24 stundir - 08.03.2008, Side 70
70 LAUGARDAGUR 8. MARS 2008 24stundir
„Það er búið að gefa út á mig
veiðileyfi í Jökuldal. Er víst sið-
laus, illviljaður og tala úr mór-
ölsku hásæti – jú og ég var víst
líka kallaður fífl. Skrif mín í stað-
arblaðið um skemmtiatriði á
þorrablóti sveitarinnar virðast
hafa valdið uppnámi á nokkrum
bæjum í Jökuldalnum.“
Einar Ben Þorsteinsson
einar.eyjan.is
„Úr minningargreinum.
‘Hann giftist eftirlifandi eig-
inkonu sinni og átu þau tvö
börn.’ ‘Hún hafði það sterka
skapgerð að rigningarsuddi setti
hana ekki úr jafnvægi.’ ‘Hann var
sannur Íslendingur og dó á 17.
júní.’ ‘Þrátt fyrir góða greind
gekk hún aldrei í kvenfélag.’“
Marta Gunnarsdóttir
blogg.visir.is/skandala
„Enn og aftur klikkar dómarinn í
Gettu betur! Þetta er bara einn
mesti skandaladómari sem gefið
hefur sig í það að dæma í Gettu
betur. Það hefur verið eitthvað að
í öllum þáttunum. Þetta er bara
skandall og ætti raunar að halda
keppnina aftur, með þá öðrum
dómara.“
Guðmundur Óli
visir.is/gudmunduroli
BLOGGARINN
Eftir Atla Fannar Bjarkason
atli@24stundir.is
„Gaukurinn er að detta inn í 25.
starfsárið sitt. Ég kveð nafnið með
tárum,“ segir athafnamaðurinn
Kristján Jónsson, betur þekktur
sem Kiddi Bigfoot.
Gaukur á Stöng, einn sögufræg-
asti tónleikastaður Íslandssög-
unnar, verður tekinn í gegn á næst-
unni. Nafni staðarins verður breytt
og áhersla verður lögð á plötu-
snúða í stað lifandi tónlistarflutn-
ings. „Ég er að fara að breyta
staðnum í næturklúbb,“ segir
Kiddi. Hann tók við Gauki á Stöng
í fyrra og endurnýjaði innréttingar
staðarins. Áður en Kiddi tók við
staðnum ríkti óvissa um framtíð
hans og uppi voru hugmyndir um
að breyta staðnum í minja-
gripaverslun.
Gaukurinn gekk ekki upp
„Maður reyndi þetta í tæpt ár,
en dæmið gengur ekki upp – eins
og margt,“ segir Kiddi. Á næstunni
skýrist hvað nýr og endurbættur
Gaukur á Stöng mun heita, en
endurbætur hefjast í kringum
páska.
Spurður um ástæður þess að
Gaukur á Stöng gangi ekki sem
tónleikastaður segir Kiddi að nóg
sé af stöðum í Reykjavík sem bjóða
upp á tónleikahald. „Hljómsveitir
eru uppteknar í alls konar uppá-
komum úti í bæ og fyrirtæki eru
dugleg að vera með hljómsveitir.
Það er ekki hlaupið að því að vera
með hljómsveit og ballmenningin
er ekki eins fyrirferðarmikil og áð-
ur,“ segir hann. „Böll eru þó til
staðar. Það eru staðir sem gera fína
hluti með þau, eins og til dæmis
Players og Nasa. Ég leyfi þeim að
halda því áfram.“
Þó að Gauknum verði breytt
hverfur sviðið sögufræga ekki.
Margar af mögnuðust hljóm-
sveitum landsins hafa troðið upp á
sviðinu á Gauki á Stöng og munu
væntanlega gera það áfram, til
dæmis á Iceland Airwaves-
hátíðinni, sem mun að öllum lík-
indum afdrep á Gauknum. Þá segir
Kiddi að nýr Gaukur verði ekki
lokaður fyrir ýmsum viðburðum í
miðri viku.
Einn sögufrægasti tónleikastaður landsins umturnast
Gaukur af Stöng
Tónleikastaðurinn Gauk-
ur á Stöng hefur þjónað
Íslendingum í 25 ár og
margar af mögnuðustu
hljómsveitum landsins
hafa troðið þar upp.
Staðurinn gengur í gegn-
um endurbætur á næst-
unni og breytir meðal
annars um nafn.
Breytir til Kiddi Bigfoot
hyggst breyta Gauki á
Stöng í næturklúbb.
24stundir/KGA
Í þá gömlu góðu Gaukur
á Stöng á árið 1990 þegar
Kim Larsen tróð þar upp.
