24 stundir - 15.04.2008, Blaðsíða 8

24 stundir - 15.04.2008, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2008 24stundir „Það er alveg á hreinu að við munum standa þétt að baki bönkunum verði þeir fyrir at- lögu sem þeir ráða ekki við,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir utanríkisráðherra í við- tali við danska blaðið Berl- ingske Tidende og segir pólitíska samstöðu ríkja um þetta. „Ef við héldum að grundvöllur íslensku bank- anna væri veikari en annarra sambærilegra banka þá er ekki víst að stuðningurinn væri jafn sjálfsagður,“ bætir hún við. ejg Ingibjörg S. Gísladóttir Stöndum þétt að baki bönkum STUTT ● Eldsvoði Eldur kom upp á þaki Hvassaleitisskóla í gær. Iðnaðarmenn voru að leggja tjörupappa, og var hiti notaður við verkið. Samkvæmt upplýs- ingum lögreglunnar kviknaði í klæðningu. Tjón varð ekki mikið og engum varð meint af. ● Sinubruni Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst til- kynning um sinubruna á Kjal- arnesi síðdegis í gær. Að sögn slökkviliðsins var einn bíll sendur á vettvang. Engin hætta var á ferð og hafði bruninn ekki áhrif á umferðina. Eftir Elías Jón Guðjónsson elias@24stundir.is „Þetta eru mjög ákveðin ummæli og alveg í takt við það sem þau Geir Haarde hafa áður sagt,“ segir Edda Rós Karlsdóttir, yfirmaður greiningardeildar Landsbankans, um ummæli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í danska blaðinu Berl- ingske Tidende í gær. Þar sagði hún að íslensku bankarnir gætu reitt sig á stuðning íslenskra stjórnvalda lendi þeir í erfiðleik- um og að þann stuðning gætu þeir sótt bæði í ríkissjóð og gjaldeyr- isvarasjóð Seðlabankans. Mikilvæg skilaboð „Þetta eru mjög mikilvæg skila- boð,“ segir Edda Rós. Undir það tekur Friðrik Már Baldursson, prófessor við viðskiptadeild Há- skólans í Reykjavík. Hann telur líklegt að ummæli Ingibjargar verði til þess að styrkja stöðu bankanna. „Geir H. Haarde gekk reyndar einnig býsna langt í sömu átt á ársfundi Seðlabankans, en við núverandi aðstæður þarf þetta að vera alveg skýrt og öll ummæli af þessu tagi hjálpa til.“ Beðið eftir efndum „Það hefur verið kallað eftir því að þetta verði undirstrikað. En það þarf líka að vera alveg skýrt að það sem til þarf sé til staðar, það er að segja að gjaldeyrisforðinn verði efldur og lánalínur auknar,“ segir Friðrik Már en bætir við: „Ef ein- hver vafi leikur á því að ríkið raunverulega geti þetta þá þýðir lítið að segja svona hluti.“ Edda Rós tekur undir þetta en segir menn hins vegar vera orðna langeyga eftir efndum. „Ég tel að lækkun krónunnar síðustu daga megi að einhverju leyti rekja til þess að erlendir aðilar séu að missa trúna á að Seðlabankinn geti fylgt eftir stóru orðum stjórn- málamannanna,“ segir Edda Rós. Lítil tíðindi Ingólfur Bender, forstöðumað- ur greiningardeildar Glitnis, telur ummæli Ingibjargar í sjálfu sér ekki vera nein tíðindi. „Geir H. Haarde hefur talað um þetta nokkrum sinnum áður þannig að þetta eru í sjálfu sér engin tíðindi. Nú eru þau hins vegar að dreifa þessum orðum erlendis,“ segir hann. Ingólfur segir það alltaf hafa legið fyrir að hlutverk Seðlabank- ans væri að lána bönkunum pen- inga ef eitthvað kæmi upp á. „Hún er í raun og veru að tilkynna það sem stendur í lögum um Seðla- bankann. Það eru í raun og veru engin tíðindi hér á landi en gætu þó verið tíðindi fyrir erlenda að- ila.“ Staða bankanna sterk „Það er hins vegar spurning hversu mikið menn eiga að tala á þessum nótum þar sem það liggur fyrir að staða bankanna er sterk,“ segir Ingólfur og bætir við: „Það er afar ólíklegt að það þurfi að koma til einhverra björgunaraðgerða.