24 stundir - 15.04.2008, Side 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2008 24stundir
Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu
svanhvit@24stundir.is
„Ég sit við saumavélina núna, það
þýðir ekkert annað,“ segir Kristín
Kristjánsdóttir, verðandi kjóla-
klæðskeri. Þrátt fyrir að vera ekki
útskrifuð sem kjólaklæðskeri selur
Kristín þegar svo mikið af hönnun
sinni að hún hefur vart undan.
Hún stefnir líka hátt og ætlar sér
að opna sína eigin verslun eins
fljótt og mögulegt er. „Mig hefur
alltaf langað að hanna mín eigin
föt og þegar ég var þrettán ára
ákvað ég að hanna undir merkinu
RYK. Ég tók því ákvörðun um
hvað ég vildi verða mjög ung enda
hef ég alltaf haft áhuga á hönnun.
Ég fer varla út á lífið nema vera í
mínum eigin fatnaði og þannig
hefur það verið síðan ég byrjaði að
mæta á skólaböll þegar ég var
þrettán ára.“
Seldist upp á fyrsta degi
Kristín byrjaði að selja hönnun
sína fyrir jólin árið 2004 en þá var
hún á fyrstu önn í skólanum. „Ég
leigði mér pláss í verslunarhúsnæði
á Akureyri eina viku fyrir jólin og
auglýsti einu sinni í Dagskránni.
Ég byrjaði með fimmtán flíkur og
bjóst við að það myndi duga enda
hélt ég að fólk myndi aðallega
skoða flíkurnar. Hins vegar klár-
aðist allt fyrsta daginn þannig að
ég þurfti að sauma um nóttina. Ég
þurfti að sauma allar nætur þessa
viku og það varð því lítið um
svefn. Ég var líka með adr-
enalínkikk alla vikuna og þurfti
engan svefn, þetta var voða gam-
an,“ segir Kristín og hlær að end-
urminningunni. „Í kjölfarið var
hringt í mig frá verslun á Akureyri
sem vildi selja vörurnar mínar. Í
dag sel ég þær í verslun á Akureyri
sem heitir Valrós en mamma mín á
hana. Ég hef selt þar á annað ár,
það er brjálað að gera og aukning
með hverjum mánuðinum sem
líður.“
Flytur inn sín eigin efni
Í Reykjavík er hægt að nálgast
hönnun Kristínar í gegnum
heimasíðu hennar og segist hún
selja töluvert af fötum heiman frá
sér. „Ég er að vinna að því að opna
verslun á höfuðborgarsvæðinu þar
sem ég er orðin svolítið leið á að
sitja heima og sauma allan daginn.
Reyndar þyrfti ég að ráða til mín
saumakonur því ég rétt svo anna
þessu núna og það er tveggja mán-
aða bið hjá mér. Ég hef stundum
afgreitt í búðinni fyrir norðan og
það er rosalega gaman að fá at-
hugasemdir frá viðskiptavinum,“
segir Kristín sem segist fá inn-
blástur víða. „Ég fæ hugmyndir
hvaðanæva, annað hvort prófa ég
mig áfram og læt mér detta eitt-
hvert gott snið í hug eða ég horfi á
sjónvarp eða skoða tímarit til að fá
hugmyndir. Samhliða náminu hef
ég hannað nýjar flíkur reglulega en
ekki haft tíma til að hanna eig-
inlegar vor- og haustlínur. Það
mun breytast þegar ég klára nám-
ið.“
Kristín flytur sjálf inn flest efnin
sem hún saumar úr og hefur gert
það í rúmt ár. „Mig langaði að fá
meira úrval og geta verið svolítið
með mín efni. Það eru svo margir
hönnuðir á Íslandi í dag og mér
fannst leiðinlegt að sjá flíkur eftir
aðra sem eru svipaðar mínum því
sömu efnin voru notuð. Ég kaupi
efni frá New York, Hollandi,
Þýskalandi og Japan. Ég á einmitt
von á mjög skemmtilegri sendingu
frá Japan. Það er flott og sérstakt
kímonó-efni.“
24stundir/Golli
Kristín er upprennandi hönnuður sem hannar undir merkinu RYK
Hef vart undan að
hanna og sauma
➤ Kristín er með stúdentspróffrá hönnunar- og textílbraut
frá Verkmenntaskólanum á
Akureyri.
➤ Í vor lýkur hún klæðskera- ogkjólasveinanámi frá Iðnskól-
anum í Reykjavík sem er fjög-
urra ára nám.
➤ Á síðunni Kristin-ryk.blogcentral.is má sjá
meira af hönnun Kristínar og
hvernig má ná sambandi við
hana.
KONAN
Draumur Kristínar Krist-
jánsdóttur er að opna
eigin verslun til að selja
hönnun sína en nú þegar
annar hún vart eftirspurn
og það er tveggja mán-
aða biðtími eftir flík frá
henni.
Kristín Kristjánsdóttir:
„Mig hefur alltaf langað að
hanna mín eigin föt og
þegar ég var þrettán ára
ákvað ég að hanna undir
merkinu RYK.“
Fæst í Hagkaupum og í apótekum um land allt
50% stærri og þykkari
varir strax!!
Áhrifamikið varagloss sem virkar á aðeins mínútu
en endist í marga klukkutíma.
Sjáanlegur árangur strax.
Kemur í fjórum litum.
Dr.Hauschka
Náttúrulegar snyrtivörur
Rósakrem
fyrir þurra og viðkvæma húð
Lífrænt ræktuð Rósablóm og rósaber
hjálpa til við að varðveita rakann í
húðinni. Það gerir húðina silkimjúka og
veitir henni sérstaka vernd.
Rósakremið inniheldur einungis hrein
náttúruleg efni og lífrænt ræktaðar
lækningajurtir. Það er án allra kemiskra
rotvarnarefna og ilmefna. Imurinn
er úr hreinum ilmkjarnaolíum. Þetta á
einnig við um allar aðrar vörur frá
Dr.Hauschka.
Útsölustaðir: Yggdrasill Skólavörðustíg 16,
Fræið Fjarðarkaup, Lyf & heilsa Kringlunni,
Lífsins Lind Kringlunni, Lyfja, Maður Lifandi
og Heilsuhornið Akureyri.
dreifing:
Suðurlandsbraut 50
(bláu húsunum við Fákafen)
www.gala.is • Sími 588 9925
Opið 11-18 • 11-16 lau.
Full búð af
flottum fötum
frá Pause Café
Str: 34-52