24 stundir - 09.04.2008, Blaðsíða 25
24stundir MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2008 25
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur
hilduredda@24stundir.is
Leikhópnum Sokkabandinu hefur
verið boðið að sýna leiksýninguna
HÉR & NÚ á leiklistarhátíðinni í
Tampere í Finnlandi sem haldin
verður dagana 4. til 10. ágúst næst-
komandi. Verkið var sýnt á Litla
sviði Borgarleikhússins fyrr í vetur
auk þess sem það var flutt á al-
þjóðlegu leiklistarhátíðinni
LÓKAL sem haldin var hér á landi í
síðasta mánuði. Það var þar sem
útsendarar hátíðarinnar í Tampere
fengu augastað á verkinu. „Þeir sáu
sýninguna og fannst hún athygl-
isverð þótt þeir skildu auðvitað lít-
ið, þar sem hún var á íslensku. Þeir
boðuðu okkur því á fund og báðu
okkur um að útskýra fyrir sér sögu-
þráðinn í sýningunni og á hverju
hún byggði. Í kjölfar þess buðu þeir
okkur að sýna úti í Finnlandi,“ seg-
ir Hera Ólafsdóttir, framkvæmda-
stjóri Sokkabandsins. „Við vissum
auðvitað ekkert hvort sýningin
myndi falla í kramið hjá erlendum
áhorfendum þar sem hún fjallar að
mörgu leyti um íslensk samtíma-
mál úr slúðurpressunni, Barna-
landi og blogginu. Til dæmis er
skírskotað til Lúkasarmálsins svo-
kallaða auk ræðu Vilhjálms, þáver-
andi borgarstjóra, við vígslu frið-
arsúlunnar í Viðey. Fulltrúar
Tampere-hátíðarinnar þekktu að
sjálfsögðu ekki söguna á bak við
þessi mál en fannst þetta engu að
síður mjög fyndið.“
Sýnt á ensku
Leikritið HÉR & NÚ verður þýtt
yfir á ensku áður en það verður
sýnt í Tampere og vera má að smá-
vegis breytingar verði gerðar á því í
millitíðinni. „Meðlimir leikhópsins
unnu saman að handritinu og tóku
stundum setningar beint af nafn-
lausum, íslenskum bloggsíðum og
spjallþráðum á netinu, auk slúð-
urpressunnar. Þó svo að handritið
sé að vissu leyti staðbundið þá eiga
blöð á borð við Séð og heyrt og Hér
og nú sér fyrirmyndir á Norður-
löndum og í raun víðar. Og það er
ekki nóg með að slík blöð séu mik-
ið lesin heldur verða aðrir fjöl-
miðlar líka fyrir miklum áhrifum
frá þeim. Einhvern veginn virðast
allir þurfa að fjalla um hina og
þessa sem glíma við átröskun, eru
haldnir eiturlyfjafíkn eða annað í
þeim dúr. Ég held því að sýningin
hafi fulla burði til þess að gera góða
hluti erlendis, ekki síst þar sem
framsækin leikhúsverk njóta mik-
illa vinsælda. Við hittum til dæmis
þýskan blaðamann á LÓKAL sem
sagði okkur að þetta verk gæti
örugglega átt upp á pallborðið í
Þýskalandi. Það verða einhverjir
útsendarar frá öðrum hátíðum
staddir í Tampere þannig að það
kemur í ljós hvað verður. Hvernig
sem það fer er það okkur mikill
heiður að vera boðið til Finn-
lands,“ segir Hera að lokum.
Hér & nú Fjallar um
fræga fólkið og dramað.
Leikhópurinn Sokkabandið hyggur á útrás í haust
Íslenskt blogg og
slúður í útrás
Leikhópurinn Sokka-
bandið býr sig nú undir
þátttöku í leiklistarhátíð-
inni í Tampere í ágúst.
Hópnum var boðið þang-
að til að sýna leikritið
HÉR & NÚ sem var á fjöl-
um Borgarleikhússins
fyrr í vetur.
