24 stundir - 08.03.2008, Síða 66
66 LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 24stundir
Í kvöld er óvenjulegt skemmti-
kvöld í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð
en þar er myndinni „The Big Le-
bowski“ fagnað. „Ég og vinur
minn, Ólafur Jakobsson, erum
miklir aðdáendur,“ segir Svavar
Jakobsson. „Hugmyndin kemur
frá Bandaríkjunum, en þar hafa
svona hátíðir verið haldnar síð-
astliðin 7 eða 8 ár.“
Svavar fór að stunda keilu eftir að
hann sá myndina sem hann hefur
séð 30-50 sinnum. „Við héldum
svipað partí í fyrra, en bara fyrir
vinina, nú verður opið fyrir alla.“
Kvöldið hefst klukkan 20.00 og
farið er í keilu klukkan 21.00. Því
næst verða úrslit í búninga-
keppninni kynnt, en vonast er til
að sem flestir mæti sem karakter-
ar úr myndinni. Að lokum er svo
kvikmyndin The Big Lebowski
sýnd. Verð aðgöngumiða er 2990
og innifalið er keiluleikur, sér-
merktur bolur, myndasýningin
og einn White Russian. re
Lebowski heiðraður
Eftir Trausta Salvar Kristjánsson
traustis@24stundir.is
Hópur svokallaðra moggablogg-
ara, með Ásthildi Cesil Þórð-
ardóttur og Jakob Fal Kristinsson í
fararbroddi, hefur uppi háleitar
hugmyndir um að gera Vestfirði að
fríríki og jafnvel lýsa yfir sjálfstæði
fjórðungsins frá Íslandi. Hér gætu
einhverjir haldið að
um grín væri að
ræða, en svo er
víst ekki.
„Ég hafna aldr-
ei góðum hug-
myndum. Og þessi
hugmynd kann vel
að vera raun-
hæf. Þarna
skapast tækifæri fyrir Vestfirði til
að marka sérstöðu í ferða-
mannaþjónustu til dæmis, nokkuð
sem ekki hefur tekist enn.“
Meðal hugmynda hópsins er að
laða að erlend umhverfisvæn fyr-
irtæki, hanna nýjan fána, semja
nýjan texta við Ísland er land þitt,
sem yrði nýr þjóðsöngur, og síðast
en ekki síst gera Reyni Pétur Ingv-
arsson að sendiherra Vestfjarða á
Íslandi og afmælisdag hans að
þjóðhátíðardegi.
Fylgjandi málinu
„Þetta er nú sniðugt hjá þeim
sko. Ekki var haft samband við mig
samt. Ég veit nú ekki hvort ég
myndi nenna að vera sendiherra
heldur. Við svoleiðis innivinnu
safnar maður bara ístru við að sitja
á rassinum!“ sagði Reynir Pétur,
sem var á fullu í garðræktinni á
Sólheimum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir vill
fullt sjálfstæði frá Íslandi. „Ég er
orðin dauðþreytt á að kvótinn og
allt annað sé rifið frá okkur Vest-
firðingum. Við erum betur sett
sem sjálfstætt ríki, þar sem við get-
um ráðstafað okkar eigin auðlind-
um. Þetta var gert í Kosovo og við
getum vel gert það hér einnig,“
segir Ásthildur og verður spenn-
andi að fylgjast með framvindu
mála.
Skilnaður á þjóð og landi Bloggarar
bjarga Vestfjörðum (BBV) vilja sjálf-
stæði Vestfjarða frá Íslandi.
Hópur moggabloggara með háleitar hugmyndir
Fríríkið Vestfirðir
Hópur moggabloggara
vill gera Vestfirði að frí-
ríki og jafnvel lýsa yfir
sjálfstæði Vestfjarða frá
Íslandi. Vilja þau jafn-
framt nýjan fána, þjóð-
söng og þjóðhátíðardag.
Sendiherrann? Reynir
Pétur segist ekki vilja
verða skrifstofublók.
bandi, en lokatónleika hjá lélegu
bandi.“
Tónleikarnir hefjast á nokkurra
mínútna jarðarfarartónlist en um
leið og því er lokið tekur fjörið
við og varir fram eftir nóttu.