“ Mikilvæg skilaboð utanríkisráðherra  Hagfræðingur segir mikilvægt að sýna að hægt sé að standa við stóru orðin Beðið eftir efndum Stjórnmálamenn hafa tal- að skýrt. Hagfræðingur segist bíða eftir efndum. ➤ Forsætisráðherra hefur lýstþví yfir að unnið sé að því að stækka gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans auk þess sem til skoðunar sé að taka upp samstarf við seðlabanka í löndum þar sem umsvif ís- lensku bankanna eru mikil. ➤ Formaður bankastjórnarSeðlabankans hefur sagt að æskilegt væri að tvöfalda gjaldeyrisvaraforða Seðla- bankans. GJALDEYRISVARAFORÐI „Við gerum þá kröfu að menn vandi betur til verka ef það á að fara með þetta í opinbera umræðu og tala um vísitölu,“ segir Egill Jó- hannsson, formaður Bílgreinasam- bandsins, um svokallaða vara- hlutavísitölu Sjóvár, sem fjallað var um í 24 stundum í síðustu viku. Samkvæmt vísitölunni hefur verð bílavarahluta hækkað um tæp 30% það sem af er ári. „Það er fráleitt að tala um vísi- tölu þegar um er að ræða varahluti í 9 bílategundir, sem að okkar mati endurspegla ekki bílaflota lands- manna,“ segir Egill, og bendir á að í landinu séu um 40 bílategundir og þúsundir undirgerða. Hann segir til greina koma að Bílgreinasambandið vinni faglega að varahlutavísitölu, í samvinnu við Félag íslenskra bifreiðaeigenda og tryggingafélögin. hos Segir vísitöluna ekki endurspegla bílaflotann Gagnrýnir varahluta- vísitölu Sjóvár irlýsingu frá Jóhönnu Sigurðar- dóttur félagsmálaráðherra um að framfærsluviðmið eigi að koma í sumar. Við reynum að gera allt til að breyta þessu en ég hef áhyggjur af því að bæturnar muni enn sitja eftir á næsta ári og einnig á þar- næsta ári. Við vonum hins vegar að menn geri eitthvað þegar fram- færsluviðmiðin koma fram,“ segir Halldór. ibs Hækkun á mánaðarlegum bót- um örorkulífeyrisþega sem ein- göngu er með greiðslur frá Trygg- ingastofnun ríkisins er 8.033 krónur 1. apríl 2008 miðað við 1. janúar 2007, að því er greint er frá á heimasíðu Öryrkjabandalags Ís- lands, ÖBÍ. Halldór Sævar Guðbergsson, formaður ÖBÍ, segir að í yfirlýs- ingu ÖBÍ, Landssambands eldri borgara og Alþýðusambands Ís- lands hefði verið bent á að bæt- urnar hefðu átt að hækka jafnmik- ið og lágmarkslaunin eða um 18 þúsund krónur. „Við erum alltaf í reglulegu sam- ráði við félagsmálaráðuneytið og við munum taka þetta upp á næsta samráðsfundi. Síðan bindum við vonir við það sem kom fram í yf- Öryrkjabandalag Íslands Hækkun bóta aðeins um átta þúsund Umsóknarfrestur er til 30. maí Kynntu þér námið á www.hr.is HJÁ ATVINNULÍFINU KEMUR ÞÉR Á KORTIÐ Tölvunarfræði er afar fjölbreytt fagsvið sem býður upp á marga valkosti fyrir nám og störf, allt frá hagnýtum verkefnum til fræðilegra, frá umsjón tölvukerfa til smíði flókinna hug- búnaðarkerfa, frá forritun til stjórnunar. Tölvunarfræðinám er góður grunnur fyrir starfsferil á fjölmörgum sviðum. Tölvunarfræðinám við Háskólann í Reykjavík einkennist af fjölbreytileika og skapandi um- hverfi þar sem nemendum gefst kostur á að vinna verkefni í nánum tengslum við fræðimenn og fyrirtæki. • BSc í Tölvunarfræði (90 einingar) • BSc í Hugbúnaðarverkfræði (90 einingar) • BSc í Stærðfræði (90 einingar) • MSc í Tölvunarfræði • MSc í Hugbúnaðarverkfræði • MSc í Máltækni • PhD í Tölvunarfræði • Kerfisfræðigráða (60 eininga nám í fjarnámi og með vinnu) TÖLVUNARFRÆÐI Tölvunarfræðideild HR býður upp á nám í

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.