24 stundir - 15.04.2008, Síða 15

24 stundir - 15.04.2008, Síða 15
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2008 15 Vatnagörðum 24 - 26 • Reykjavík • Sími 520 1100 • www.bernhard.is Allt frá árinu 1947 þegar Honda kom með sitt fyrsta mótorhjól á markað hefur keppnisandi og draumar án takmarka einkennt fyrirtækið. Þessi hugsjón hefur gert Honda að einu virtasta fyrirtæki í mótorheiminum í dag. Það er óumdeilanleg staðreynd að Honda CRF motocrosshjólin hafa verið í fremsta fl okki frá því þau komu fyrst á markað. Ár eftir ár fá hjólin einróma lof gagnrýnenda um allan heim. Með endurbættum útfærslum af Honda CRF 250R og CRF 450R, sannar Honda enn og aftur, að þau bestu geta orðið betri! Komdu og vertu með okkur í sumar. VERTU MEÐ OKKUR Í SUMAR UMBOÐSAÐILAR: Bílver - Bernhard, Akranesi, sími 431 1985 • Höldur, Akureyri, sími 461 6020 • Bernhard, Reykjanesbæ, sími 421 7800 • Bragginn, Vestmannaeyjum, sími 481 1535 Það brá mörgum í brún þegar þáverandi meirihluti borgarstjórn- ar ákvað að setja Fríkirkjuveg 11 á sölu í október 2006. Gerð var út- boðslýsing og duldist fáum að ver- ið var að undirbúa sölu til ákveðins aðila. Í útboðslýsingu stóð að um væri að ræða húseignina að Frí- kirkjuvegi 11 og 903 m2 lóð. Í febr- úar 2007 bárust síðan 4 tilboð og það hæsta var frá Novator, fyrir- tæki í eigu Björgólfs Thors Björg- ólfssonar sem bauð 600 milljónir í húseignina og 900 m2 lóð en í til- boðinu segir enn fremur að það byggi „á þeirri forsendu að heimild verði veitt fyrir gerð viðhafnarað- komu að húsinu frá Fríkirkjuvegi, aðkomutorgi við sýningarsal í kjallara og nýtingu baklóðar fyrir aðkomu og bílastæði, sbr. með- fylgjandi uppdrætti og samkomu- lag verði gert um ný lóðamörk.“ Það kemur síðar í ljós að fyrir þetta eru kaupendur tilbúnir að greiða 200 milljónir til viðbótar. Á óljósum uppdrætti má sjá viðhafn- araðkomuna, torgið og stórt skarð rofið í gerðið á bak við húsið. Í febrúar 2007 samþykkti meiri- hluti borgaráðs að taka hæsta til- boði og fela sviðsstjórum fram- kvæmda-, skipulags- og umhverfissviðs að eiga viðræður við kaupendur um hugsanlegar breytingar á lóðinni og ef unnt reynist að verða við þeim að meira eða minna leyti. Kveðið er á um að slíkur samningur verði lagður fyrir borgarráð og að kaupverð greiðist við afhendingu eignar, sem áætlað var í síðasta lagi 1. september 2007. Á bak við tjöldin Nú er liðið rúmt hálft ár síðan afhenda átti eignina en nýir eig- endur eru ekki teknir við og húsið stendur tómt. Samningsdrög voru lögð fyrir borgarráð í febrúar og ítrekað hefur staðið til að afgreiða málið síðan. Í margvíslegum til- raunum meirihlutans til að af- greiða þetta vandæðalega mál er mér kunnugt um það að reiknað er með því að það verði komið til móts við Novator, þ.e. gerð verði viðhafnaraðkoma, torg og rofið skarð í gerðið á bak við húsið og sennilega komið í veg fyrir núver- andi notkun gerðisins. Eftir það hafi Novator neitunarvald varð- andi allar hugsanlegar fram- kvæmdir í Hallargarðinum og inn í drögin er komið ákvæði þess efnis að eigendur megi kalla til lögreglu og loka garðinum ef „tignargestir“ séu í húsinu og það geti gilt fyrir alla daga aðra en sumardaginn fyrsta, 17. júní og Menningarnótt. Íbúar í herkví Á því eina og hálfa ári sem liðið er síðan ákveðið var að selja Frí- kirkjuveg 11 hafa borgaryfirvöld ekki á nokkurn hátt haft samband hvað þá samráð við íbúa svæðisins og sennilega stendur það ekki til. Íbúar hljóta þó að hafa fullan rétt til þess að samráð sé haft við þá þar sem verið er að ræða breytt skipulag garðsins og gerðisins. Íbúum við Laufásveg verður líklega um og ó þegar þeir átta sig á því að þeir gætu lent í herkví á milli ameríska sendi- ráðsins og Fríkirkjuvegar 11 þegar „tignargestir“ gista húsið. Það hefur heldur ekki verið haft samráð við Húsafriðunarnefnd ríkisins en hún hlýtur að þurfa að fjalla um málið þar sem um friðað hús og umhverfi þess er að ræða og að mati Árbæj- arsafns er húsið mikilvægur hluti af umgjörð tjarnarinnar og götu- myndar Fríkirkjuvegar. Fullt forræði borgarbúa Það er borginni til skammar hvernig staðið hefur verið að mál- um. Í raun er full ástæða til þess að biðja alla hlutaðeigandi afsökunar. Það á að biðja Novator afsökunar á því að afgreiðsla málsins hefur dregist úr hömlu. Það á að biðja íbúa afsökunar á því að málið hafi ekki verið borið undir þá og það á að biðja bogarbúa og landsmenn alla afsökunar á því að staðið hafi til að setja forræði hluta af fegursta opna svæði miðborgarinnar í hendur einkaaðila. Undirritaður lagði fram í borgarráði á fimmtu- daginn svohljóðandi tillögu: „Borgarráð samþykkir að leita leiða til að afturkalla sölu á fasteigninni að Fríkirkjuvegi 11 þar sem komið hefur í ljós að nýr eigandi á erfitt með að nýta eignina án verulegra breytinga á almenningseign Reyk- víkinga, Hallargarðinum.“ Tillög- unni var frestað en Vinstri græn í borgarstjórn leggja fram tillögu í sama dúr á fundi borgarstjórnar á þriðjudaginn. Verður hún tekin til umræðu kl. 2 og hvet ég íbúa og aðra áhugasama til að mæta á pall- ana. Höfundur er borgarfulltrúi VG Verður Hallargarðurinn fyrir „tignargesti“? UMRÆÐAN aÞorleifur Gunnlaugsson Það er borg- inni til skammar hvernig stað- ið hefur verið að málum. Í raun er full ástæða til þess að biðja alla hlutaðeigandi afsök- unar.

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.