24 stundir - 09.04.2008, Page 10
Eftir Andrés Inga Jónsson
andresingi@24stundir.is
Yfirmaður herliðs Bandaríkjanna í
Írak hvatti til þess að hætt yrði að
fækka hermönnum í landinu í
sumar. Sagði David Petraeus hers-
höfðingi við upphaf vitnaleiðslna
fyrir þingnefnd að þeim umbótum
sem náðst hefðu í öryggismálum í
Írak að undanförnu væri stefnt í
voða ef brotthvarf Bandaríkjahers
bæri of brátt að.
Þingnefndin mun kalla til fjölda
sérfræðinga í málefnum Íraks á
næstu dögum, en athygli manna
beinist ekki síður að þeim sem bera
upp spurningarnar. Forsetafram-
bjóðendurnir þrír eru taldir líklegir
til að nýta sér tækifærið til að koma
málefnum sínum á framfæri.
45 daga hlé á brotthvarfi
Í lok júlí verða þeir viðbótarher-
menn sem Bush Bandaríkjaforseti
sendi til Íraks á síðasta ári komnir til
síns heima. Að þeim tíma loknum fer
Petraeus fram á að ekki verði fækkað
í herliðinu um 45 daga skeið. Segist
hann vilja nota þann tíma til að
styrkja og meta heraflann.
„Að tímabilinu loknu munum
við halda áfram matsferli til að
kanna aðstæður á svæðinu og
meta hvenær við getum mælt með
frekari fækkun í liðinu,“ segir
Petraeus.
Hershöfðinginn lagði á það
áherslu að ástandið í Írak væri enn
afskaplega viðkvæmt. Hætt væri
við að hópar hliðhollir al-Qaeda
eða herskáir síta-múslímar ryfu
vopnahlé sem klerkurinn Moq-
tada al-Sadr hefur fyrirskipað.
Opið í annan endann
Formaður þingnefndarinnar,
demókratinn Carl Levin, segist ótt-
ast að áform Petraeusar geti fram-
lengt dvöl herliðsins ótímabundið
og gert stjórn Íraks óþarflega háða
því.
Ryan Crocker, sendiherra Banda-
ríkjanna, hefur hins vegar bent á að
undanfarið hafi íraskar öryggis-
sveitir sýnt hvers þær eru megnug-
ar, sem hann segir þær hafa sýnt í
nýlegum bardögum í Basra.
„Þetta voru íraskar aðgerðir,
skiplagðar og framkvæmdar af
Írökum,“ segir Crocker. „Þetta eru
aðgerðir sem Írakar hefðu einfald-
lega ekki getað staðið í fyrir stuttu.“
Næsti forseti ræður
Hverjar sem niðurstöður þing-
nefndarinnar verða er ljóst að fram-
hald stríðsins í Írak verður í hönd-
um eins þremenninganna sem nú
berjast um forsetaembættið. Öld-
ungadeildarþingmennirnir Clin-
ton, McCain og Obama munu með
spurningum sínum í þingnefndinni
koma afstöðu sinni til Íraks á fram-
færi.
Vill halda lið-
styrk í Írak
Bandarísk þingnefnd hefur hafið vitnaleiðslur um ástand mála í
Írak Hershöfðingi hvetur stjórnmálamenn til að fara sér hægt
➤ Nú eru um 160.000 banda-rískir hermenn í Írak. 20.000
þeirra munu hverfa á brott
fyrir lok júlí.
➤ Viðbótarherafli sem GeorgeBush sendi til landsins er tal-
inn hafa skilað bættu örygg-
isástandi, en deilt er um
hvort það sé til frambúðar.
➤ Petraeus óttast að ávinninguraf viðbótarheraflanum fari
fyrir lítið ef herlið er dregið of
skjótt til baka.
BANDARÍKIN Í ÍRAK
Nordic-Photo/AFP
Petraeus hershöfðingi Hvetur
yfirmenn sína til að fara sér hægt í
að fækka hermönnum í Írak.
10 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2008 24stundir
Borgarmálaráð og Samfylkingarfélagið í
Reykjavík bjóða til hugmyndasmiðju
miðborgar miðvikudaginn 9. apríl kl. 20.30.
Húsið opnað kl. 20.00.
Smiðjustjórar: Oddný Sturludóttir borgar-
fulltrúi og Sverrir Bollason verkfræðingur
með þátttöku íbúa, listafólks og áhugasamra
um skapandi miðborg.
Opin hugmyndasmiðja
miðborgar
Allir velkomnir
Á síðasta ári voru 451.300 menn
kallaðir til herþjónustu í Þýska-
landi. Úr þeim hópi sá herinn sér
aðeins fært að ráða tæp 55% til
starfa, sem er lægsta hlutfall í sögu
hersins. Hinir stóðust ekki þær
kröfur sem gerðar eru til líkamlegs
og andlegs atgervis hermanna.
Peter Tobiassen, framkvæmda-
stjóri samtaka herkvaðningarand-
stæðinga, telur þetta hlutfall til
marks um minnkaða þörf fyrir
hermenn. Telur hann pólitískan
vilja skorta til að fækka þeim sem
kallaðir eru til herþjónustu, og því
sé gripið til þess ráðs að herða inn-
tökuskilyrði til að fækka í hópnum.
