24 stundir - 09.04.2008, Side 23
24stundir MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2008 23
Í framhaldi af hugsjónastarfi og
mikilli vinnu hefur Leikskólinn
Álfaheiði í Kópavogi náð að upp-
fylla nauðsynleg skilyrði til að fá
að flagga Grænfánanum. Fáninn
er alþjóðlegt merki um gott um-
hverfisstarf og menntun í skólum
og mun Landvernd afhenda leik-
skólanum hann við hátíðlega at-
höfn á degi umhverfisins þann 25.
apríl nk.
Tímabil eftir árstíðum
Umhverfisnefnd starfar við
skólann og leika elstu börnin þar
stórt hlutverk. Að öðru leyti taka
öll börn leikskólans þátt í þessu
skemmtilega starfi eftir aldri,
áhuga og getu. „Leikskólaárinu er
skipt í fjögur tímabil eftir árstíð-
unum sem hefur opnað augu
barnanna fyrir náttúrunni og því
sem hún hefur upp á að bjóða
hverju sinni. Við búum til moltu
úr lífrænum úrgangi með góðum
árangri og í mörg ár höfum við
ræktað kartöflur og tínt rifsber og
sólber í garðinum okkar. Þessi
störf hafa vakið mikla ánægju hjá
börnunum og starfsfólki,“ segir El-
ísabet Eyjólfsdóttir leikskólastjóri.
Listverk úr umbúðum
Á leikskólanum er allt sorp
flokkað og endurnýtt eins mikið
og hægt er. Þannig skapa börnin
heilu listaverkin úr umbúðum og
öðrum efniviði sem til fellur sem
annars færi beint í ruslið. „Við
leggjum mikla áherslu á að bæði
börn og starfsfólk geti notið og
upplifað nánasta umhverfi á já-
kvæðan, fróðlegan og skemmti-
legan hátt. Gönguferðir og útivera
skipa stóran sess í starfi leikskólans
og á hver barnahópur sitt svæði í
næsta nágrenni sem heimsótt er
vetur, sumar, vor og haust. Þá
minnum við okkur á árs-
tíðaskiptin með því að syngja fal-
leg lög. Núna eru vor- og sum-
arlögin því farin að óma um allan
skólann, t.d. Lóan er komin og
Vertu til er vorið kallar á þig,“ segir
Elísabet.
maria@24stundir.is
Áhersla á tengsl við náttúruna á Álfaheiði
Grænfánanum flaggað
Sýning á bókverkum sem elstu
börnin á leikskólanum Sæborg
hafa gert var nýlega opnuð í bóka-
versluninni Útúrdúr á Njálsgötu
14. Börnin fengu frjálsar hendur
við gerð bókverkanna og fjalla þau
um ýmis viðfangsefni. Á sýning-
unni eru sjóræningjabækur, prins-
essubækur, jólasögubækur og
strumpasögur. Börnin sáu sjálf um
textasmíði og myndskreytingar og
því er hver bók einstakt listaverk.
Sýningin stendur til 12. apríl
næstkomandi.
dista@24stundir.is
Börnin á Sæborg með sýningu á bókverkum
Bókverk barna í Útúrdúr
„Börn græða lítið á metnaði og
ofurkappsemi foreldra þegar kemur
að því að þroska gáfur
þeirra,“ segir Philip Adey, pró-
fessor í Kings College í Bretlandi.
Snemma á níunda áratugnum
leiddu rannsóknir í ljós að hlustun á
klassíska tónlist jók einbeitni nem-
enda við lausn verkefna.
Í dag hafa nýlegar þýskar rann-
sóknir leitt í ljós að áhrif hlustunar á
tónlist eru skammtímaáhrif. Áhrif á
rúmskynjun og rökhugsun endast
aðeins í tuttugu mínútur.
Enginn deilir þó um það að tón-
list sé þroskandi og gefandi iðja fyrir
börn en nú þykir af og frá að álykta
að börnum vaxi hrein snilligáfa við
að hlusta á klassíska tónlist og eru
foreldrar varaðir við að beita börn
sín of miklum þrýstingi við að
hlusta á tónlist og læra á hljóðfæri.
Of mikið áreiti geti valdið þeim
kvíða og örðugleikum með svefn.
dista@24stundir.is
Klassísk tónlist og litlir snillingar?
Foreldrar geta slakað á
Börnin á Álfaheiði
Eru í nánum tengslum
við náttúruna.
Börn geta notið góðs af því að
umgangast gæludýr og þær rann-
sóknir sem gerðar hafa verið sýna
fram á að börn sem umgangast
gæludýr séu betur stödd á tilfinn-
ingasviðinu sem og því félagslega.
Gæludýr eru nú til dags orðin
mjög algeng á heimilum fólks.
Ástæðan fyrir því að fjölskyldur
vilja halda gæludýr getur þó verið
af ýmsum toga, bæði af fé-
lagslegum og tilfinningalegum
ástæðum en einnig sem áhugamál
en svo eru æ fleiri fjölskyldur sem
bætast í hópinn sem eignast gælu-
dýr í þeim ákveðna tilgangi að
auka vellíðan og færni barna sinna.
Í Joseph Clarke School, Highams
Park í London hafa verið gerðar
rannsóknir til margra ára á því
hvort nálægð við dýr skipti börn
máli hvað varðar vellíðan þeirra og
færni. Í skólanum eru sjónskertir
og blindir nemendur sem að auki
stríða við námsörðugleika. Í ljós
kom að þau börn sem fengu dýr til
að annast sýndu fljótt aukið sjálf-
stæði, meiri einbeitingu og fundu
til slökunar og vellíðunar við að
annast dýrin.
Margir leikskólar halda dýr
Margir leikskólar hér á landi
hafa ákveðið að halda gæludýr fyrir
börn. Þeirra á meðal er Urðarhóll,
heilsuleikskóli í vesturbæ Kópa-
vogs. „Í starfi skólans hafa börn
komist í tæri við dýr og fengið að
annast þau, við fengum hér unga
fyrir páskana til að mynda. Börnin
fylgdust með ungunum klekjast úr
eggi og vaxa úr grasi. Þetta fannst
þeim spennandi og þau sýndu dýr-
unum mikla athygli,“ segir Sigrún
Hulda Jónsdóttir leikskólastjóri.
Börn njóta góðs af því að annast gæludýr
Félagsfærni eykst
Mig langar svo í hund
Börnum er hollt að hugsa
um dýr. Ef heimilis-
aðstæður leyfa ættu for-
eldrar að hugsa um að
bæta við fjölskyldu-
meðlimi.
Ungar á Urðarhóli
Krakkarnir önnuðust
ungana vel.
11. apríl
Auglýsingasímar:
Katrín Laufey 510 3727
kata@24stundir.is
Kolbrún Dröfn 510 3722
kolla@24stundir.is
Hafðu samband og fáðu gott pláss
fyrir auglýsinguna þína
Brúðarblaðið
Sérstakt brúðarblað fylgir
með 24 stundum föstudag-
inn 11. apríl. Rætt verður
við verðandi brúðhjón og
hjón sem hafa verið gift
lengi og rifja upp brúð-
kaupsdaginn. Spurt er hvort
stóru brúðkaupsveislurnar
séu að víkja fyrir litlum, fá-
mennum veislum? Við fjöll-
um um sveitabrúðkaup og
giftingu hjá sýslumanni.
Nýjustu brúðarkjólarnir, tert-
urnar og hver eru vinsælustu
lögin í brúðkaupum?
Það verður fjölbreytt og
skemmtilegt efni í brúðar-
blaði 24 stunda.