24 stundir - 15.04.2008, Side 13

24 stundir - 15.04.2008, Side 13
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2008 13 Sjónvarpsmaðurinn EgillHelgason fagnar því ábloggi sínu að umræður séu hafn- ar um skólagjöld í Háskóla Íslands. „Þau eru alveg sjálf- sagt mál á há- skólastigi. Það á ekki að taka mark á stúdentum sem mótmæla þeim, þeir eru bara í hagsmunabaráttu,“ skrifar Egill. „Bestu háskólar í heimi inn- heimta skólagjöld. Þau veita nem- endum aðhald, vinsa burt stúd- enta sem er ekki alvara með náminu, gera skólana efnaðri - svo er hægt að nota hluta þeirra til að veita góðum námsmönnum styrki. Einkaháskólarnir hér inn- heimta skólagjöld; það gera líka leikskólar!“ Bloggfærsla Egils hefur vakiðheilmikil viðbrögð oghvorki fleiri né færri en 40 athugasemdir voru komnar við hana á eyjan.is í gær. Það er líklega lýsandi fyrir firr- inguna í umræðum um skólagjöld að einn af þeim, sem gerðu athugasemdir við skrif Egils, telur að honum geti ekki verið alvara; hann sé bara stríðnispúki sem sé að leita eftir viðbrögðum. Stúdentar við Háskóla Íslands verða ekki skildir öðruvísi en svo að verði byrjað að innheimta skólagjöld, hrökklist fjöldi fátækra námsmanna úr námi. Staðreyndin er þó sú að samfara því að byrjað var að taka skólagjöld í einkareknum háskól- um, snarfjölgaði fólki í há- skólanámi. Enn er Ísland til umræðu hjávirtustu viðskiptaskríbent-um heimspressunnar. James Surowiecki, sem skrifar viðskiptadálk í The New Yorker, segir í nýjasta hefti blaðs- ins að Ísland hafi orðið fyrir barðinu á alþjóðlegu láns- fjárkreppunni og gæti orðið fyrsta ríkið, sem færi flatt á henni, „Bear Sterns“ Norð- ur-Atlantshafsins. Surowiecki segir að vandræði Íslands séu þó alls ekki tilkomin af því að ís- lenzkir bankar hafi veðjað á bandarísk undirmálslán. Þvert á móti hafi þeir forðast þau, en treyst á alþjóðlega fjárfesta, sem nú hafi kippt að sér höndunum. Jafnvel traustir lántakendur séu í mesta basli með að finna lánsfé. olafur@24stundir.is KLIPPT OG SKORIÐ Við framsóknarmenn vöruðum strax í sumar og haust ríkis- stjórnarflokkana við þeirri þenslu sem þeir sjálfir blésu upp m.a. vegna mikillar útgjaldaaukningar í fjárlögum og neikvæðrar þróun- ar á erlendum fjármagnsmörkuð- um. Formaður Framsóknar- flokksins, Guðni Ágústsson, benti ríkisstjórninni ítrekað á að „óveðursskýin hrönnuðust upp“ í efnahagsmálunum eins og hann þá orðaði það. Aðrir þingmenn Framsóknarflokksins hafa einnig margoft varað við þróun efna- hagsmála. Ríkisstjórnin hlustaði hins vegar ekki á neinar viðvör- unarbjöllur og aðhafðist ekkert. Ríkisstjórnin stakk höfðinu í sandinn að strúta sið. Síðan hefur öll þróun farið á verri veg illu heilli. Spá framsóknarmanna rættist í megindráttum og viðvör- unarorðin sem féllu á síðasta ári áttu öll rétt á sér. Framsóknar- menn telja að ríkisstjórnin hafi ekki brugðist við á nokkurn hátt í samræmi við tilefnið. Meðan hvert áfallið rekur annað heldur ríkisstjórnin að sér höndunum. Skortur á viðbrögðum hennar hefur ekki verið í neinu samræmi við horfur í efnahagsmálunum og samspil við peningamálastjórn Seðlabankans hefur ekkert verið. Spá um lækkandi fasteignaverð Nýjustu fréttir af neikvæðri stöðu efnahagslífsins er svört spá um þróun á íbúðamarkaði. Seðla- banki Íslands spáir því nú að framundan sé 30% lækkun á fast- eignaverði. Formaður og varafor- maður Félags fasteignasala, þær Ingibjörg Þórðardóttir og Halla Unnur Helgadóttir, kalla spá Seðlabankans reyndar hræðslu- áróður í opinberri blaðagrein um síðustu helgi og óska eftir ábyrg- ari greiningu. Ljóst er að ef spá Seðlabankans gengur eftir mun fjöldi fjölskyldna