➤ Er stærsta, elsta og virtastasviðslistahátíðin á Norð-
urlöndum. Á henni eru bæði
finnskar og erlendar sýningar
á sviði leiklistar, dans, uppá-
koma og götuleikhúss.
➤ Á sér stað í annarri vikuágústmánaðar ár hvert og er
haldin víðsvegar um borgina.
HÁTÍÐIN Í TAMPERE
Stúdentaleikhúsið frumsýnir nýtt
íslenskt verk í dag, miðvikudag-
inn 9. apríl, í hátíðarsal Fjöl-
tækniskólans við Háteigsveg.
Sýningin ber heitið Drottinn
blessi blokkina og er unnin í
samvinnu leikhóps og leikstjóra.
Sagan gerist í blokk og segir frá
persónu sem skyndilega verður
viðskila við förunaut sinn og
uppgötvar sjálfstæðan vilja.
Gluggað er í íbúðir og líf litríkra
íbúa. Persónan mætir mann-
eskjum og aðstæðum og lærir
margt misjafnt á leið sinni um
torkennilegan heim.
Leikstjórar verksins eru Jóhanna
Friðrika Sæmundsdóttir og
Sveinn Ólafur Gunnarsson.
Alls verða 12 sýningar á verkinu í
sal Fjöltækniskólans og almennt
miðaverð er 1.500 krónur. Miða-
verð fyrir hópa, nema, öryrkja og
aldraða er 1.200 krónur en 500
krónur fyrir börn.
Nánari upplýsingar má finna á
vefsíðu Stúdentaleikhússins,
studentaleikhusid.is.
Torkennilegur
heimur
Fjórði alheimshreingjörningur
Önnu Richardsdóttur verður
fluttur í bílageymslu við Norður-
orku að Rangárvöllum klukkan
20.30 næstkomandi laugardags-
kvöld. Gjörningurinn sem nefnist
„Hreingjörningur í lit“ er unninn
og fluttur af Önnu Rich-
ardsdóttur, dansara og gjörninga-
listakonu, myndlistarkonunum
Brynhildi Kristinsdóttur og Jónu
Hlíf Halldórsdóttur, tónlist-
armönnunum Kristjáni Edelstein
og Wolfgang Sahr ásamt Þor-
björgu Halldórsdóttur leik-
myndahönnuði.
Alheimshrein-
gjörningur
Nemendur í hagnýtri menningar-
miðlun við Háskóla Íslands
standa fyrir nemendaráðstefn-
unni Menningarbræðingur ásamt
málfræðingnum Margréti Páls-
dóttur í dag. Ráðstefnan hefst
klukkan 17 og fer fram í sal
HT-102 á Háskólatorgi. Fjöl-
breyttir fyrirlestrar verða í boði,
meðal annars um Ólafsvöku, fær-
eyska þjóðbúninginn, Ítalíu sem
suðrænan suðupott og ýmislegt
fleira. Aðgangur er ókeypis og
öllum heimill.
Menning í HÍ
Alliance française
efnir til nám-
skeiðsins Listin
að smakka vín
dagana 15. og 16.
apríl. Námskeiðið
er í umsjá Dom-
inique Plédel,
skólastjóra Vín-
skólans í Reykjavík. Mun hún
meðal annars leiða þátttakendur
inn í leyndardóma vínsins og
beina athyglinni að Bordeaux-
héraðinu. Skráning fer fram hjá
Alliance française.
Vínsmökkun
Hörn Hrafnsdóttir messósópr-
ansöngkona flytur sönglagaflokk
Gunnars Reynis, Hlé, á tón-
leikum í Salnum annað kvöld
klukkan 20. Þetta er í fyrsta sinn
sem ljóðaflokkurinn verður flutt-
ur í heild sinni.
Meðleikari Harnar á tónleik-
unum er píanóleikarinn Antonía
Hevesi. Eftir hlé verður skipt um
gír og skipt yfir í óperutónlist og
fluttar aríur, meðal annars eftir
Bizet og Verdi.
