti og reyndi nokkrum sinnum
fyrir sér á sterkum mótum erlend-
is. „Ég tók það upp hjá sjálfum
mér að fara í keppnir. Ég keppti í
Evrópu í svokölluðum pro-flokki
eins og hér heima en komst fljót-
lega að því að þar er himinn og haf
á milli. Ég reyndi tvívegis fyrir mér
á X-leikunum í Aspen í Bandaríkj-
unum en það er stærsta jaðar-
keppni heims og áhorf á hana svip-
að og á Ólympíuleika að mér skilst.
Mér gekk nú ekkert sérstaklega vel
en þetta var mikil upplifun.“
Mývatn um helgina
Lexi verður áhorfandi nú um
helgina þegar keppni fer fram á
Mývatni. Það dugar honum ekki
og því sér hann um að keppnin sú
sé tekin upp á myndband og ætl-
unin er að útbúa nokkra þætti og
koma í sjónvarp. „Það hefur geng-
ið illa að fá allt mótorsport í sjón-
varp og skiptir engu þótt við gef-
um efnið. Við ætlum að gera eina
tólf þætti nú og fá þá sýnda á Skjá
einum enda nauðsynlegt fyrir
þessa íþrótt að fá athygli. Fram-
undan er svo keppni á Húsavík og
svo lokakeppni vetrarins á Egils-
stöðum um miðjan apríl og þá
verður öllu til tjaldað.“
Frekari upplýsingar um mótin
og annað má finna á heimsíðunni
lexi.is.
Lurkum laminn en
áfram heldur hann þó
Alexander Kárason hefur öðrum fremur komið vélsleðaíþróttinni á kortið hérlendis
Hann var Íslandsmeistari um tíma, keppti erlendis og rekur vinsælan snjósleðaskóla
Vélsleðaskólinn Fer árlega fram í Ólafsfirði og verður vinsælli með hverju ári.
SKEYTIN INN
Starfsmenntanám
· Blómaskreytingar
· Búfræði
· Garðyrkjuframleiðsla
· Skógur og umhverfi
· Skrúðgarðyrkjubraut
www.lbhi.is
Háskóli
lífs og lands
Umsóknarfrestur um skólavist
er til 4. júní