sjá sparifé sitt brenna upp og verða að engu. Þar að auki bætist við lamandi óvissa um hvar fjölskyldan verður nið- urkomin í framtíðinni. Íbúðalánasjóður yfirtaki lán Í ljósi þess hve efnahagslíf Ís- lendinga er í mikilli kreppu og þess að allt frumkvæði vantar í ríkisstjórnina hafa framsóknar- menn lagt fram beinharðar til- lögur um aðgerðir sem munu stuðla að því að fjölskyldurnar og atvinnulífið standi efnahagserfið- leikana frekar af sér. Hvað fjár- málakerfið sjálft varðar leggjum við til í fyrsta lagi að efla gjald- eyrisforða Seðlabankans til að draga úr þeirri óvissu sem er uppi um greiðslugetu fjármálakerfis landsmanna. Fyrir þessu höfum við talað í nokkurn tíma. Í annan stað að yfirtaka Íbúðalánasjóðs á fasteignalánum bankanna verði til reiðu á lánum sem eru undir tilteknum fjárhæðarmörkum og þannig verði með félagslegum hætti komið að vanda tekjulægri hópa í samfélaginu. Því verði miðað við markaðsvirði eigna, en ekki brunabótamat eins og nú er og af þeim sökum þarf að hækka þak hámarkslána. Með yfirtöku á húsnæðislánum bankanna er létt af þeim að þurfa að endurfjár- magna lánin á þeim afarkjörum sem þeir búa við. Ríkisstjórnin vakni Í þriðja lagi þarf að endurskoða og íhuga breytingar á peninga- málastefnu Seðlabankans þannig að vægi fjármálastöðugleika í markmiðssetningu bankans verði aukið, samhliða því sem horft verði til stöðugleika í verðalags- málum. Auk þessa teljum við að endurskoða þurfi forsendur fjár- laga, fella á brott sértæka neyslu- skatta s.s. álögur á eldsneyti og virðisaukaskatt á matvæli auk stimpilgjalda. Einnig þarf að efla verðlags- og verðmerkingareftir- lit, auk þess að styrkja mikilvægar stofnanir eins og Samkeppniseft- irlitið og Fjármálaeftirlitið. Áfram þarf að vinna að undir- búningi stórframkvæmda þannig að hægt verði að ráðast í þær með skömmum fyrirvara þegar að- stæður skapast í efnahagslífinu og hvetja þarf til almenns sparnaðar með skattalegum aðgerðum. Að mati okkar framsóknarmanna verður ríkisstjórnin að vakna hið allra fyrsta og koma fram með aðgerðir sem miðast annars vegar við að styrkja fjármálakerfið og hins vegar að draga sem mest úr skaðvænlegum afleiðingum fyr- irsjáanlegrar efnahagskreppu. Ríkisstjórnin getur ekki lengur hagað sér eins og sofandi strútur. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Að strúta sið VIÐHORF aSiv Friðleifsdóttir Ríkisstjórnin hlustaði hins vegar ekki á neinar við- vörunar- bjöllur og að- hafðist ekkert. Lestrarskóli Helgu Sigurjónsdóttur Meðalbraut 14, 200 Kópavogi ,,Læs“ á átta vikum Byrjendanámskeið í lestri. Næsta lestrarnámskeið hefst 21. apríl og lýkur 19. júní 2008. Námið er ætlað fjögurra og fimm ára börnum en hentar líka eldri börnum sem hefur borið upp á sker í lestrinum. Kennt er hálftíma á dag, fjórum sinnum í viku. Hópar eru fimm, kl. 8.00, 8.30, 9.00, 16.00 og 16.30. Verð kr. 30.000, námsefni er innifalið. Að kenna lestur Námskeið í lestrarkennslu verður haldið laugardaginn 19. apríl kl. 10.00-15.00. Það hentar bæði leikum og lærðum. Verð kr. 15.000. Námsefni er innifalið. Skóli Helgu Sigurjónsdóttur Meðalbraut 14 í Kópavogi. Netfang: helgasd@internet.is Veffang: www.skolihelgu.is S. 554 2337og 696 2834. www.triumph.is Krossgötur ehf TB W A\ R EY KJ AV ÍK \ SÍ A Full búð af sumarvörum Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsunum Fákafeni) www.gala.is • S:588 9925 Opið alla daga 11.00-22.00 Vallý s.510 3728 Böddi s.510 3726 atvinna@24stundir.is PANTIÐ GOTT PLÁSS Í TÍMA                                                  !                    63.316

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.