24 stundir


24 stundir - 05.04.2008, Qupperneq 5

24 stundir - 05.04.2008, Qupperneq 5
H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n MARKÁÆTLUN Á SVIÐI VÍSINDA OG TÆKNI 2009 TIL 2015 Í ályktun Vísinda- og tækniráðs frá desember 2007 er bent á svið þar sem Íslendingar hafa burði til að ná sérstökum árangri á alþjóðlegum vettvangi og þar sem starfsemi fyrirtækja, háskóla, rannsóknastofnana, opinberra aðila og einstakra þjóðfélagshópa getur fléttast saman og skilað þjóðinni enn meiri ávinningi. Nú er auglýst eftir hugmyndum að öndvegissetrum eða rannsókna- klösum á þessum sviðum. Markmiðið er að efla vísinda- og tæknirannsóknir, hvetja til árangursríkrar samvinnu milli ólíkra aðila innanlands og í alþjóðlegu samhengi og ýta undir verðmætasköpun og fjárfestingu í rannsóknum og nýsköpun í atvinnulífinu. Rannsóknaklasinn eða öndvegissetrið á að hafa möguleika til að verða framúr- skarandi í alþjóðlegu samhengi. Vísinda- og tækniráð sér sérstök tækifæri í að: l efla rannsóknir á menntun og kennslu til að þróa menntakerfið svo að það standi betur undir sívaxandi kröfum um þekkingu, virkni, sköpunarkraft, frumkvæði og sveigjanleika l gera nýsköpunarstarfsemi að álitlegum fjárfestingarkosti og hvetja innlenda og erlenda fjárfesta iuhfyrirtækjum öflugan stuðning l efla rannsóknir á íslenskum menningararfi, handrita- og bókmenningu, tungu og samtímamenningu samhliða þeirri áherslu sem nú er lögð á útrás og alþjóðlega ímynd landsins l efla rannsóknir sem beinast að árangursríkum forvörnum og heilsueflingu, bættri heilsuvernd, endurhæfingu og nýjungum í heilbrigðisþjónustu, lyfjatækni og þróun matvæla l efla rannsóknir á auðlindum lands og sjávar og hvernig nýta megi náttúrulegar auðlindir betur með sjálfbærum hætti l efla rannsóknir á líklegum og afdrifaríkum breytingum lofts, láðs og lagar með öflugri þátttöku atvinnulífsins og fræðimanna úr fjölmörgum greinum l efla rannsóknir sem snúa að innviðum íslensks samfélags, sérstöðu þess og séreinkennum l efla skapandi greinar þar sem nýsköpun, öflug upplýsingatækni, menningarstarfsemi, afþreying og fjárfestar mætast og ný starfsemi vex fram Íslensku vísinda- og tæknisamfélagi er boðið að leggja fram hugmyndir að öndvegissetrum eða rannsóknaklösum sem taka mið af þeim áherslum sem koma fram í ályktun ráðsins og vinna að þeim tækifærum sem koma fram hér að ofan. Allt að 10 hugmyndir fá 1.000.000 kr. styrk til frekari þróunar og verður höfundum þeirra boðið að senda inn fullbúna umsókn í október 2008. Í boði eru tveir til fjórir styrkir til rannsókna- og nýsköpunarsamstarfs frá og með árinu 2009. Hámarksstyrkfjárhæð er 80 milljónir á ári til allt að sjö ára. Frestur til að skila hugmyndum rennur út þriðjudaginn 13. maí klukkan 16:00. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Rannís (www.rannis.is) og á heimasíðu Vísinda- og tækniráðs (www.vt.is). Auglýst er eftir hugmyndum að öndvegissetrum og rannsóknaklösum Rannsóknamiðstöð Íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, www.rannis.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.