24 stundir - 09.04.2008, Síða 34

24 stundir - 09.04.2008, Síða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2008 24stundir 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Slúðurbloggarinn Perez Hilton hefur eftir NY Daily News að Beyoncé gangi með barni. Ljóst er af nýlegum myndum af hinni þokkafullu blökku- konu, að ekki er hægt að staðfesta þann orðróm. Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@24stundir.is Miklar vangaveltur eru nú uppi í Hollywood um hvort stjörnuparið Beyoncé Knowles og Jay-Z hafi fengið á sig hnapphelduna á föstu- daginn var. Þótt ýmsir slúð- urmiðlar hafi fullyrt að parið hafi gengið í hjónaband, hefur engin opinber yfirlýsing komið úr her- búðum hipphopp-parsins þess efnis. Forðast fjölmiðlafár Parið hefur verið saman í sex ár og hefur á þeim tíma tekist að forðast kastljós fjölmiðlanna að miklu leyti, þrátt fyrir mikla eft- irspurn eftir fréttum af parinu. Þó bárust fregnir þess efnis, þann 1. apríl, að þau væru að láta pússa sig saman. Einhverjir fjölmiðlar fullyrtu að athöfnin hefði farið fram þann 4. apríl, að viðstöddum aðeins 30 nánustu fjölskyldu- meðlimum, vinum og vanda- mönnum. Það þykir þeim líkt að hafa splæst sig saman í kyrrþey, en fjölmiðlum vestanhafs finnst þeir hafa verið rændir brúðkaupi árs- ins, enda um einn stærsta sam- runann í tónlistarbransanum að ræða. Krafa um kaupmála Samkvæmt E-online þénaði Beyoncé 54 milljónir dollara í fyrra og Jay-Z rakaði inn 115 milljónum dollara. Er því ljóst að um stórt fyr- irtæki er að ræða og hjónakornin eru bæði á hátindi ferils síns. Hafa því lögfræðingar vestanhafs gert því skóna að það væri óðs manns æði að gera ekki svokallaðan kaupmála, sem tryggir viðkomandi þann hlut sem hann færði í búskapinn, ef til skilnaðar kæmi. Mönnum eru enn í fersku minni blóðug skilnaðarrétt- arhöld bítilsins Sir Pauls McCart- ney, sem einmitt brenndi sig illilega á því að treysta á ástina eina. Með köku í ofninum? Slúðurbloggarinn Perez Hilton hefur eftir NY Daily News að Beyoncé gangi með barn. Ljóst er af nýlegum myndum af hinni þokkafullu blökkukonu, að ekki er hægt að staðfesta þann orðróm. Hvort Jay-Z er aðeins að taka á sig ábyrgð föðurs með því að gift- ast hugsanlegri barnsmóður sinni verður þó að teljast ólíklegt, enda hafa turtildúfurnar ekki getað falið ást sína hvort á öðru undanfarin ár. Þess má þó geta að skilnaðar- hlutfallið í Bandaríkjunum er 54% og jafnvel enn hærra í henni Holly- wood. Orðrómur um brúðkaup Beyoncé og Jay-Z verður stöðugt háværari Brúðkaup ársins enn óstaðfest ➤ Beyoncé er fædd 1981 og sló ígegn með Destiny’s Child áð- ur en hún hóf sólóferil. ➤ Jay-Z heitir í raun Shawn Co-rey Carter og er fæddur 1969. Hann er þekktastur fyrir Blueprint plötu sína og stjórnartíð hjá Def Jam Re- cordings. SKÖTUHJÚIN Enn eru fregnirnar af brúðkaupi Beyoncé Knowles og Jay-Z óstað- festar í herbúðum pars- ins, þó svo að fjölmiðlar vestanhafs haldi öðru fram. Þá er Beyoncé sögð ganga með barn. Sæt saman Skötuhjúin á NBA leik, en Jay-Z er eigandi New Jersey Nets liðsins. Getty Images Undanfarin ár hefur rakstur með hinum klassísku rakhnífum notið sífellt meiri vinsælda. Nú er svo komið að vilji menn fjárfesta í vönduðum rakhníf verða þeir að gjöra svo vel að bíða. „Það er sex mánaða afgreiðslu- frestur. Ef ég panta mér rakhníf í dag þá fæ ég hann eftir sex mán- uði,“ segir Gauti Torfason, eig- andi Rakarastofunnar við Neðstutröð 8 í Kópavogi. Úti í heimi hefur eftirspurnin eft- ir rakhnífum aukist gríðarlega og þeir fáu aðilar sem framleiða vandaða rakhnífa hafa því vart undan að anna eftirspurn. Gauti segir að það sé alltaf eitt- hvað sem seljist af rakhnífum en hann selur þó engum rakhníf nema taka viðkomandi á stutt námskeið fyrst. „Rakhnífur er svo beitt verkfæri að menn geta slas- að sig illilega ef ekki er rétt að farið.“ Hálfs árs bið eftir alvöru rakhnífum Aðdáendur teiknimyndaþáttanna South Park geta opnað freyðivín- ið og byrjað að fagna því aðstand- endur þáttanna eru búnir að hleypa af stokkunum heimasíðu þar sem hægt er að horfa á alla þættina frá upphafi. Það kostar ekki krónu að horfa á þættina og er þetta kjörið tækifæri til að rifja upp kynnin við Cartman og fé- laga. Þættina er að finna á slóð- inni www.southparkstudios.com. Ókeypis South Park á netinu MYNDASÖGUR Bizzaró Aðþrengdur Afsakið að ég er til! AF HVERJU ÆTTI ÉG AÐ ÞURFA AÐ SEGJA ÞÉR HVAÐ SÉ AÐ? EIGUM VIÐ EKK I AÐ VERA SVO ÁSTFANGIN NÚNA AÐ VIÐ GETUM LES IÐ HUGSANIR HVORS ANNARS. ÞAÐ VAR EINMI TT ÞAÐ SEM ÉG VAR AÐ HUGSA. þú mátt ekki taka ofan í þig þegar þú reykir? ÉG ÞARF AÐ VERA ÚT AF FYRIR MIG Í DÁLÍTINN TÍMA. Feim Lene - Bjerre Bæjarlind 6 www.feim.is opið virka daga 10 - 18 og Laugardaga 11 -16 Rúmteppi, púðar og gardínur Vallý s.510 3728 Böddi s.510 3726 ÐI Ð ALB U N NIVTA atvinna@24stundir.is PANTIÐ GOTT PLÁSS Í TÍMA

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.