24 stundir - 09.04.2008, Síða 24

24 stundir - 09.04.2008, Síða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2008 24stundir Orðið nei verður gjarnan vin- sælasta orðið í orðaforða smá- barnsins. Með þessu vill það sýna fram á fyrstu merki um sjálfstæði sitt en þetta getur hins vegar gert foreldra al- gjörlega brjálaða eða að minnsta kosti pirraða. Nokkur hefð- bundin dæmi um slíkan mót- þróa eru að barnið vill ekki láta festa sig í kerrunni eða vill ekki borða mat sem því fannst góður í síðustu viku. Misjafnt er hve lengi mótþróaskeiðið varir en það reynist sumum foreldrum mjög erfitt að höndla. Til að barnið svari ekki eingöngu neit- andi skaltu gefa því takmarkaða valmöguleika. Spyrðu það hvort viltu frekar skinku eða ost á samlokuna? Frekar en: viltu ost eða skinku? Sé barnið með- óþekkt, gefðu því þá aðra kosti eins og að það megi ekki lita á vegginn en það megi hins vegar lita í litabókina eða á blað. Mundu loks að halda í jákvætt viðhorf, sjá það góða í barninu og hrósa því fyrir góða hegðun. maria@24stundir.is Nei, nei, nei ég vil ekki svona Mótþróaskeið smábarna ➤ Það hjálpar bæði þér ogbarninu ef matar- og svefn- tímar eru reglulegir. Þannig verður barnið síður pirrað. ➤ Reyndu að róa barnið meðþví að dreifa athygli þess og láta það einbeita sér að ein- hverju spennandi eins og að einhver sé að koma í heim- sókn. SMÁBÖRNReytir þú hár þitt yfir barninu þínu sem segir bara nei og er ekkert nema óþekktin? Vill ekki borða eða sitja kyrrt? Barnið er bara að reyna að sýna sjálfstæði sitt þó svo að þú gætir haldið annað. Jú, víst Ég ætla að fara í þessum búningi í leik- skólann alveg sama hvað þú segir! Vorið er rétt handan við hornið og því kominn tími til þess að dusta rykið af útileikföngunum. Körfuboltarnir, fótboltarnir, línu- skautarnir, sippuböndin og tram- pólínin hafa beðið í geymslunni og nú er um að gera að drífa sig út og hreyfa sig. Spennandi fjölskyldukeppni Útileikir hafa marga kosti fram yfir skipulagðar íþróttaæfingar en stærsti kosturinn er að fjölskyldan getur leikið sér saman. Fimm manna fjölskylda getur til dæmis spilað hörkuspennandi körfu- eða fótboltaleik. Sigurliðið myndi þá slaka á eftir kvöldmatinn á meðan tapliðið vaskar upp og gengur frá. Gott ráð er að allir í fjölskyld- unni finni út hvað þeim finnst skemmtilegast að gera og fjöl- skyldan reyni svo að skiptast á að skipuleggja íþróttadag með mis- munandi þemu þannig að allir fái eitthvað við sitt hæfi. Möguleik- arnir eru nær ótakmarkaðir ef allir taka sig saman. Hraðinn í samfélaginu er slíkur að oft gleymist að fjölskyldubönd- in þarf að rækta eins og blóm ef þau eiga að dafna og standast tím- ans tönn. Fjölskylduleikir eru sér- staklega góðir til þess að skapa minningar sem hægt er að ylja sér við þegar börnin yfirgefa hreiðrið í lengri eða skemmri tíma. iris@24stundir.is Íþróttir eiga ekki bara heima í félagsheimilum íþróttafélaganna Sumaríþróttamót fjölskyldunnar Hoppað Börn fá hreyf- ingu með því að hoppa. 24stundir/RAX „Bragðast hollur matur betur í Latabæjarumbúðum,“ er spurning sem Ingibjörg Gunnarsdóttir, matvæla- og næringarfræðingur, velti upp á fyrirlestri í Háskóla Ís- lands í gær en Ingibjörg telur að framboð á hollum mat fyrir börn sé ekki nægjanlegt. „Það sem er verið að bjóða börnum núna eru alls ekki bestu vörurnar. Ég held að menn hafi ekki þorað að ganga alla leið. Því velti ég fyrir mér hve langt er hægt að ganga í hollust- unni með Latabæjarmyndir á um- búðunum. Er ekki hægt að ganga aðeins lengra ef hluti af ímyndinni er fallegar umbúðir og eitthvað skemmtilegt?“ segir Ingibjörg og tekur það fram að hún vinni ekki fyrir Latabæ en Rannsóknarstofa í næringarfræði stefni að rann- sóknum og þróunarvinnu í sam- starfi við Latabæ. „Við höfum áhuga á að kanna hvort matur í Latabæjarumbúðum bragðast bet- ur en Latibær hyggur á kynningu á hollum vörum fyrir börn. Mitt áhugasvið er að rannsaka hvaða áhrif svona markaðssetning getur haft áhrif á mataræði barna og vilja barna til að borða hollan mat. Auðvitað má gagnrýna markaðs- setningu sem beint er að börnum og hún hefur verið gagnrýnd mjög mikið, ekki síst á matvælasviðinu því vörur sem eiga að höfða til barna hafa oft verið lélegar, með mikið af mettaðri fitu, sykri og salti. Í þessum vörum verður því virkilega passað upp á að vörurnar verði með því besta í sínum flokki.“ Ingibjörg segir að vitanlega sé til mikið af hollum matvörum en oft hefur neytandinn ekki næga þekk- ingu til að velja rétt. „Þekking Ís- lendinga og íslenskra neytenda á næringarfræði er ekki nógu góð og eins vantar merkingar á matvæli svo að auðveldara sé að velja rétt.“ svanhvit@24stundir.is Skortur á hollum matvörum fyrir börn Bragðast Latabæjarhollusta betur? Hollusta Hafa umbúðir og markaðssetning áhrif á mataræði barna? Verslunin Rúmgott · Smiðjuvegi 2 · Kópavogi · Sími 544 2121. Opið virka daga frá kl. 10-18 - laugardaga kl. 11-16 www.rumgott.is Gel/ethanOl aRineldStæði í SumaRbúStaðinn eða heimilið. ReyKlauS OG lyKtaRlauS byltinG í SVefnlauSnum tilbOðSdaGaR - VaxtalauS lán í 6 mánuði 55 ára Húsgagnavinnustofa rH Frí legugreining og fagleg ráðgjöf um val á heilsudýnum. 20-50% afSláttuR

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.