24 stundir


24 stundir - 15.04.2008, Qupperneq 4

24 stundir - 15.04.2008, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2008 24stundir STUTT ● Gæsluvarðhald Héraðs- dómur Reykjavíkur úrskurð- aði í gær að einn þeirra sex, sem handteknir voru í tengsl- um við grófa líkamsárás í Keilufelli í mars, sæti áfram- haldandi varðhaldi til 5. maí. Fjórir voru úrskurðaðir í far- bann til 5. maí en sjötti mað- urinn er frjáls ferða sinna. ● Árétting Í viðtali við Salóme E. Ingólfsdóttur um helgina stóð: „Eingöngu er ráðlögð brjóstamjólk til 6 mánaða ald- urs.“ Salóme vill að fram komi að ungbörn þurfa D-vítamín- bætiefni frá 4 vikna aldri auk brjóstamjólkurinnar og frá 6 mánaða aldri er ráðlagt að hafa börn áfram á brjósti jafnhliða því að þau nærast á fleiri fæðu- tegundum og hafa mataræði sem smátt og smátt verður fjöl- breyttara. Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is „Í Djíbúti skrifuðum við í raun undir næsta stig,“ segir Ásta Þor- leifsdóttir, varaformaður stjórnar Reykjavík Energy Invest (REI), um samkomulag um hagkvæmnisat- hugun sem forsvarsmenn fyrirtæk- isins undirrituðu ásamt stjórnvöld- um í Afríkuríkinu Djíbútí í síðustu viku. Samkomulagið felur einnig í sér ákvæði þar sem djíbútísk stjórnvöld skuldbinda sig til að kaupa alla orku frá fyrirhugaðri virkjun. Viðstaddir undirritunina voru fulltrúar frá Alþjóðabankan- um, fjármögnunarsjóði Alþjóða- bankans (IFC) og Evrópska fjár- festingarbankanum, en litið er til þessara aðila varðandi fjármögnun á mögulegri jarðvarmavirkjun í landinu sem REI myndi þá byggja. Auk raforkusölunnar felur sam- komulagið í sér ákvæði um tilhög- un leyfisveitinga og fyrirkomulag tolla- og skattamála verði virkjunin að veruleika. Skilar öruggri arðsemi Að undanförnu hafa farið fram athuganir á því hvort jarðvarminn í Djíbútí sé virkjanlegur. Ásta segir þær athuganir hafa staðfest að ork- an sé til staðar. „Verði af virkjun- inni þá hafa stjórnvöld Í Djíbútí nú lofað að kaupa orkuna á ákveðnu verði sem skilar öruggri arðsemi. Það sem snýr beint að REI núna er hver stærð virkjunarinnar ætti að vera og hvar ætti að staðsetja bor- holur. Hin hliðin á þessu er síðan fjármögnunin. Hún er á hendi þessara stóru alþjóðlegu aðila sem sýna þessu svona mikinn áhuga.“ Í kjölfarið munu starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) vinna skýrslu um umhverfismat á svæð- inu ásamt sérfræðingum frá Ís- lenskum orkurannsóknum (ÍSOR). Viljayfirlýsing í Jemen Íslenska sendinefndin fór einnig til Jemens og Eþíópíu í ferðinni. Í Jemen undirrituðu fulltrúar REI viljayfirlýsingu um að fyrirtækið myndi kanna möguleika þess að byggja þar virkjun. Samkvæmt því samkomulagi mun jarðvísinda- stofnun Jemen nú senda REI allar upplýsingar um jarðvarmarann- sóknir sem hafa verið fram- kvæmdar þar og í staðinn mun REI mögulega senda jarðvísindamann þangað til að kynna sér aðstæður. REI á að vera búið að ljúka þessari forathugun sinni fyrir lok ágúst næstkomandi. Að þeim tíma liðnum stendur til að ræða frekar við þarlend stjórn- völd. Í Eþíópíu var ekki skrifað undir neitt að þessu sinni þar sam- bærileg viljayfirlýsing var undirrit- uð í janúar síðastliðnum. Munu kaupa alla orkuna  REI undirritaði hagkvæmnisathugun í Djíbútí  Stjórnvöld þar skuldbinda sig til að kaupa alla orku frá fyrirhugaðri virkjun ➤ REI undirritaði viljayfirlýsinguum samstarf við Djíbúti um könnun á jarðhitasvæðum í febrúar 2007. ➤ Í síðustu viku skrifaði REI und-ir hagkvæmnisathugun um nýtingu á jarðhita í landinu. ➤ Ætlunin er að fjármagn hanameð fé frá fjármögnunarsjóði Alþjóðabankans og Evrópska fjárfestingarbankanum. ➤ Rannsóknarboranir ættu aðgeta hafist í lok árs. REI OG DJÍBÚTÍ 24stundir/G.Rúnar Samstarfsvilji Guðlaugur Þór Þórð- arson, þáverandi stjórnarformaður OR, og utanríkisráðherra Djíbúti und- irrita viljayfirlýsingu í febrúar 2007. Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Neytendasamtökin könnuðu að þessu sinni verð á skyr.is með jarðarberjum í 500 g dós. Hæsta verð reyndist vera 43,9% hærra en lægsta verð eða 83 króna munur. Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingu. 44% verðmunur á skyr.is Sonja McManus NEYTENDAVAKTIN skyr.is m/jarðarberjum 500 g dós Verslun Verð Verðmunur Kaskó 189 Krónan 189 Skagfirðingabúð 223 18,0 % Samkaup-Strax 246 30,2 % Hagkaup 257 36,0 % 11-11 272 43,9 % Meistaranám í menntunarfræði MENNTAVÍSINDASVIÐ www.khi.is Umsóknarfrestur er til 15. apríl / Skráning og upplýsingar á www.khi.is Fjölmenning · Fræðslustarf með fullorðnum – mannauðsþróun Heimspeki menntunar · Íslenska – íslenskukennsla Kennslufræði og skólastarf · Listmenntun – listasaga – verkmenntun Mál og læsi · Menntunar- og kennslufræði yngri barna Náttúrufræðimenntun · Sérkennslufræði Stjórnunarfræði menntastofnana · Stærðfræðimenntun Upplýsingatækni og miðlun Suðurlandsbraut 24 • 108 Reykjavík • Sími 569 0900 Fax 569 0909 • lifbank@lifbank.is • www.lifbank.is Tilkynning til sjóðfélaga í Aldursdeild (áður Stigadeild) Lífeyrissjóðs bankamanna Stjórn Lífeyrissjóðs bankamanna vill vekja athygli á breytingu sem varð á réttindakerfi Stigadeildar með nýjum samþykktum sem tóku gildi 1. janúar 2008 og heitir deildin Aldursdeild frá þeim tíma. Með breytingunni er horfið frá stigakerfi og í stað þess tekið upp aldurstengt réttindakerfi. Með tilkynningu þessari vill stjórnin vekja sérstaka athygli á 37. gr. samþykkta sjóðsins þar sem kveðið er á um að réttindamunur sjóðfélaga, sem hugsanlega myndast milli stigakerfisins og aldurstengda kerfisins verði jafnaður með greiðslum inn á séreignarlífeyrissparnað. Þar sem einungis er um jöfnun framtíðarréttinda að ræða, þá á þetta einungis við um þá sjóðfélaga sem greiddu iðgjöld til deildarinnar í desember 2007 og hafa ekki hætt iðgjaldagreiðslum til deildarinnar. Með yfirlitum, sem eru að berast sjóðfélögum, fylgir eyðublað, sem er beiðni um greiðslu áunninnar fjárhæðar, sem sjóðfélagi hugsanlega á rétt á, til vörsluaðila lífeyrissparnaðar. Er hér með skorað á þá sjóðfélaga, sem vilja koma til álita við úthlutun uppbótar, að skila beiðni þessari til skrifstofu sjóðsins, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík FYRIR 30. APRÍL 2008. Sjóðurinn mun síðan á næstu vikum senda sjóðfélögum Aldursdeildar bréf, þar sem fram kemur hvort viðkomandi á rétt til séreignarframlags skv. 37. gr. samþykktanna. Að öðru leyti vill stjórnin benda á samþykktir sjóðsins sem nálgast má á vefsíðu hans: www.lifbank.is. Stjórn Lífeyrissjóðs bankamanna. Í boði eru fjölbreytt sveita- og garðyrkjustörf hjá Landbúnaðarháskóla Íslands. Nánari upplýsingar gefa Snorri í síma 843-5341(snorri@ lbhi.is) eða Kári í síma 8435306 (kari@lbhi.is) Vantar þig skemmtilega vinnu í sumar?

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.