24 stundir - 15.04.2008, Qupperneq 25
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2008 25
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur
hilduredda@24stundir.is
Í Þjóðminjasafni Íslands eru
nokkrir gripir sem vitna um op-
inberar refsingar á Íslandi, svo sem
öxi og höggstokkur, gapastokkur
og svarthol. Árni Björnsson þjóð-
háttafræðingur hyggst ganga með
gestum um grunnsýningu safnsins
klukkan 12.05 í dag, kynna fyrir
þeim þessa muni og setja þá í sögu-
legt samhengi.
Opinberar refsingar þekktust
ekki á Íslandi fyrr en landsmenn
urðu þegnar Noregskonungs, enda
ekkert framkvæmdavald í landinu.
Þá eru refsingar leiddar í lög, en
ekki eru ýkja mörg dæmi um refs-
ingar fyrr en kemur fram yfir siða-
skipti á 16. öld. Ástæðan kann að
vera sú að dómabækur hafi ekki
verið færðar eða að þær hafi glat-
ast. Síðan um 1600 eru á hinn bóg-
inn til talsverðar heimildir og refsi-
gleðin virðist mest á 17. og 18. öld.
Lítið um heimildir
Að sögn Árna er erfitt að full-
yrða um hvort minna hafi verið
um refsingar fyrir árið 1600 þar
sem einungis er getið um þær í
annálum. „Þeir voru mjög stutt-
orðir og yfirleitt kom bara fram að
manni hefði verið drekkt eða mað-
ur hefði verið hálshöggvinn, en
ekki hvar það hefði farið fram eða
fyrir hvað. Skjöl frá þessum tíma
hafa sennilega brunnið eða glatast
á einhvern hátt og því er ekki hægt
að slá neinu föstu. Hins vegar lítur
flest út fyrir að refsigleðin hafi auk-
ist mikið eftir að konungsvaldið
efldist í kjölfar siðaskiptanna. Þar
með voru konungur og kirkja orð-
in eitt. Fram að því hafði kaþólska
kirkjan haft mjög sterka stöðu og
konungur og kirkja langt frá því
alltaf sammála,“ segir hann.
Fólk sem dæmt var til dauða var
yfirleitt hálshöggvið, hengt eða því
drekkt og að sögn Árna var nokkur
kynjaskipting á aðferðunum.
„Konum var í meira mæli drekkt
heldur en körlum en það er ein-
ungis til heimild um eina konu sem
var hengd. Á galdratímabilinu, sem
stóð frá 1635 til 1685 kom fyrir að
fólk var brennt á báli fyrir galdra
en að öðru leyti er einungis vitað
um eina nunnu á Kirkjubæjar-
klaustri sem var brennd á 14. öld.“
Hann bætir því við að sér hafi
komið mjög á óvart að sjá þess get-
ið að menn hefðu verið kviksettir.
„Á það er minnst fjórum sinnum í
annálum á 14. öld og þar af er einu
sinni tekið fram hvert brot við-
komandi var. Sá hafði átt mök við
kýr.“
Sakamenn sem ekki voru dæmd-
ir til dauða hlutu gjarnan líkamleg-
ar refsingar á borð við húðstrýk-
ingu, brennimerkingu og limalát.
„Þjófar voru brennimerktir og svo
voru stundum höggnar af þeim
hendur eða þeir fingur sem þeir
áttu að hafa stolið með. Gapa-
stokkar, sem tíðkuðust gjarnan er-
lendis, komu svo frekar seint til Ís-
lands, enda markmiðið með þeim
að veita mönnum smánarrefsingu
á almannafæri á torgum bæja og
borga. En hér voru engar borgir og
engin torg þannig að eina leiðin til
að hafa menn að athlægi á al-
mannafæri var að festa þá við
kirkjudyr. Kirkjurnar voru þá eini
staðurinn þar sem fólk kom saman
í hópum og hjá nokkrum kirkjum
voru gapastokkar eða krókar til að
festa þá við. Þetta þótti alltaf frekar
skrítið því að kirkjan er hús Krists,
sem boðaði bandingjum lausn, en
samt voru bandingjar hengdir á
hús hans.“
Árni Björnsson Fjallar
um opinberar refsingar í
sögulegu samhengi.