HEYRST HEFUR …
Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi æfir af
kappi fyrir Queen-söngskemmtun sem kórinn setur
upp í vor. Magni Ásgeirsson fer með hlutverk
Freddy Mercury. Hann æfir nú heima hjá sér, en
mætir á æfingar með kórnum eftir páska. Engum
sögum fer af því hvernig Magna gengur að safna yf-
irvaraskeggi, en hann lofaði að safna voldugri
mottu í viðtali við 24 stundir fyrr í vetur. afb
Tónlistarmennirnir og erkisnillingarnir Rúnar Júl-
íusson og Bjartmar Guðlaugsson eru væntanlegir
heim frá Jamaíka þar sem þeir hafa dvalið síðustu
daga. Bjartmar sagði í viðtali við 24 stundir fyrir
nokkrum vikum að hann hygðist fara í hljóðver í
kjölfar ferðalagsins. Vonast hann til að geta nýtt
suðræna sólargeisla í tónlistarsköpun sína og tekið
upp sumarplötu á meðan sjónum kyngir niður. afb
Halli Valli og félagar hans í hljómsveitinni Ælu
hafa brugðið sér út fyrir landsteinana og eru um
þessar mundir að spila í Frakklandi. Þeir komu
fram á tónleikum í Laval í gærkvöldi og í kvöld
munu þeir spila í höfuðborginni París. Einnig
komu þeir fram órafmagnað á frönsku sjónvarps-
stöðinni Domino TV en það er hægt að sjá á mys-
pace-síðu þeirra pilta, myspace.com/aelaspace. re
Hinn sívinsæli sjónvarpsþáttur
Stöðvar 2, Logi í beinni, þar sem
Logi Bergmann Eiðsson tekur á
móti góðum gestum, er þó ekki
alltaf í beinni útsendingu eins og
nafnið gefur til kynna. Hafa síð-
ustu þættir verið teknir upp fyrr í
vikunni og síðan sendir út á föstu-
dögum. Að sögn Loga er gild
ástæða fyrir þessum „vörusvik-
um“, ef þannig má að orði komast.
Band Bubba fær forgang
„Síðustu tveir þættir hafa verið
teknir upp áður þar sem Bandið
hans Bubba hefur verið með upp-
tökuverið í notkun,“ segir Logi.
„En í þeim þáttum sem teknir voru
upp, sleppti ég minni hefðbundnu
kynningu, þar sem ég býð áhorf-
endur velkomna í beina útsend-
ingu. Þannig var það með Ladda-
þáttinn í gær, sem var tekinn upp í
Borgarleikhúsinu, enda ekki hægt
að vera með beina útsendingu það-
an meðan verið er að sýna.“
Pálmi Guðmundsson, sjón-
varpsstjóri Stöðvar 2, tekur undir
með Loga. „Logi í beinni hefur
alltaf verið í beinni útsendingu ut-
an tveggja síðustu þátta, þar sem
Bandið hans Bubba notast við
sama upptökuver og Logi. Því hef-
ur þurft að taka upp þáttinn,“ segir
Skarphéðinn og bætir við: „Það
eru nú til fordæmi fyrir þessu. Sat-
urday Night Live er til dæmis ekki
alltaf í beinni útsendingu og ekki
heldur Jay Leno, þótt bragurinn sé
þannig á þeim þáttum. Þar að auki
hefur Logi ekki notað sína hefð-
bundnu kynningu í óbeinu þátt-
unum, þar sem hann býður alla
velkomna í beina útsendingu.“
traustis@24stundir.is
Ekki er allt sem sýnist í sjónvarpinu
Logi í beinni ekki í
beinni útsendingu
Logið í óbeinni? Þáttur Loga ber ekki
alltaf nafn með rentu.
Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og
lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni
fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má
aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis.
Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar.
Su doku
1 3 9 8 5 6 4 2 7
7 4 5 9 1 2 8 3 6
6 2 8 7 4 3 5 9 1
8 9 7 4 6 5 2 1 3
4 5 3 1 2 9 6 7 8
2 1 6 3 7 8 9 4 5
9 8 2 5 3 1 7 6 4
3 6 4 2 8 7 1 5 9
5 7 1 6 9 4 3 8 2
Af hverju myndi ég taka pípuna þína?
Ertu búinn að leita í eldhúsinu?
24FÓLK
folk@24stundir.is a
Ég vona bara að Ruth
sé runnin reiðin.
Eiríkur, er Ruth runnin reiðin?
Eiríkur Jónsson er ritstjóri Séð & heyrt en í frétt 24 stunda
í gær, undir fyrirsögninni Ruth reið Eiríki, sagði af hugs-
anlegu kærumáli Ruthar á hendur blaðinu fyrir grein sem
átti að hafa valdið söngkonunni tilfinningalegu tjóni.
Á páskum 2008, dagana 20.- 24. mars, verður árleg
dagskrá á Kirkjubæjarklaustri sem nefnist Sigur lífsins.
Fléttað verður saman fræðslu um Skaftáreldanna 1783,
útivist á söguslóðum og helgihaldi páskahátíðarinnar.
Dagskráin er á vegum Kirkjubæjarstofu, í samvinnu við
sóknarprest og sóknarnefnd Prestsbakkasóknar.
Nánari upplýsingar í síma: 487 4645,
á netfangi: kbstofa@simnet.is
á vefsíðu: www.kbkl.is og www.klaustur.is
Sigur lífsins- páskadagskrá
á Kirkjubæjarklaustri