24 stundir - 15.04.2008, Side 1
24stundirþriðjudagur15. apríl 200871. tölublað 4. árgangur
metan.is
Ódýrasta eldsneytið í dag
Umhverfið í framsætið
Sverrir Viðar Hauksson fram-
kvæmdastjóri fékk óvenjulega af-
mælisgjöf þegar eiginkonan sendi
hann í kokkaskóla í Bretlandi.
Námskeiðið var á glæsilegum
herragarði.
FERÐIR»26
Kristín Kristjánsdóttir annar ekki eft-
irspurn eftir fatnaði sem hún hannar
og saumar og það þótt hún sé ekki
útskrifaður hönnuður. Hún flytur
einnig efnin inn sjálf til að vera
öðruvísi en aðrir.
Annar ekki eftirspurn
TÍSKA»18
44% verðmunur
á skyr.is
NEYTENDAVAKTIN »4
Lögregla í Ástalíu tók nýverið
til athugunar og efnagrein-
ingar DNA-sýni úr ælu til að
koma upp um glæpamann
sem rændi pósthús í borginni
Adelaide. Að sögn hafði hinn
tvítugi Ahmed Habib Jalloul
orðið svo stressaður þegar
hann rændi pósthúsið að
hann kastaði upp á gólfið áður
en hann lagði á flótta með
jafngildi 250.000 króna.
Jalloul hlaut þriggja og hálfs
árs dóm fyrir ránið, en tveir
samverkamenn hans ganga
enn lausir. aí
Sönnunargagn-
ið var gubb
GENGI GJALDMIÐLA
SALA %
USD 74,81 1,57
GBP 148,45 2,25
DKK 15,89 1,71
JPY 0,74 1,96
EUR 118,57 1,72
GENGISVÍSITALA 151,95 1,78
ÚRVALSVÍSITALA 5.193,03 -1,55
5
3
-5
2
-1
VEÐRIÐ Í DAG »2
Eftir Auði Alfífu Ketilsdóttur
fifa@24stundir.is
„Þetta er kvöld sem löng hefð er fyrir hjá
Herði og alltaf þetta atriði í lokin en eftir þessa
uppákomu í fyrra þá ákvað félagið að halda
þetta ekki í ár. Hins vegar voru þarna karl-
menn sem tóku sig saman og héldu svona
styrktarkvöld í þessum stíl. Það var einkasam-
kvæmi,“ segir Guðjón Magnússon, formaður
Hestamannafélagsins Harðar, um karlakvöld
sem haldið var í félagsheimili félagsins um
helgina. Meðal skemmtiatriða var kona sem
fækkaði fötum.
„Það eru skiptar skoðanir um þessi kvöld,
þetta er búið að vera svona í áratugi og alltaf
endað á þessum dagskrárlið, stuttu strippi,“
segir Guðjón en hann setti inn auglýsingu fyrir
karlakvöld Harðar á vef félagsins 26. mars síð-
astliðinn. Henni var seinna breytt þannig að
nafn félagsins var tekið út.
Rúmt ár er síðan félagið varð fyrir tölu-
verðri gagnrýni vegna nektardans á karla-
kvöldi. Í kjölfar þess skrifaði Stefán Konráðs-
son, þáverandi framkvæmdastjóri Íþrótta-
sambands Íslands, pistil á heimasíðu
sambandsins. Þar segir meðal annars: „Getur
það verið, að tilgangurinn með herrakvöld-
unum sé að 2-400 karlar fái kynörvun við það
að horfa á eina eða tvær stúlkur dansa nakt-
ar?“ Stefán segir að skilaboðin sem send séu
með því séu í raun kvenfyrirlitning. Þá segist
hann ekki geta látið uppákomur sem þessa
viðgangast enda standi hreyfingin fyrir for-
varnir, heilbrigði og góðan félagsanda. „Nekt-
ardansar og allt sem þeim fylgir á ekki heima á
opinberum samkomum í okkar hreyfingu.“
Líney Rut Halldórsdóttir, núverandi fram-
kvæmdastjóri, tekur undir orð Stefáns og segir
stefnu ÍSÍ ekki hafa breyst í þessum málum.
Þetta er bara prívatskemmtun hjá mér
Guðmundur Björgvinsson, varaformaður
Hestamannafélagsins Harðar, skipulagði karla-
kvöldið en markmiðið með því var að safna
peningum til þess að bæta reiðvegi félagsins.
Honum þykir ekki óeðlilegt að svara gagn-
rýninni sem kom á karlakvöldið fyrir ári með
því að halda kvöldið sjálfur. „Þetta er bara prí-
vatskemmtun hjá mér,“ segir hann.
Aðspurður um það hvort hann telji eðlilegt
að fá fatafellur á skemmtun sem þessa segir
Guðmundur: „Mér finnst það bara eðlilegt,
þetta eru karlar að skemmta sér.“
Harðir á strippinu
Hestamenn í Mosfellsbæ horfðu á nektardans í einkasamkvæmi varaformanns Harðar
Félagið hlaut harða gagnrýni í fyrra fyrir nektardans og stóð ekki sjálft fyrir karlakvöldi
➤ Hinn 26. mars var kynnt á vef Hestamannafélagsins Harðar
„karlakvöld Harðar“.
➤ Tilkynningunni var síðar breytt og nafn félagsins tekið út úr henni.
AUGLÝSINGUNNI BREYTT
Senn verður hjóla- og göngustígnum á Ægisíðunni breytt. „Eins og fyrirkomulagið er núna er hjólareiðabrautin
of mjó til að hjólreiðamenn geti mæst þar. Við ætlum að fara yfir allan stíginn frá Ægisíðu upp í Elliðaárdal,
skipta honum upp og breikka hjólreiðastíginn. Einnig tökum við út blindbeygjur og reynum að lýsa upp þar
sem það passar. Svo erum við að skoða hvort hægt sé að setja hita undir stíginn á ákveðnum stöðum,“ segir Gísli
Marteinn Baldursson borgarfulltrúi. Að sögn hans hefjast framkvæmdir í sumar en óvíst er hvenær þeim lýkur.
Stígurinn verður tvöfaldaður
24stundir/Golli
„Við ætlum að fara yfir allan stíginn“
Fjarvistir starfsmanna íslenskra
fyrirtækja jukust um 1.700 ársverk
frá árinu 2004 til 2006. Fjarvistir
eru helmingi algengari hjá hinu
opinbera en há-
tæknifyritækjum.
Fjarvistir tíðastar
hjá opinberum
»2
„Harðir dómar í fíkniefnamálum
eru ekki einsdæmi í litlum sam-
félögum sem þurfa sérstaka vernd
fyrir fíkniefnum,“ segir Linda Hes-
selberg, saksóknari í
Færeyjum.
Færeyingar sýna
fulla hörku
»6 »12
Námskeið á herragarði