Árni Björnsson eys úr viskubrunnum í Þjóðminjasafninu
Saga refsigleðinnar
Árni Björnsson ætlar að
fjalla um opinberar refs-
ingar á Íslandi fyrir gesti
Þjóðminjasafnsins í há-
deginu í dag. Þar eru
meðal annars öxi og
höggstokkur, gapa-
stokkur og svarthol.
➤ Síðasta dauðarefsingin hér álandi var framkvæmd árið
1830 í Vatnsdalshólum þar
sem karl og kona voru háls-
höggvin.
➤ Til eru dæmi um að menn hafiverið dæmdir til að veita sjálf-
um sér kjaftshögg fyrir
óvandað orðbragð. Jón
Hreggviðsson var einn af
þeim, en hann hafði talað illa
um konunginn.
OPINBERAR REFSINGAR
Tvær heimildarmyndir hol-
lenska kvikmyndaleikstjórans
Johns Appels verða sýndar í Hafn-
arhúsinu næstkomandi fimmtu-
dag, þann 17. apríl klukkan 20.
Myndirnar heita The Last Victory
frá árinu 2004 (88 mínútur að
lengd) og The Promised Land frá
árinu 2001 (50 mínútur að lengd).
Að sýningum loknum verður boð-
ið upp á umræður og fyrirspurnir,
en leikstjórinn verður sjálfur við-
staddur. Fyrr um daginn, eða
klukkan 12, mun Appel halda op-
inn fyrirlestur í Hafnarhúsinu um
gerð handrita fyrir heimildar-
myndir. Báðir viðburðirnir eru
öllum opnir og aðgangur er
ókeypis.
John Appel hefur gert fjölda
heimildarmynda sem hafa unnið
til verðlauna og viðurkenninga
víða um heim. Hann hefur einnig
víðtæka reynslu í stjórnun nám-
skeiða með stuðningi MEDIA-
áætlunar Evrópusambandsins. Frá
árinu 2000 hefur hann starfað sem
gestaprófessor við hollensku Kvik-
mynda- og sjónvarpsakademíuna.
Næsta fimmtudagskvöld í Hafnarhúsinu
Tvær hollenskar heimildarmyndir
Per Thorling Hadsun, forvörður
frá Jyllands historiske museum,
heldur fyrirlesturinn „Breytist í
stein“ í Landnámssýningunni við
Aðalstræti í dag klukkan 17.
Hann stýrði forvörslu torfrústar
frá landnámsöld, sem fannst
óvenjuvel varðveitt við forn-
leifauppgröft í Aðalstræti 16 árið
2001.
Fyrirlesturinn verður haldinn á
dönsku.
Fyrirlestur
um forvörslu
Göran Rosberg fjallar um skipu-
lagsmál í fyrirlestrinum „Var-
anleg borgarþróun - sem dæmi
Västra höfnin í Malmö“ í Nor-
ræna húsinu í dag, þriðjudaginn
15. apríl milli klukkan 17 og 19.
Fyrirlesturinn fer fram á ensku
og er partur af dagskránni „Bygg-
ingarlist í brennidepli, mannlíf í
miðborg“.
Varanleg
borgarþróun
Óskum að ráða frá 1. ágúst 2008:
• grunnskólakennara á yngsta stig, miðstig og
elstastig (áherslu á íslensku og ensku á elsta stigi)
• grunnskólakennara í textílmennt, heimilisfræði,
upplýsingatækni og tónmennta
• skólaliða og starfsmenn í Frístund- síðdegisvistun
• starfsmann með uppeldismenntun í Frístund
Skoðaðu aðstæður og vertu með í liði sem byggir upp.
Upplýsingar um störfin gefa skólastjóri og aðstoðarskóal-
stjóri í símum skólans 540 4700, 821 5007, 821 5009 og
netfang: sveinbjorn.njalsson@alftanesskoli.is og
gudlaug.erla.gunnarsdottir@alftanesskoli.is
Umsóknir sendist Álftanesskóla, 225 Álftanesi.
Umsóknarfrestur til 23. apríl 2008
Sjá einnig vefina www.alftanesskoli.is og
www.alftanes.is
Laun eru samkvæmt kjarasamningi LN og KÍ.
,,Einn hefur yndi af
þróttmiklum söng,
annar vill
staðreyndahjal”
MENNING
menning@24stundir.is a
Þjófar voru brennimerktir og svo voru
stundum höggnar af þeim hendur eða
þeir fingur sem þeir áttu að hafa stolið með.