Hörn og Antonía
á tónleikum
MENNING
menning@24stundir.is a
Til dæmis er skírskotað til Lúk-
asarmálsins svokallaða auk ræðu
Vilhjálms, þáverandi borgarstjóra, við
vígslu friðarsúlunnar í Viðey.
Við vitum ekki hvaðan þau
þekkjast, gítarleikararnir fjórir sem
hittast í heimreið tónlistarmanns-
ins John Hansen að honum látn-
um. Við getum þó ályktað að það
sé tæpast af topp tíu-listum tónlist-
arverslananna, þó þau hittist til
þess að halda minningartónleika
um hinn nýlátna furðufugl. Strax
frá upphafi bendir ýmislegt til þess
að tónleikarnir séu ekki jafnlíklegir
til að fara fram og kvartettinn held-
ur.
Þetta verk var ósköp ljúft – og
aldrei leiðinlegt – en mun þó tæp-
ast marka djúp spor í leiklistarsög-
una. En maður fer heldur ekkert
alltaf í leikhús til þess að verða vitni
að leiklistarsögulegum tímamót-
um.
Leikararnir fjórir eru hver öðr-
um betri. Aðalbjörg Þóra Árna-
dóttir vinnur strax hug og hjörtu
áhorfenda í hlutverki einfeldnings
að nafni Kim. Aðalbjörg dettur
aldrei út úr hlutverkinu og beitir
líkama sínum hárrétt. Jóhann Sig-
urðarson og Halldór Gylfason eru í
stöðugum hanaslag allt verkið og
beita persónurnar ólíkum aðferð-
um við slaginn og eru báðar brjóst-
umkennanlegar á sinn hátt. Hanna
María Karlsdóttir leikur konu sem
telur sig vera rödd skynseminnar í
hópnum, en reynist alveg jafn-
klikkuð og hin þrjú. Það er jafn-
vægislist að leika svoleiðis persónu
og Hanna María stóð styrkum fót-
um á línunni. Hilmir Snær hefur
sýnt það á stuttum leikstjórnarferli
að honum lætur persónuleikstjórn
mjög vel.
Leikmyndin var skemmtilega
raunsæ – á litla sviði Borgarleik-
hússins var búið að byggja húsvegg
og bílskúrshurð, sem rammar
skemmtilega inn rugludallana fjóra
– fólk sem er alltaf aðeins utan-
garðs, kemst aldrei inn í stofu held-
ur er bara í heimreiðinni.
Tónlistin leikur sem von er stórt
hlutverk. Í gegnum hana kynnumst
við listamanninum John Hansen
og það sem við komumst að varpar
undarlegu ljósi á fólk sem kallar
einbýlishúsið í úthverfinu sitt
„Graceland“. Björn Jörundur er
ekki öfundsverður af því að þurfa
að semja lög sem eiga að upplagi að
vera rislítil, en kemst þokkalega frá
því – Ríka svínið skal láta lífið II
var sérstaklega skemmtilegt.
Snotur mynd úr lífinu
Gítarleikararnir Leikararnir ásam Hilmi Snæ leikstjóra baksviðs í Borgarleikhúsinu.
Leikstjóri: Hilmir Snær Guðnason
Höfundur: Line Knutzon
Leikmynd og búningar: Helga I.
Stefánsdóttir
Tónlist: Björn Jörundur Friðbjörnsson
Lýsing: Halldór Örn Óskarsson
Leikgervi: Elín Gísladóttir
Hljóð: Guðmundur H.
Viðarsson
Þýðing: Sigurður
Hróarsson
Leikarar: Aðalbjörg
Þóra Árnadóttir, Halldór
Gylfason, Hanna
María Karlsdót-
tir og Jóhann
Sigurðarson
Gítarleikararnir
í Borgarleikhúsinu
Eft ir Arndísi Þórarinsdóttur
arndis@24stundir.is
LEIKLIST HNOTSKURN:
Persónur Gítarleikaranna eiga
eftir að sitja í áhorfendum, þó að
sagan og tónlistin fjari þaðan út.