24 stundir - 08.03.2008, Page 64
64 LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 24stundir
Starfsmenntanám
· Blómaskreytingar
· Búfræði
· Garðyrkjuframleiðsla
· Skógur og umhverfi
· Skrúðgarðyrkjubraut
www.lbhi.is
Háskóli
lífs og lands
Umsóknarfrestur um skólavist
er til 4. júní
Misty, Laugavegi 178,
Sími 551 3366
Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf
www.misty.is
Létt fylltur og flottur í BC skálum á
kr. 2.350,- buxur í stíl á kr. 1.250,-
Íþróttahaldarinn sívinsæli í BCD
skálum á kr. 2.350,-
teygjubuxur í stíl á kr. 1.450,-
Flottur stuðningur í CDE skálum á
kr. 2.350,- buxur í stíl á kr. 1.250,-
Hinn væntanlegi
stórleikur Spore, frá
Will Wright sem
gerði meðal annars
Sims-leikina, mun
verða fáanlegur á
iPhone í september.
Þetta tilkynnti æðsti prestur
Apple-sértrúarsafnaðarins, Steve
Jobs, við hátíðlegt tilefni á
fimmtudaginn. Spore er einungis
einn af mörgum leikjum sem
væntanlegir eru fyrir iPhone en
hann mun verða fyrsti leikurinn
fyrir iPhone sem er ekki gerður af
Apple. vij
Spore mætir á
iPhone í haust
Danger Mouse
stýrir upptökum á
næstu Beck-plötu,
en hann er eft-
irsóttur upp-
tökustjóri ásamt
því að vera helm-
ingur hinnar snjöllu sveitar
Gnarls Barkley. Nýr diskur Becks
er sagður vera á fyrstu stigum
upptöku en Beck sendi síðast frá
sér geisladiskinn The Inform-
ation árið 2006. re
Stýrir upptökum
fyrir Beck
Leikarinn Ashton Kutcher hefur
nú aftur tekið upp fyrri iðju við að
hrekkja fólk en þáttaröð hans Punḱd
vakti mikla athygli á sínum tíma. Nú
hefur Ashton hins vegar ákveðið að
snúa blaðinu við í nýrri þáttaröð
sinni, Pop Fiction, en þar fær hann
stjörnurnar í lið með sér til að
hrekkja fjölmiðla og papparassa.
Nú þegar hafa fjölmiðlar fallið
fyrir einum hrekk Kutchers og fé-
laga en það var fyrr í vikunni þegar
Paris Hilton sást í för með hinum
skrautlega Yogi Baba en sá síð-
arnefndi átti að vera að vísa Paris
réttu leiðina í lífinu.
Framleiðandi Pop Fiction, Jason
Goldberg, sagði í nýlegu viðtali í
Bandaríkjunum að þátturinn ætti
að vekja athygli á því hvað ástand-
ið í skemmtanaheiminum er í raun
og veru orðið sjúkt. „Við erum að
tala þeirra tungumál. Við búum í
heimi sem er knúinn áfram af fjöl-
miðlum og þráhyggju gagnvart
fræga fólkinu. Þetta er komið á það
stig að fólk á sér ekkert einkalíf
lengur.“ vij
Kutcher kátur Spenntur fyrir því
að hrekkja slúðurblöðin.
ÞEKKIR ÞÚ BARNASTJÖRNURNAR? SVÖR VIÐ SPURNINGUM Á BLS. 62.
Taran Noah Smith
Hann lék Mark Taylor í
þáttunum Handlaginn
heimilisfaðir.
Melissa Gilbert
Hún lék Lauru Ingalls í
þáttunum Húsið á sléttunni.
Jeremy Jackson
Hann lék Hobie Buchannon
í þáttunum Strandverðir.
Madeline Zima
Hún lék Grace Sheffield í
þáttunum Barnfóstran.
Erik Per Sullivan
Hann lék Dewey í þáttunum
Malcolm í miðið.
1 2 3 4 5
24LÍFIÐ
24@24stundir.is a
Ég er ekki mikið fyrir endalausa liti eins og
margir í dag. Ef ég á að segja alveg eins og er
þá er ég orðinn þreyttur á þessu lita-reif-brjálæði.
