24 stundir


24 stundir - 15.04.2008, Qupperneq 28

24 stundir - 15.04.2008, Qupperneq 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2008 24stundir Hlíðasmára 14 sími 588 2122 www.eltak.is Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband líðas ára 14 Sí i 588 2122 .eltak.is Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Rúm er fyrir fleiri trjátegundir hér á landi að mati Axels Kristinssonar, formanns Trjáræktarklúbbsins, en klúbbfélagar eru sérlegir áhuga- menn um ræktun nýrra tegunda. „Við höfum í raun prófað ansi fáar tegundir. Það eru þúsundir trjá- plantna í heiminum sem við eigum eftir að prófa af einhverri alvöru. Við erum satt að segja rétt byrjuð að klóra í yfirborðið,“ segir Axel. Einhæf ræktun varasöm Tilgangurinn með starfi félags- ins er ekki aðeins að auka fjöl- breytni trjágróðurs hér á landi heldur er mikilvægt að setja ekki öll egg í sömu körfu að mati Axels. „Það eru ákveðnar hættur fólgnar í því að vera með einhæfa ræktun. Það getur alltaf eitthvað komið upp á eins og sjúkdómar og plágur sem geta jafnvel fellt heilu tegund- irnar eins og gerðist á sjötta ára- tugnum með skógarfuruna. Það hafði verið gróðursett mikið af henni og síðan drapst hún nánast öll á einu bretti vegna furulúsar,“ segir Axel og bendir einnig á hnatt- ræna hlýnun í þessu sambandi. „Ef hún gengur eftir er mjög mikilvægt að vera stöðugt að prófa nýjar tegundir því að við þurfum þá líka að laga okkur að breyttu loftslagi.“ Trjáræktarklúbburinn hefur flutt inn fræ af trjáplöntum sem dreift hefur verið til félaga sem prófa að rækta plönturnar við ólík skilyrði. Í framhaldinu hyggjast klúbbfélagar búa til gagnagrunn um árangur ræktunarinnar. „Við erum ekki langt komin með það en í framtíðinni hugsum við okkur að slíkur gagnagrunnur gæti nýst fólki við að skipuleggja sumarbústaða- lönd eða trjárækt og velja tegund- ir,“ segir Axel. Trjásafn í Esjuhlíðum Eitt stærsta verkefni Trjáræktar- klúbbsins er að koma upp trjásafni (arboretum) í Esjuhlíðum en búið Einhæfni varasöm Það eru ákveðnar hættur fólgnar í því að vera með einhæfa ræktun að mati Axels Kristinssonar, formanns Trjáræktarklúbbsins. Trjáræktarklúbburinn gerir tilraunir með ræktun nýrra tegunda Aukin fjölbreytni í trjárækt á Íslandi Trjáræktarklúbburinn vinnur að því að auka fjölbreytni trjágróðurs hér á landi og stefnir meðal annars að því að koma upp stóru trjásafni. Slíkt safn sprettur þó ekki á einni nóttu enda er trjárækt þolinmæðisverk. ➤ Trjáræktarklúbburinn varstofnaður í desember árið 2004. ➤ Klúbburinn er ætlaður öllumsem hafa áhuga á að rækta runna og tré. ➤ Þær plöntur sem ræktaðareru á vegum klúbbsins eru af tegundum sem hafa lítið eða ekkert verið ræktaðar hér á landi áður. ➤ Nánari upplýsingar umklúbbinn og starfsemi hans má nálgast á vefsíðunni www.trjaklubbur.org. TRJÁRÆKTARKLÚBBURINN er að afmarka um 20 hektara svæði fyrir safnið. „Þar er hugmyndin að gróðursetja allar þær tegundir sem við prófum. Hugsunin er sú að þetta verði töluvert stærra en þessi litlu trjásöfn sem eru víða um land, til dæmis í Hallormsstað. Þarna verður markvisst unnið að því að safna saman plöntum og hafa þær til sýnis fyrir almenning,“ segir Ax- el. Slíku trjásafni verður þó ekki komið upp