24 stundir - 05.04.2008, Blaðsíða 58

24 stundir - 05.04.2008, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 5. APRÍL 2008 24stundir „Ég hef engar áhyggjur. Sum ár er nóg af keppendum en önnur ár ekki. Þetta kemur í bylgjum,“ segir Arnar Laufdal Ólafsson, eigandi keppninnar Ungfrú Ísland, að- spurður um hvort það sé áhyggju- efni hversu fáar undankeppnir verða fyrir Ungfrú Ísland þetta ár- ið. 24 stundir hafa þegar greint frá því að undankeppnir fari ekki fram á Austur- og Vesturlandi en einnig munu keppnirnar á Suðurnesjum og Vestfjörðum falla niður. Því verða undankeppnirnar þrjár þetta árið. „Keppnirnar sem verða núna í ár eru á Suðurlandi, Akureyri og Reykjavík. Síðan koma fulltrúar frá Vesturlandi og Austurlandi.“ Aldrei meiri áhugi í Reykjavík Þrátt fyrir að keppnirnar á landsbyggðinni verði færri en venjulega þetta árið telur Arnar að áhuginn á fegurðarsamkeppnum sé ekkert að dvína. „Ég held, satt best að segja, að áhuginn sé ekki að minnka og þá er ég að meta það út frá því hvað það eru margir sem sækja um hér í Reykjavík. Árin eru bara mismunandi, þetta er bara svoleiðis.“ Þessu til sönnunar bendir hann á hversu margar ábendingar bárust um keppendur fyrir Ungfrú Reykjavík en þetta árið var met slegið í ábendingum. „Okkur bár- ust yfir 200 ábendingar fyrir Ungfrú Reykjavík og yfir 115 komu í viðtöl til okkar.“ Arnar segir að lokum að þótt undankeppnirnar verði færri þetta árið þá verði lokakeppnin ekkert síður glæsileg en undanfarin ár. „Það er verið að setja upp show, glamúr-show, og fólk hefur áhuga á að fylgjast með þessu. Sjónvarps- áhorfið er í kringum 30 prósent og það hefur bara verið að aukast.“ vij Undankeppnir fyrir Ungfrú Ísland verða þrjár þetta árið Aldrei meiri aðsókn í Ungfrú Reykjavík 24stundir/Jón Svavarsson Ungfrú Reykjavík 2007 Aðsóknin að keppninni er enn meiri í ár. Leikarinn Chris O’Donnell hefur takið að sér hlutverk í kvikmynd- inni Max Payne samkvæmt heim- ildum Entertainment Weekly. O’Donnell gengur þar í lið með leikurum á borð við Mark Wa- hlberg og Milu Kunis en myndin er byggð á samnefndum tölvu- leikjum sem nutu gríðarlegra vinsælda á sínum tíma. John Moore mun leikstýra myndinni en hann leikstýrði meðal annars Behind Enemy Lines. vij Frá Batman yfir í Max PayneGran Turismo er ein vinsælasta leikjasería í heimi en leikjunum hefur alla tíð fylgt sá galli að bíl- arnir í leiknum skemmast ekkert þó svo að þeim sé ekið á vegg á 150 kílómetra hraða. Þetta ofureðli bílanna hefur lengi angrað aðdá- endur leikjanna en nú virðist sem Polyphony Digital, framleiðandi leiksins, hafi loksins ákveðið að láta undan óskum leikmanna og leyfa þeim að eyðileggja glæsikerr- urnar sínar. Kazunori Yamauchi, forstjóri Polyphony, sagði í viðtali við IGN.com á fimmtudaginn að menn á þeim bænum gætu vel hugsað sér að bæta inn þeim möguleika að bílarnir geti rispast, beyglast eða skemmst. „Kannski getum við bætt úr þessu í haust,“ sagði Yamauchi og bætti því við að þessi breyting yrði þá í formi uppfærslu sem leik- menn þyrftu að hlaða niður. Hann sagði ekki hvort leikmenn þyrftu að greiða sérstaklega fyrir skemmdirnar en ljóst er að margir bíða spenntir eftir þessu. vij Skemmdirnar koma í haust Svo fallegur GT-menn hafa hingað til ekki viljað rispa hina fallegu bíla. 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Ég held, satt best að segja, að áhuginn sé ekki að minnka og þá er ég að meta það út frá því hvað það eru margir sem sækja um hér í Reykjavík. Hlíðasmára 14 • 201 Kópavogur Opið mán-lau kl. 11-17 Sendum frítt um land allt Ull sem ekki stingur Mikið úrval af ullar- og silkifatnaði NÁTTÚRULÆKNINGABÚÐIN ULL OG SILKI Háskólanám · Búvísindi · Hestafræði · Náttúru- og umhverfisfræði · Skógfræði og landgræðsla · Umhverfisskipulag www.lbhi.is Háskóli lífs og lands Umsóknarfrestur um skólavist er til 4. júní teg Charlie - Nýkominn og rosa flottur í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 6.990,- teg Lola - gott snið nýkomið í nýjum lit í D,DD,E,F,FF,G,GG skálum á kr. 6.990,- teg. Pollyanna - sömuleiðis frábært snið nýkomið aftur í D,DD,E,F,FF,G,GG,H,HH, J skálum á kr. 5.990,- Misty, Laugavegi 178, Sími 551 3366 Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf www.misty.is Elísabet Gunnarsdóttir klæðir sig upp Háir hælar fyrir kærastann Elísabet Gunnarsdóttir velur sér klæðnað eftir þægindum. Hún sniðgengur mjóa pinnahæla en klæðist þó þægilegum hæla- skóm til þess að ná kærastanum í hæð. Eft ir Hall dóru Þor steins dótt ur hall dora@24stund ir.is „Ég myndi segja að fatastíll inn minn einkennd ist að al- lega af stórum, lausum og þægileg um flíkum. Að mínu mati skipta þægind in öllu máli og því nota ég til dæm is aldrei mjóa pinnahæla. En þar sem ég á stór an kær asta er ég eiginlega alltaf í hælum. Ég passa mig þá bara á því að velja þykka og þægilega hæla,“ segir El ísabet Gunnars- dóttir, verslunarstjóri Gall erý Sautján í Kringlunni, innt upplýs inga um eigin fatastíl. „Svo er ég ótrúlega mikið í leggings og á endalaust af allskyns týpum. Svo klæð ist ég mussum, kjólum eða einhverju víðu við,“ bætir El ísabet við. Hún kveðst ekki eiga erfitt með að finna sér þægileg föt um þessar mund ir, enda finnst henni verslan ir uppfullar af léttum og víð um fötum. „Tísk an sem er í gangi núna hentar mér ro sal ega vel. Það er rosa mikið um allt vítt og þægilegt í búð unum.“ Fjöl breytt og frjáls leg tíska Að spurð kveðst El ísabet ekki eiga sér neinar uppáhalds- verslan ir. Hún kaupir það sem hana lang ar í þá og þeg ar en velur ekki eftir búð um eða merkjum. „Þar sem ég vinn nú í Sautján versla ég auð vitað mest þar. En það er annars allur gang ur á því og í raun inni versla ég út um allt. Mað ur fer kannski í Kron einu sinni í mánuði og kaupir sér eina dýra flík, en annars er það bara hér og þar. Svo er auð vitað ekki verra að komast út og versla í H&M eða mörkuð unum. Mark að ir eru náttúrlega lang besti stað urinn til að versla á,“ segir El ísabet, sem ann- ars er ánægð með þá tískustrauma sem helst ráða ríkjum í dag. Að hennar mati er fjölbreytn in mikil og fólk getur klæðst hverju sem er án þess að vera tískuslys. „Tísk an núna er ro sal ega flott. Það eru all ir byrjað ir að þora mikið meira en áð ur og úrval verslana er meira en oft hefur verið. Fólk er byrjað að þora að setja ýmsa hluti saman, sem eng um hefði dottið í hug áð ur fyrr,“ segir hún að lokum. Í MYND Ég er í nýjum platform- skóm úr GS skóm. Þeir eru bún ir að vera ótrúlega vin sæl ir, enda er mikið um platform þessa dagana. Þetta eru frekar sér stakir skór, en ég fíla þá al veg í botn og keypti mér í bæði brúnu og svörtu. Ég mun vafalaust nota þá út í eitt. Bux urn ar eru frá Miss Sixty. Þetta eru þrengstu bux ur sem ég hef átt, sér staklega yfir kálfana, en mér finnst þær henta sér staklega vel þar sem ég er afskaplega hrifin af leggings. Þær eru nefnilega svolítið líkar leggings bux um. Ann ars langar mig ro salega mikið að fara út í al veg útvíð ar gallabux ur núna. Ég held að það verði mál ið í sum ar. Þetta er svona hálf gerð ur skyrtukjóll eða mussa frá Par ís. Ég fékk hana í gær og er al veg ro salega ánægð með hana. Þetta er eitt- hvað sem mað ur getur allt af hent sér í og lið ið vel í við næstum hvað sem er. Ég er ein mitt rosa mikið fyr ir svona stór föt og þægindi. Leggings eða þröngar gallabux ur eru svo mjög flott ar við. Þetta er taska úr Zöru. Það spyrja mig eigin- lega all ir um hana og hvað an hún sé, enda má segja að þetta sé svona fake Prada-taska. Ég er eiginlega allt af með hana, allavega svona hversdags í vinnunni og svona, og er virki- lega ánægð með hana í alla staði. Leð urjakkinn er frá Mod- strom. Hann er örugglega ein af mínum uppáhalds- flíkum þessa dagana og ég er næstum allt af í honum. Hann pass- ar við allt og ég hreinlega elska hann. Hann er með flottum, stórum og gyllt- um tölum, sem gera hann svolítið sér stakan, og pass- ar við hvað sem er. Ég er ann ars mjög hrifin af þessu Mod strom-merki. Ég er með Kanebo-dagkrem með lit í. Ég nota það daglega og svo er ég með Terracotta-sól- arpúð ur frá Guerlain til þess að fá smá gljáa. Það mun ar öllu til þess að fríska að eins upp á mann. Ann ars er ég nú ekki með mik- ið á mér fyr ir ut an ma skara frá L´Oreal og vara sal va á vör- unum. SKÓR MUSSA JAKKI BUX UR FÖRÐ UN TASKA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.