Eftir Halldóru Þorsteinsdóttur
Halldora@24stundir.is
„Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa mínum fatastíl
í fáeinum orðum. Undanfarið hef ég haft tilhneigingu
til að vera geðveikt fínn, en stundum nenni ég því alls
ekki og fer bara einhvern veginn út. Annars er stíllinn
minn frekar fábreyttur og ég er mest fyrir grátónað,
bláan og svona frekar látlausa pallíettu,“ segir Sigurður
Oddsson, hönnunarnemi og bassaleikari rokksveitar-
innar Mínus, aðspurður um eigin fatasmekk og áhersl-
ur þegar að tísku kemur. Hann kveðst hafa látlausan
stíl og kann illa við fjölskrúðuga litadýrð.
„Ég er ekki mikið fyrir endalausa liti eins og svo
margir í dag. Ef ég á að segja alveg eins og er þá er ég
orðinn þreyttur á þessu lita-reif-brjál-
æði. Hún höfðar einhvern veginn ekki
til mín þessi ríkjandi menntaskólatíska eins og sumir
virðast keppast við að klæðast eins mörgum litum og
þeir mögulega geta. Það á allavega ekki við mig per-
sónulega.“
Eyðir litlu í föt
Enda þótt Siggi vilji eins og flestir líta ágætlega út
kveðst hann ekki eyða miklum tíma fyrir framan speg-
ilinn á morgnana.
„Í rauninni fer ég bara í sturtu og út. Hárið mitt er
bara eins og það er og ég hendi mér í einhver föt. Ég
myndi ekki segja að ég hugsaði mikið um útlitið. En
svo náttúrlega vill maður gera eitthvað við sérstök
tilefni, auk þess sem maður hefur gaman af því að líta
vel út,“ segir Siggi og bætir því við að hann reyni að
sniðganga innkaupaferðirnar að mestu.
„Ég versla ekki neitt rosalega mikið og reyni að
eyða ekki of miklu í föt. Annars kíkir maður alltaf
reglulega og reynir að skoða eitthvað ef maður fer til
útlanda. Annars versla ég mest í Kron Kron hérna
heima,“ segir Siggi að lokum.
Siggi Odds dressar sig upp
Með fábreyttan og
látlausan fatasmekk
Sigurður Oddsson, bassaleikari rokk-
hljómsveitarinnar Mínus, hefur fábreytt-
an og látlausan fatastíl. Hann eyðir ekki
stórum fúlgum í tískuvöruverslanir en
finnst ekki leiðinlegt að klæðast sínu fín-
asta pússi endrum og eins.
Í MYND
Ég er í Licentious-jakka úr Nonnabúð. Mér finnst
hann stórkostlegur en eini gallinn er að það eru
engir vasar á honum. Hins vegar var
Jón Sæmundur að búa til nýja jakka
í nýju línunni sinni sem er eiginlega alveg eins og
þessi en með fullt af vösum – alveg fullkominn
listamannajakki. Og helmingi ódýrari en þessi líka.
JAKKI
Peysan er úr versluninni Kron Kron. Ég hef notað
hana mikið upp á síðkastið og hef frekar gaman af
peysum – card-
igans og öðru
svipuðu. Svo á ég það til að nota peysurnar yfir
skyrtu og bindi, allur gangur þar á. Svo fer maður
nú að minnka peysunotkun á næstu mánuðum
þegar vora tekur. Ég allavega vona það.
PEYSA OG SKYRTA
Ég er með Number (n)ine-grifflur, eða svona róna-
hanska eins og þetta kallast. Svo er það trefill eftir
Sruli Recht, ástralskanfata-
hönnuð sem hefur búið
á Íslandi í nokkur ár. Hann selur klúta og fleira
skemmtilegt í Liborius. Hann gaf mér þennan tref-
il. Svo fær keðjan að vera þarna með.
AUKAHLUTIR
Þessi stígvél fékk ég í Elvis. Ég er rosa ánægður
með þau, enda eru þau fín í ógeðsveðrinu sem er
núna alltaf og fínt að vera ekki blautur
í fæturna. Svona yfirhöfuð er ég mikill
skóböðull og á það til að ganga skó út mjög fljótt.
Mér tekst stundum ótrúlega fljótt að eyðileggja
skóna mína.
SKÓR
Þetta eru April 77-buxur sem ég fékk að mig
minnir í Liborius fyrir ekki svo löngu. Ég nota
þær frekar mikið og er reyndar
rosalega hrifinn af April 77-bux-
unum yfirhöfuð. Ég var einmitt að kaupa mér
nýjar í gær. Annars er ég voða mikið í svona sniði
– finnst fínt að vera í frekar þröngum buxum.
BUXUR
Kutcher pönkar pressuna