Hefur hlutfall þeirra sem ekki
komast í þýska herinn hækkað úr
17% í 45% á síðustu 5 árum, en er í
kringum 10% í Evrópuríkjum. aij
Þýski herinn vísar mönnum unnvörpum frá
Nærri helmingur
stenst ekki kröfur
Fjöldi þeirra sem handteknir
voru vegna gruns um tengsl við
hryðjuverkasamtök tvöfaldaðist
innan Evrópusambandsins árið
2007. Þeir sem lögreglan hafði af-
skipti af tengdust í langflestum til-
fellum hreyfingum aðskilnaðar-
sinna. Þetta er meðal þess sem
kemur fram í skýrslu sem Evrópu-
lögreglan Europol kynnti í gær.
Á síðasta ári bárust Evrópulög-
reglunni tilkynningar um 583 til-
ræði og 1044 einstaklinga sem
handteknir voru. Af þessum mál-
um áttu 89% tilræðanna rætur að
rekja til aðskilnaðarhreyfinga á
Spáni og í Frakklandi.
Öfgasinnuðum múslímum sem
lögreglan gómaði fækkaði úr 257
árið 2006 í 201 árið 2007. Segir
Max-Peter Ratzel, yfirmaður Evr-
ópulögreglunnar, þá gjarnan sækja
styrk í pakistanska hópa sem tengj-
ast al-Qaeda. Einnig ber á
tengslum við hópa í Afganistan,
Írak og Sómalíu.
Í öllum hópum grunaðra voru
flestir með evrópskt ríkisfang. „Það
bendir til þess að heimaöldum
hryðjuverkamönnum sé að fjölga
innan ESB,“ segir Ratzel. aij
Sífellt fleiri handteknir vegna hryðjuverka
Tvöfalt í Evrópu
STUTT
● 6.000 skilvindur Mahmoud
Ahmadinejad fagnaði kjarn-
orkudegi Írans með því að til-
kynna að vinna væri hafin við
að fjölga skilvindum sem not-
aðar verða við auðgun úrans.
Þegar er talið að stjórnvöld hafi
yfir að ráða 3.000 skilvindum í
Natanz, en þeim á að fjölga upp
í 6.000.
● Smitaðist af syni sínum
Kínverji sem greindist með
fuglaflensu smitaðist að öllum
líkindum af syni sínum. Þetta
eru niðurstöður vísinda-
manna sem hafa rannsakað
feðgana. Þeir telja ákveðna
huggun vera í því að eingöngu
faðirinn hafi smitast. Það
bendi til þess að veiran hafi
ekki stökkbreyst í form sem
eigi mjög auðvelt með að
smitast á milli manna. Því séu
líkur á faraldri enn litlar.
Ungbörn sem sofa minna
en tólf stundir á sólar-
hring eru tvisvar sinnum
líklegri til að vera of þung
við þriggja ára aldur en
þau sem sofa lengur. Þetta
eru niðurstöður rann-
sóknar sem nýlega voru
kynntar.
„Sífellt fleiri rannsóknir
benda til þess að of lítill
svefn geti haft meiri áhrif
á heilsu okkar en áður var
talið,“ segir Elsie Taveras, einn vísindamannanna sem stóðu að rann-
sókninni. „Nú höfum við komist að því að þessi neikvæðu áhrif eiga
jafnvel við kornabörn.
Sífellt verður erfiðara að fá nægan svefn, þar sem sjónvarp, netið og
tölvuleikir eru í herbergjum þar sem börn sofa,“ segir Taveras. „Nið-
urstöður okkar benda til þess að foreldrar ættu að reyna hvað þeir geta
til að bæta nætursvefn barna sinna.“ aij
Svefnleysi leiðir til offitu
Dómstóll í Texas hefur kveðið upp
úr um að 5 dala nefskattur á hvern
viðskiptavin skemmtistaða þar
sem nektardans fer fram standist
ekki stjórnarskrá Bandaríkjanna.
Gjaldtökunni var ætlað að afla fjár
til áætlunar gegn kynferðisofbeldi
og að tryggja ósjúkratryggðum
heilbrigisþjónustu. aij
Súluskattur
dæmdur af
Finnskir vísindamenn standa
ráðþrota frammi fyrir mikilli
fækkun úlfa í austurhluta lands-
ins. Áætla þeir að úlfastofninn
telji nú um 200 dýr, en hafi verið
um 250 fyrir ári.
Lét ráðuneyti landbúnaðar og
skógræktar meta stofnstærðina í
janúar og febrúar vegna þess að
talið var að dýrunum hefði fjölg-
að, en annað kom á daginn. „Töl-
urnar hefði mátt nota til að út-
hluta veiðileyfum til að halda
stofninum í skefjum, en þess ger-
ist ekki þörf,“ segir Ilpo Kojala,
starfsmaður ráðuneytisins. aij
Finnskum úlfum
snarfækkar