24 stundir - 09.04.2008, Blaðsíða 38

24 stundir - 09.04.2008, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2008 24stundir „Ferlega var Geir Haarde grimm- ur við fréttakonuna á Stöð 2 - reyndar Stöð 2 alla - þegar hann sagði að það hefði verið gott að komast í viðtal á alvöru sjón- varpsstöð og átti þá við BBC en ekki Stöð 2. Veit ekki hvort hún fattaði móðgunina.“ Björgvin Valur bjorgvin.eyjan.is „Forsetakosningar eru fegurð- arsamkeppni fyrir fullorðna. Hingað til hefur sá unnið sem er líklegastur til að flytja innihalds- lausustu og væmnustu ræðuna, plantað hríslum í ófrjóa mold án þess að springa úr hlátri og étið sjöþúsundir sorta af hnallþórum án þess að kasta upp.“ Árni Snævarr arni.eyjan.is „Hvað ætli sé metið? Ég er að spekúlera - hvað ætli sé metið hjá krötum í að láta ráða sig í mörg störf út á flokksskírteinið á einu ári? … og hvað er Guðmundur Stein- grímsson mörgum ráðningum frá því að slá það?“ Stefán Pálsson kaninka.net/stefan BLOGGARINN Eftir Atla Fannar Bjarkason atli@24stundir.is „Ég ætla að slá í gegn,“ segir söng- konan Sigríður Guðnadóttir um væntanlega endurkomu sína með hljómsveitinni Jet Black Joe í Laug- ardalshöll 16. maí næstkomandi. Sigríður söng lagið Freedom með Jet Black Joe sem kom út á safnplötu árið 1993. Lagið naut mikilla vinsælda, enda kröftuglega sungið af Sigríði, sem segir ekkert mál að endurtaka leikinn. „Elskan mín, ég tek þetta í nefið! Lagið hentar minni rödd rosalega vel og ég held að hún hafi ekkert versnað – hún hefur frekar skánað.“ Páll Rósinkranz, söngvari Jet Black Joe, bjó heima hjá Sigríði þegar Freedom var samið, en hann er systursonur hennar. Lagið var samið inni í stofu hjá Sigríði, en hún krafðist þess að fá að syngja lagið. „Þeir voru alls ekki á því fyrst að leyfa stelpu að syngja lag- ið,“ segir hún. Vinsældirnar komu á óvart Vinsældir lagsins komu Sigríði á óvart, en hún fékk sínar 15 mín- útur frægðar í kjölfarið. „Ég fékk örugglega 20 mínútur,“ segir hún og hlær. „Ég var frekar hissa á því að þetta lag yrði vinsælt á sínum tíma. Þetta gerðist svo snöggt. Ég kunni ekkert að höndla þetta. Ég fór kannski á ball þar sem Free- dom var síðasta lagið. Það var mjög vandræðalegt vegna þess að ég vissi ekki hvort ég ætti að dansa eða ekki.“ Miðasala á tónleika Jet Black Joe í Laugardalshöll er í gangi á vef- síðunni Miði.is. Sigríður Guðnadóttir syngur lagið Freedom á ný Stígur aftur á svið með Jet Black Joe Lagið Freedom með Jet Black Joe naut mikilla vinsælda þegar það kom út árið 1993. Sigríður Guðnadóttir söng lagið og hyggst gera það á ný í Laugardalshöll í maí Tekur Freedom Sigríður Guðnadóttir stígur á svið með Jet Black Joe á ný. 24stundir/Kristinn HEYRST HEFUR … Spaugstofuforinginn nýskildi Karl Ágúst Úlfsson hefur sagt óhollustunni stríð á hendur. Hann stundar nú ræktina sem aldrei fyrr í Sporthúsinu og hefur sjaldan litið betur út, að sögn kvenkyns vitna. Karl þykir harður í horn að taka í tækjunum og gef- ur ekki tommu eftir, en hvort sem um aðfarir hans eða leikhæfileika er að ræða, tekst honum gjarnan að kalla fram bros hjá einkaþjálfaranum sínum. tsk Önnur hver kona á Íslandi virðist ganga með erf- ingja þessa dagana. Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, og eiginmaður hennar Guðjón Ingi Guðjónsson, eiga von á barni sem hefur boðað komu sína í september. Þingmaður Vinstri grænna, Katrín Jakobsdóttir, er nýjasta móðirin á Alþingi svo að það er ljóst að storkurinn spyr ekki um flokksskírteini. afb Og meira af frjósemi. Starfsmenn Ríkisútvarpsins blómstra sem aldrei fyrr þessa dagana, en fjölmarg- ar konur eiga von á barni. Í Kastljósinu er Brynja Þorgeirsdóttir flaggberi frjóseminnar, en á frétta- stofu sjónvarps eru öllu fleiri. Þóra Arnórsdóttir, Sigríður Hagalín og Rakel Þorbergsdóttir eiga all- ar von á barni eins og Áslaug Skúladóttir og Bríet Konráðsdóttir á fréttastofu útvarps. afb Hljómsveitin Maus er löngu orðin eitt af klassísku íslensku rokkböndunum og hóf feril sinn með sigri í Músiktilraunum árið 1993. Út eru komnar 5 breiðskífur og einn safnpakki með óútkomnu efni kom árið 2004, en meðlimir sveitarinnar taka skýrt fram að Maus sé ekki hætt. „Við hættum aldrei,“ segir Daníel Þorsteinsson, trommari sveitarinnar. „Það er eitthvað svo glatað þegar sveitir gera rosalega mikið úr því að hætta og halda lokatónleika og allt, og koma svo með sjö „comeback“- tónleika í röð nokkrum árum síð- ar. Maður missir allt álit á slíkum hljómsveitum.“ Ekki að fara að spila Maus á 15 ára afmæli um þessar mundir og hyggur af því tilefni á útgáfu. „Já, við eigum 15 ára af- mæli í maí og vorum að spá í að gera eitthvað úr því. En við erum ekki að fara að spila,“ segir Daníel. „Eggert bassaleikari býr í San Fransisco og Palli gítarleikari er í skóla í Tallinn. Ég er svo á fullu í Sometime og hef ekki mikinn tíma fyrir Maus núna. Við eigum samt pottþétt eftir að spila, en það verð- ur ólíklegt að við náum því á þessu ári. Hins vegar kemur út Ep-plata með óútkomnu lagi, Cover my eyes, sem við tókum upp árið 2004. Við erum að spá í að gefa það út með nokkrum órafmögn- uðum útgáfum af eldri Maus- lögum. Þetta verður betur kynnt á myspace-inu okkar, myspace.com/ mausiceland,“ segir Daníel að lok- um og er þar með rokinn. heida@24stundir.is Hljómsveitin sem hættir aldrei Maus sendir frá sér nýtt lag í maí Maus Meðlimir eru allir uppteknir núna en munu pottþétt spila seinna. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 2 4 5 1 9 7 3 6 8 1 3 9 8 2 6 4 5 7 6 7 8 3 5 4 9 1 2 7 2 3 4 1 5 8 9 6 8 5 6 9 3 2 1 7 4 9 1 4 6 7 8 2 3 5 3 8 7 5 4 9 6 2 1 4 9 2 7 6 1 5 8 3 5 6 1 2 8 3 7 4 9 Hvað viltu fá á hamborgarann þinn? 24FÓLK folk@24stundir.is a Það var kannski ekki hans sterkasta hlið, rétt um einn bolti í leik. Var Karadzovski með marga stolna bolta í leik? Friðrik Ingi Rúnarsson er framkvæmdarstjóri Körfuknattleikssambands Ís- lands, sem heldur utan um alla tölfræði í Iceland Express deildinni, en leik- stjórnandi Stjörnunnar, Dimitar Karadzovski, er grunaður um að hafa staðið að stórfelldum þjófnaði frá liðsfélögum sínum. Hefur samningi hans verið sagt upp og sætir hann lögreglurannsókn. Um er að ræða litla íbúð á neðstu hæð. Er í dag stúdíó með eldhúsaðstöðu og sér baðher- bergi með sturtu. Svo er sérher- bergi með eldhúsaðstöðu og aðgangi að snyrtingu á gangi og sturtuaðstöðu í þvottahúsi. Ís- skápar eru í báðum einingunum og eldavélarhelllur. Fataskápur er í herbergi en fatahengi í stúdíó. Frábær útleigukostur. Flott staðsetning. Göngufæri í miðbæinn og alla þjónustu og skóla. Verð 15,5 millj. Laust strax. Hafið samband við Jóhannes í síma 615 1226 eða á skrifstofu Eignavers s-5532222 Eggert Sk. Jóhannesson, Jóhannes Eggertsson, Ólafur Thoroddsen hdl. Fasteignasalan Eignaver Sími 553-2222 • eignaver.is Síðumúli 13 • 108 Reykjavík Fasteignasala Eignaver kynnir Snúa aftur Páll Rósinkranz og félagar í Jet Black Joe spila í Laugardalshöll í maí.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.