24 stundir - 08.03.2008, Side 72
24stundir
? This Is My Life er líklega eina íslenskaJúrósigurlagið sem fólki virðist fyr-irmunað að muna eða raula eftir tíunduhlustun. Virðist ótrúlega auðgleym-anlegt lag. Og þó: Menn geta ekki gleymtlagi sem þeir hafa aldrei getað munað.Íslendingar vilja sko ekki senda aðraSilvíu í Júróið og ekkert fjandans grín
eins og Ha Ha Ha we say Hí Hí Hí. Þeir
vilja fólk sem er að taka þátt í þessari
grínkeppni af fullri alvöru. Þeir vilja al-
vöru volgt flatt óáfengt öl sem engum
getur svelgst á.
Einsog smáborgara er háttur þá eru
Íslendingar afar viðkvæmir fyrir því
hvaða augum umheimurinn lítur þá og
vilja fyrir engan mun verða sér til
minnkunar á erlendri grund og blóð-
roðnuðu því af blygðun þegar Silvía var
að fíflast bláedrú á Grikklandi. Sjálfir
rúlla þeir flestir sauðdrukknir um bari
erlendis öskrandi og ælandi og eru hvar-
vetna til ama og leiðinda en það finnst
þeim ókey vegna þess að þeir eru ekki í
sjónvarpinu.
Við kjósum ekki lengur það lag sem
okkur sjálfum finnst best heldur það lag
sem við höldum að muni falla öllum út-
lendingum í geð. En sá sem reynir að
gera öllum til hæfis gerir engum til hæf-
is. Við hefðum t.d. aldrei þorað að senda
finnsku skrímslin út. Hvað gætu útlend-
ingar haldið um okkur?
Hvort hefði verið betra að senda
Merzedes Club út í djóki eða Euroband-
ið í fullri alvöru?
Veit það ekki, en alvaran er nú oft
broslegri en grínið.
Er geðslegt að geðjast öllum?
Sverrir Stormsker
veltir fyrir sér ótta þjóðar-
innar við heimsálitið
YFIR STRIKIÐ
Er Eurovision
háalvarleg
keppni?
24 LÍFIÐ
Gaukur á Stöng verður tekinn í
gegn í kringum páska. Gaukurinn
verður að næturklúbbi
og nafninu breytt.
Gaukur á Stöng
breytir um nafn
»70
24 stundir grófu upp fimm leikara
og leikkonur sem slógu í gegn ung
að árum og eru óþekkj-
anleg í dag.
Broslegar barna-
stjörnur úr fortíðinni
»62
Vestfirðingar vilja slíta sig frá Íslandi
og breyta Vestfjarðakjálkanum í frí-
ríki. Þeir vilja eigin þjóð-
söng og reglur.
Sjálfstæðisbarátta
Vestfirðinga hafin
»66
● Í varastjórn
„Mér finnst
spennandi tæki-
færi að fá að taka
þátt í stefnumót-
un stærsta fyr-
irtækis á Íslandi
og að vera með í
að fjölga konum í
stjórnum fyrirtækja,“ segir
Auður Einarsdóttir, sem í gær var
kjörin í varastjórn Kaupþings
ásamt fjórum öðrum konum. „Ég
er viðskiptafræðingur og með
MBA frá Háskólanum í Reykjavík.
Undanfarið hef ég unnið að því að
stofna og stýra öflugu félagi MBA-
kvenna við HR. Svo er ég fram-
kvæmdastjóri heimilisins líka.“
● Víkingar! „Það
er ekkert víkinga-
félag í Reykjavík
sem vildi gera eitt-
hvað í því,“ segir
nútímavíking-
urinn Gunnar
Ólafsson. Gunnar
og aðrir víkingar
stofna víkingafélagið Einherja
formlega í dag og koma saman í
Norræna húsinu klukkan 15.
Stofnfélagar eru 25 og Gunnar býst
við að félagið vaxi og dafni á næstu
árum. „Áhuginn er mjög mikill, ég
er ekki einu sinni byrjaður að aug-
lýsa.“ Einherjar draga nafn sitt af
úrvalsbardagamönnum Óðins. Fé-
lagið æfir bardagalistir víkinga, en
þær eru iðkaðar víða um heim.
● Tískukóngur
„Ég ritstýrði nátt-
urlega tveimur
tískutímaritum en
núna er ég bara í
blaðamannatísk-
unni,“ segir Reyn-
ir Traustason, rit-
stjóri DV.
Starfsfólk Birtíngs, sem gefur með-
al annars út DV, Nýtt líf og Vik-
una, hélt til Svíþjóðar á árshátíð
fyrir helgi. Margir töldu að Reynir
myndi standa uppi sem sigurvegari
í kosningu sem var í gangi á skrif-
stofu útgáfufélagsins í vikunni þar
sem starfsmenn völdu meðal ann-
ars tískukóng fyrirtækisins.
Ritstjórn
Sími: 510 3700
ritstjorn@24stundir.is
Auglýsingar
Sími: 510 3700
auglysingar@24stundir.is
Hvað ætlar þú að
gera í dag?
- kemur þér við