24 stundir - 15.04.2008, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2008 24stundir
24stundir
Útgáfufélag:
Ritstjóri:
Fréttastjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Árvakur hf.
Ólafur Þ. Stephensen
Björg Eva Erlendsdóttir
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Þröstur Emilsson
Elín Albertsdóttir
Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is,
Prentun: Landsprent ehf.
Kristján Möller samgönguráðherra hefur viðrað hugmyndir um að lág-
marksfjöldi íbúa í sveitarfélagi verði 1.000 manns. Þetta eru ekki nýjar hug-
myndir og því síður eru þær óskynsamlegar. Þegar horft er á kort af sveit-
arfélögum með færri en 1.000 íbúa, eins og það sem birtist hér í blaðinu
um helgina, liggur í augum uppi að sveitarfélögin eru alltof mörg og margir
möguleikar á sameiningu.
Það er áreiðanlega rétt hjá ráðherranum að 1.000 manns er nálægt því að
vera sú lágmarksstærð sem þarf til að sveitarfélag geti sinnt núverandi lög-
bundnum skyldum sínum við íbúana og þeim verkefnum sem rætt er um
að færa frá ríkinu til sveitarfélaganna, t.d. þjónustu við fatlaða og aldraða.
Markmiðið með sameiningu sveitarfélaga er ekki sízt að greiða fyrir
þessum verkefnatilflutningi; að færa verkefni hins opinbera og valdið yfir
þeim nær fólkinu. Ef pínulitlir hreppar með fáeina tugi íbúa halda áfram
að streitast á móti sameiningu, er ekki hægt að ganga eins langt og annars í
að draga úr miðstýringu og færa valdið til fólksins.
Samt er það svo þversagnakennt og kaldhæðnislegt að það er fólkið
sjálft, sem hefur hafnað því að skapa aðstæður til að minnka miðstýringu
opinberrar þjónustu. Þar kemur vafalaust margt til. Íbúar sveitahreppa ótt-
ast að verða afskiptir um þjónustu ef þeir sameinast þéttbýliskjörnum.
Jafnvel þótt fólk fái betri skóla með sameiningu sveitarfélaga, hrýs mörgum
hugur við að senda börnin sín tugi kílómetra leið með skólabíl á hverjum
degi. Sumir hafa áhyggjur af að þjónusta og stjórnarhættir verði ópersónu-
legri, jafnvel bara í 1.000 manna sveitarfélagi.
Rétta leiðin í sameiningu sveitarfélaga er ekki valdboð að ofan. Það er
lykilatriði að hér eftir sem hingað til komi frumkvæðið og ákvörðunin frá
sveitarfélögunum sjálfum. Hins vegar gætu stjórnvöld
gert eina lagabreytingu, sem myndi líkast til greiða fyr-
ir sameiningu sveitarfélaga. Þau gætu gert ráð fyrir
þeim möguleika, að tiltekinn fjöldi íbúa í „gömlu“
sveitarfélagi geti farið fram á að fá að greiða atkvæði
um að segja á ný skilið við sameinaða sveitarfélagið.
Með þessu myndu menn skapa aukið aðhald með
sveitarstjórn í sameinuðu sveitarfélagi að standa við
þau loforð, sem iðulega eru gefin þegar kjósa á um
sameiningu sveitarfélaga. Sömuleiðis hefðu íbúarnir
tryggingu fyrir því að ef sameiningin stæði ekki undir
væntingum, gætu þeir fengið litla, veikburða sveitarfé-
lagið sitt aftur og tekið afleiðingunum.
Vill fólkið valdið?
SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST
Hér sitjum við uppi með sömu
mennina áratugum saman í
æðstu stöðum með þeim afleið-
ingum að kerfin
skilyrðast gagn-
vart ákveðnum
einstaklingum og
vinum þeirra.
Um þetta eru
skelfileg dæmi.
Afleiðingarnar
verða spilling,
getuleysi og
skortur á fókus á það að þessar
stofnanir og fyrirtæki eru til fyrir
almenning en ekki stjórnendur,
ráðamenn, stjórnmálaflokka og
þeirra hégóma. Ég held að stóra
málið fari að verða að við gerum
hér eins og Bandaríkjamenn
gerðu [...] að enginn mætti gegna
embætti lengur en í átta ár.