„Þetta verður óvissupartí.
Við ætlum að gera eitthvað
rosalegt, og erum komnir
með atriði sem er sögulegt.
Við höfum undirbúið þetta
mjög vel.“
Tónleikarnir hefjast kl.
22.30 og frítt er inn.
heida@24stundir.is
Hljómsveitirnar Últra Mega
Technobandið Stefán, Who
Knew?, Ask the Slave og For a Mi-
nor Reflection hafa brugðið á það
ráð að halda erfidrykkjupartí fyrir
hljómsveitina Jakobínurínu, sem
er að hætta og heldur jarðarfarar-
tónleika í kvöld á Organ. Erfi-
drykkjupartíið verður hinum
megin við götuna á skemmti-
staðnum Amsterdam á sama tíma.
Sigurður Ásgeir Árnason, for-
sprakki Últra Mega Technobands-
ins Stefáns, segist ætla að halda
áfram að skemmta sér og ekki láta
brottför Jakobínurínu úr íslensku
listalífi á sig fá. „Yfirskrift tón-
leikanna er eiginlega Partí, partí –
Erfidrykkja Jakobínurínu. Hug-
myndin að tónleikunum er
sprottin af almenningsáliti. Það
eru fáir að fara að mæta á jarð-
arförina, því að það er alltaf meiri
eftirvænting eftir erfidrykkj-
unni en jarðarförinni.“
Þegar Sigurður er spurð-
ur hvort ekki hefði
verið skynsamlegra
að hafa erfidrykkj-
una á eftir jarðarför-
inni, svarar Sigurður að
svo sé alls ekki. „Fólk hef-
ur alveg vit á að mæta á
okkur. Við finnum ekki
fyrir neinni samkeppni
gagnvart Jakobínurínu.
Fólk á frekar að
mæta á tónleika
hjá góðu upp-
rennandi
Fjórar hljómsveitir halda erfidrykkjupartí Jakobínurínu
Ultra Mega Teknóbandið Stefán Syrgja ekki Jakobínurínu.
„Óþarfi að samhryggjast lélegri hljómsveit“
Sigurður Lofar sögulegu
atriði á Amsterdam í kvöld.
Ein vinsælasta hljómsveit
landsins, ef ekki sú vinsælasta,
Sálin hans Jóns míns, fagnar tví-
tugsafmæli sínu um þessar
mundir. Af því tilefni hefur sveit-
in gefið út tvær veglegar öskjur,
Vatnaskil, með öllum plötum
sveitarinnar og einni betur, Arg.
Arg er safn laga sem nefnast
„munaðarleysingjar“, lög sem að-
eins hafa ratað á ýmsar safn-
plötur í gegnum tíðina, en ekki
átt samastað á breiðskífum Sálar-
innar. Í tilefni afmælisins kemur
sveitin saman þann 14. mars í
Laugardalshöll og blæs til stór-
tónleika, þar sem blásarar,
strengjasveit, Gospelkór Reykja-
víkur og ýmsir leynigestir stíga á
stokk, ásamt auglýstum trúði,
sem hlýtur að teljast óvenjulegt.
„Það er nú meira gert til gamans.
Aldrei að vita nema einn slíkur
dúkki upp. Annars erum við nú
með einn trúð í bandinu, Jens
Hansson. Kannski við látum
hann nægja, “ sagði Stefán Hilm-
arsson, söngvari sveitarinnar.
Vatnaskil hjá Sálinni hans Jóns míns
24LÍFIÐ
24@24stundir.is a
Fólk hefur alveg vit á að mæta á
okkur. Við finnum ekki fyrir neinni
samkeppni gagnvart Jakobínurínu.
Chevrolet Captiva er glæsilegur sportjeppi sem tekið er
eftir. Bíllinn er hannaður til að mæta kröfum evrópskra
ökumanna og er útkoman áberandi glæsilegur bíll. Kraftmikil túrbó dísilvél og
5 þrepa sjálfskipting, og þú getur valið um 5 eða 7 manna bíl.
Komdu við hjá okkur, við erum á Tangarhöfðanum - Alltaf heitt á könnunni.
CAPTIVA
7 manna sjálfskiptur dísil sportjeppi...