24 stundir - 15.04.2008, Qupperneq 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2008 24stundir
Eftir Maríu Ólafsdóttur
maria@24stundir.is
Hugmyndin að saumanámskeið-
inu kviknaði fyrir rúmum þrem-
ur árum þegar verið var að upp-
færa valgreinar skólans. Þá datt
kennurum það snjallræði í hug
að halda stutt hraðnámskeið í
kjólasaumi fyrir árshátíð skólans.
Upp úr því var valið sett á lagg-
irnar og hefur námskeiðið nú
verið haldið þrisvar sinnum. Í ár
voru um 20 stúlkur sem saum-
uðu sér kjóla fyrir árshátíð skól-
ans sem er nýlega afstaðin.
Gaman að sauma eigin kjól
„Við byrjuðum á því að skoða
bæklinga hjá Gyðu þar sem við
fundum fullt af hugmyndum.
Einnig fór ég á netið og sá kjól
þar sem var svipaður þeim sem
ég saumaði síðan. Ég sýndi Gyðu
kjólinn og hún teiknaði upp snið
fyrir mig, en við notuðum líka
snið sem hún átti og púsluðum
þeim saman. Ég hafði séð kjólana
sem stelpurnar saumuðu í fyrra
og mig langaði til að sauma mér
flottan kjól fyrir árshátíðina,“
segir Silja Guðbjörg Tryggvadótt-
ir, nemandi í 10. bekk Rétt-
arholtsskóla, sem tók þátt í nám-
skeiðinu. Hún segir að það hafi
verið mjög gaman að sauma sinn
eigin kjól, en fyrst ákvað hún
efnið sem er blátt satínefni.
Saumaður í stykkjum
Aðspurð um saumaskapinn
segir Silja Guðbjörg hann ekki
hafa verið svo erfiðan þar sem
stelpurnar hafi fengið góða hjálp
frá Gyðu. „Kjóllinn er saumaður
í stykkjum og settur saman. Fyrst
saumaði ég pilsið sem var dálítið
vesen því að það þurfti að fella
hverja einustu fellingu og setja
fullt af títuprjónum í þær, en eft-
ir það var þetta ekkert mál. Í
handavinnutímum var alveg nóg-
ur tími til að sauma kjólinn, ég
fór bara í aukatíma daginn fyrir
árshátíðina til að klára,“ segir
Silja Guðbjörg.
Satínefnin vinsælust
„Það hafa allir komist að sem
vilja ef hægt hefur verið að koma
valinu fyrir, en stundatöflurnar
eru misjafnar. Þessir þrír mán-
uðir eru nákvæmlega nógur tími
til að sauma kjól og hefur gengið
vel. Stelpurnar fletta hjá mér
blöðum og velja þar þá kjóla sem
þeim líkar. Því næst reyni ég að
finna snið sem eru lík viðkom-
andi kjól í sniðablöðum og
breyta þeim eins og þarf,“ segir
Gyða. Hún segir sumar líka
teikna upp sniðin sjálfar og séu
satínefnin hvað vinsælust. Skól-
inn útvegar efni sem stelpurnar
velja sjálfar en þær geta síðan
lagt út aukalega vilji þær kaupa
dýrara efni.
Stelpur í Réttarholtsskóla sauma eigin árshátíðarkjóla
Satínefni vinsælust
í kjólsauminn
➤ Mikilvægt er að vera óhrædd-ur við að þora og nota góð
sniðablöð. Í þeim eru mál-
tökur þannig að hægt er að
mæla sig sjálfur yfir brjóst,
mitti og mjaðmir.
➤ Þegar stærðin í viðkomandiblaði er fundin skal taka rúm-
lega þá stærð og sauma eftir.
AÐ SAUMA KJÓLHópur stúlkna úr Rétt-
arholtsskóla saumaði
sína eigin árshátíðarkjóla
undir styrkri leiðsögn
saumakennarans, Gyðu
Jónsdóttur. Ein úr hópn-
um, Silja Guðbjörg, segir
saumaskapinn ekki hafa
reynst erfiðan.
Árshátíðarkjólar stelpn-
anna Voru glæsilegir, Silja
Guðbjörg er fremst til hægri.
Hér eru nokkrar dagsetningar
sem áhugafólk um tísku og tísku-
viðburði ætti ekki að láta framhjá
sér fara.
Tískustarfskynning í New York
Á hverju ári er haldið í New
York svokallað Fashion Career Fair
og verður það næsta haldið mið-
vikudaginn 30. apríl næstkomandi
í Metropolitan Pavilion. Hér koma
saman þeir sem þegar vinna í
tískuiðnaðinum og eru í leit að
nýju starfi auk þeirra sem eru að
stíga sín fyrstu skref. Fulltrúar
helstu tískuhúsa og hönnuða verða
á staðnum, meðal annars frá Polo
Ralph Lauren.
Ástralska tískuvikan
París, Mílanó, New York, Lond-
on og já, Sydney. Þar er haldinn
stærsti tískuviðburður Ástralíu,
Rosemount Australian Fashion
Week, eða RAFW. Hér gefst hönn-
uðum kostur á að sýna tískulínur
komandi árstíða sem seldar verða í
heildsölu. Einblínt er á götutísku
og hingað hafa hönnuðir meðal
annars frá Indlandi, Japan og
Nýja-Sjálandi komið með hönnun
sína. Innkaupafulltrúar leiðandi
stórverslana og sérverslana sækja
þessa tískuviku.
Montreal Naffem
Eina sýning sinnar tegundar í
Norður-Ameríku á vönduðum úti-
vistarfatnaði og fylgihlutum. Hér
sýna yfir 200 hönnuðir frá öllum
heimshornum vörur sínar svo sem
loðfeldi og leðurvörur.
Mikilvægir atburðir á tískudagatalinu
New York, Montreal og Sidney
Hönnuður og fyrirsæta
Á áströlsku tískuvikunni.
www.ynja.is
Útsölustaðir: Nana Hólagarði, Esar Húsavík, Smart Vestmannaeyjum,
Pex Reyðarfirði, Efnalaug Vopnafjarðar, Heimahornið Stykkishólmi
Opnunartími
Mán.-fös. 11-18, lau. 11-14
Hamraborg 7 Kópavogur Sími 544 4088
Ný sending
frá Vanity Fair
Fæst í hvítu,
svörtu,
gylltu og
dökk rauðu
Verð 4.990
Ennþá sama verðið
Frábær verð og gæði Persónuleg þjónusta
Dr.Hauschka
Náttúrulegar snyrtivörur
Rósakrem
fyrir þurra og viðkvæma húð
Lífrænt ræktuð Rósablóm og rósaber
hjálpa til við að varðveita rakann í
húðinni. Það gerir húðina silkimjúka og
veitir henni sérstaka vernd.
Rósakremið inniheldur einungis hrein
náttúruleg efni og lífrænt ræktaðar
lækningajurtir. Það er án allra kemiskra
rotvarnarefna og ilmefna. Imurinn
er úr hreinum ilmkjarnaolíum. Þetta á
einnig við um allar aðrar vörur frá
Dr.Hauschka.
Útsölustaðir: Yggdrasill Skólavörðustíg 16,
Fræið Fjarðarkaup, Lyf & heilsa Kringlunni,
Lífsins Lind Kringlunni, Lyfja, Maður Lifandi
og Heilsuhornið Akureyri.
dreifing: