24 stundir


24 stundir - 15.04.2008, Qupperneq 9

24 stundir - 15.04.2008, Qupperneq 9
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2008 9 Lýsi hf. hefur sent frá sér frétta- tilkynningu þar sem það ástand sem skapast hefur í kringum fisk- þurrkun fyrirtækissins er harmað. 24 stundir sögðu frá því á dög- unum að íbúar í Þorlákshöfn hefðu gengið í hús í þorpinu og safnað undirskriftum gegn því að áfram- haldandi starfsleyfi vegna fiskþurk- unar Lýsis þar verði veitt. Íbúarnir segja að ólykt leggi frá starfseminni og skerði lífsgæði sín. Alls söfnuð- ust 527 undirskriftir, en íbúar í Þorlákshöfn eru nálægt 1400. Í yfirlýsingu Lýsis kemur fram að bæjaryfirvöld hafi synjað fyrirtæk- inu um leyfi til þess að setja upp mengunarbúnað og er fullyrt að hann mæti kröfum íbúa. ejg Lýsi hf. harmar óánægju í Þorlákshöfn Fá ekki leyfi fyrir mengunarbúnaði Sesselju Steingrímsdóttur brá í brún þegar hún hugðist hita upp tilbúinn fiskrétt sem hún átti í frystinum um daginn. „Ég ætlaði að fara að borða þetta og var að skoða hvernig ætti að elda réttinn. Þá sé ég að það er límt yfir verðmiðann, en ekki nógu vel. Svo ég fór að fletta og þá er varan útrunnin í janúar 2007, en ekki 2009 eins og stendur á efri miðanum.“ Fiskinn keypti Sesselja í lágvöruverðs- verslun, en man ekki hverri. Segist framleiðandi vera þess fullviss að ekki hafi verið límt yfir miða innan fyrirtækis síns. Jóhannes Gunnarsson, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir dæmi þess að síðasti söludagur vöru sé framlengdur heyra til algerra undantekninga. „Við fáum fullt af dæmum þessa dagana þar sem verið er að líma nýja verðmiða yfir gamla. Það er ekkert óheimilt. En það eru allt aðrar reglur þegar kemur að síðasta söludegi. Þá mega menn ekk- ert vera að föndra við hlutina.“ aij Þarf að líta undir miðann? Norski selfangarinn Havsel er nú í höfn á Ísafirði en áhöfnin veiðir sel á Vestfjarðamiðum. Segir Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarhafna, í samtali við BB að skipið sé ný- komið á miðin og sér skiljist að skipsmenn hafi þegar veitt áttatíu seli. Havsel leitaði til Ísafjarðar vegna veðurs og er þetta í þriðja skipti sem það kemur til hafnar þar. þkþ Selveiðimenn í höfn á Ísafirði FYRIR ALLA FÉLAGA Í VILDARKLÚBBI ICELANDAIR Dagana 16.–18. apríl bjóðum við öllum okkar félögum 50% afslátt af Vildarferðum. Ferðatímabil er til og með 31. desember. Bókanir hefjast miðvikudaginn 16. apríl kl.09:00. Tilboðið bókast inn á www.vildarklubbur.is. Barnaafsláttur Vildarklúbbsins gildir. Flugvallarskattar ekki innifaldir. + Skilmálar og allar nánari upplýsingar inn á www.vildarklubbur.is. *Tilboðið gildir ekki til Barcelona, Mílanó og Madrid. – TAKMARKAÐ SÆTAFRAMBOÐ HELMINGS AFSLÁTTUR AF VILDAR- FERÐUM* Vildarklúbbur ÍS L E N S K A S IA .IS IC E 41980 04 /08 WWW.VILDARKLUBBUR .IS Eigum á lager opnanlegar skóflur á góðu verði. Frábærar í frágangin. 100% HARDOX 400 (þessar endast). Gerð 09, 10-13,5 Breidd skóflu 800 1000 Stærð Ltr/SAE 430 570 Gerð 10, 13,5-18 Breidd skóflu 800 1000 1200 Stærð Ltr/SAE 520 690 850 Gerð 11, 18-25 Breidd skóflu 1000 1200 1400 Stærð Ltr/SAE 850 1070 1280 Gerð Opnunarlengd A Opnunarvinkill B 09 1100mm 90° 10 1120mm 90° 11 1350mm 90° F í t o n / S Í A N1 VERSLANIR SÍMI 440 1200 WWW.N1.IS Hjá N1 finnur þú landsins mesta úrval af bílavarahlutum frá viðurkenndum framleiðendum. Í verslunum okkar um land allt er fagfólk reiðubúið að veita þér alla þá aðstoð og ráðgjöf sem þú þarfnast. N1 – Meira í leiðinni. Auglýsingasíminn er 510 3744

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.