Pétur Gunnarsson
eyjan.is/hux
BLOGGARINN
Ekki gott kerfi
Þung umræða er nú um framtíð
peninga- og gjaldmiðilsmála okk-
ar Íslendinga. Nýjasta birting-
armyndin er til-
laga Samtaka
atvinnulífsins um
evruvæðingu
einkageirans. Það
held ég að sé ekki
góð leið og vísa í
niðurstöðu Jóns
Þórs og Eiríks
Bergmanns í bók
þeirra um evruna. Sjálfkrafa upp-
taka evrunnar er ekki góð leið
heldur verðum við að taka form-
lega ákvörðun um aðild að mynt-
bandalagi. […] Við höfum tvo
kosti; núverandi fyrirkomulag
gjaldmiðilsmála eða aðild-
arumsókn að Efnhags- og mynt-
bandalagi Evrópu.
Björgvin G. Sigurðsson
bjorgvin.is
Þung umræða
Boðskapur Gores var ekki í gam-
aldags ræðuformi en var skreytt-
ur mikilli grafík og mynd-
skeiðum; ekki
skrýtið heldur,
Gore er orðinn
verðlaunaður
kvikmyndafram-
leiðandi.
Ekki er þó hægt
að mæla með því
að menn sæki
sýningar hans
oft. Sjálfur sat ég svona sýningu
úti í Færeyjum á ráðstefnu þar
sem ég var með erindi. Las svo í
frásögnum þegar heim var komið
að allt var eins á báðum stöðum.
Meira að segja brandarinn sem
sagður var í upphafi sýning-
arinnar úti í Færeyjum var sá
sami í Háskólabíói.
Einar K. Guðfinnsson
ekg.is
Endurunninn
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@24stundir.is
Þrátt fyrir ótvíræða kosti netsins hefur það
því miður aukið möguleika kynferð-
isbrotamanna á því að tæla börn og að hafa aðgang að
og dreifa efni þar sem börn eru beitt kynferðislegu of-
beldi. Mjög mikilvægt er því að stöðva útbreiðslu slíks
efnis á netinu og hvetja Barnaheill almenning til virkr-
ar þátttöku í að stöðva útbreiðsluna. Hægt er að senda
ábendingar til Barnaheilla (www.barnaheill.is) eða á
embætti ríkislögreglustjóra ef fólk rekst á efni þar sem
sem börn eru sýnd á kynferðislegan og klámfenginn
hátt. Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er alvarlegt
brot á réttindum barna. Mikilvægt er að hafa í huga að
við gerð og framleiðslu efnis sem sýnir barn á kyn-
ferðislegan og klámfenginn hátt, svokallað barnaklám,
er verið að beita það barn sem á myndinni er kynferð-
islegu ofbeldi. Í hvert einasta skipti sem myndin er
skoðuð heldur ofbeldið gegn barninu áfram. Vitneskja
barns, sem beitt hefur verið kynferðislegu ofbeldi, um
að mynd af því sé á netinu veldur því enn meira hug-
arangri og miska. Hver sá sem verður uppvís að því að
nýta sér slíkt myndefni er að fremja refsivert athæfi.
Litlu máli skiptir þá hvort um íslenska eða erlenda
heimasíðu er að ræða. Þó mikilvægt sé að finna brota-
mennina, er ekki síður mikilvægt að finna börnin sem
orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi og sýnd eru á
netinu. Gagnagrunnur INTERPOL hefur að geyma
hátt í milljón myndir sem sýna kynferðislegt ofbeldi
gegn meira en 20.000 börnum. Hins vegar eru aðeins
fyrirliggjandi upplýsingar um að rúmlega 500 þessara
barna hafi fundist. Barnaheill leggja mikla áherslu á að
börnin finnist og fái þann stuðning sem þau þurfa og
vinna Evrópusamtök Barnaheilla - Save the Children
ötullega á þeim vettvangi. Til að fleiri
börn finnist þarf samræmdar aðgerð-
ir hjá stjórnvöldum og lögreglu á al-
þjóðavettvangi og samræmdar að-
gerðir hjá stjórnvöldum, lögreglu og
barnaverndaryfirvöldum í hverju
landi fyrir sig. Í reynd þýðir það nýja
forgangsröðun og meira fjármagn og
eru íslensk stjórnvöld þar ekki und-
anskilin.
Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaheilla,
Save the Children, á Íslandi
Þarf samhæfðar aðgerðir
ÁLIT
Petrína
Ásgeirsdóttir
petrina@barnaheill.is
T.G.I. FRiDAYŚ
...snakkið er á leiðinni
www.snakk.is
...engu öðru líkt!
mikið úrval
www.billiard.is
Suðurlandsbraut 10 Reykjavík
Sími 568 3920 & 897 1715
Fótboltasspil