á einni nóttu. „Trjárækt er náttúrlega þolinmæðisverk. Við þurfum ekki aðeins að horfa tvö til þrjú ár fram í tímann heldur ára- tugi og jafnvel aldir,“ segir Axel Kristinsson, formaður Trjáræktar- klúbbsins að lokum. Einhvern tíma fyrir ekki svo mjög löngu las ég niðurstöður vís- indalegrar könnunar frá þýskum háskóla á þeim áhrifum sem potta- blómarækt og gæludýrahald hefur á skaphöfn fólks, háttu þess og heimilisbrag. Þar kom í ljós að pottaplöntufólkið var að jafnaði í betra jafnvægi og heilsuhraustara en þeir sem engin pottablóm áttu. Einnig að pottaplöntufólkið var líklegra til að eiga kött eða fugl fremur en hund. Hundafólkið var hins vegar í meirihluta þeirra dýra- haldara sem engin pottablóm áttu eða skreyttu heimili sín með gervi- blómum. Mun lægri tíðni hjóna- skilnaða var í pottaplöntu- og kattahópnum en meðal þeirra sem ekki ræktuðu pottablóm og héldu hund. – En hvernig svo sem þessar upplýsingar eiga við okkur Íslend- inga, þá er nú kominn tími til að huga að pottablómunum, a.m.k. fyrir þau okkar sem þau eiga. Koma misvel undan vetri Pottaplönturnar okkar koma misjafnlega undan vetri. Margærar og blómstrandi plöntur, eins og t.d. fúksíur og havaírósir, þarf að umpotta nú í nýja mold, en ekkert endilega í stærri potta. Þá tökum við rótarkökkinn úr pottinum, hristum mest af moldinni af hon- um og klippum svo sem einn þriðja af rótunum áður en við setj- um plöntuna aftur í hreinan eða nýþveginn pott og fyllum með nýrri pottamold. Oft þarf að klippa plönturnar til. Fjarlægja veikar greinar og laga jafnvægið í vaxt- arlaginu. Á eftir er svo vökvað rækilega. Geymum að gefa áburð þar til vöxturinn er aftur kominn í fullan gang og fylgjum svo eftir það leiðbeiningunum á áburðarum- búðunum. En höfum það í huga með áburðargjöf á pottablóm hér á Íslandi að við gefum engan áburð meðan daglengdin er skemmri en sjö klukkustundir. Vanti dagsbirt- una geta plönturnar ekki unnið úr áburðinum, svo að hann hleðst bara upp í moldinni og getur skemmt ræturnar. Umpottun stærri plantna Stærri plöntur, eins og t.d. fíkusa og pálma, sem við viljum ekki að verði risastórar og ómeðfærilegar, þurfum við ekki að umpotta ár- lega. Það nægir að skera fleyga, einskonar tertusneiðar, niður í moldina við pottahliðarnar á svo sem tveimur, þremur stöðum, fjar- lægja moldina þar og fylla á með nýrri mold. Mörgum blómstrandi potta- plöntum, eins og t.d. krýsu og beg- óníum sem seldar eru í blóma, þarf yfirleitt ekki að umpotta. Við njót- um þeirra meðan þær skarta sínu fegursta. Síðan fara þær bara í safn- hauginn. Pottaplöntur, kettir og hamingja Umpottun mikilvæg fúksíum þarf að um- potta á hverju vori. GARÐASPJALL Hafsteinn Hafliðason skrifar um umpottun og gæludýr. Þeir sem hyggjast rækta matjurtir í sumar ættu að bíða með að stinga upp matjurtagarðinn þangað til frostlaust er orðið og vorhretin um garð gengin. Þá er jafnframt gott að tína lauf og aðr- ar gróðurleifar af grasi og úr beð- um og setja í safnkassa til að úr verði góð mold. Vor í garðinum Aðalfundur Trjáklúbbs- ins fer fram í fundarsal á jarðhæð Tæknigarðs, Dunhaga 5, í kvöld kl. 20. Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum (um kl. 21) flytur Þröstur Eysteinsson, fag- málastjóri hjá Skógrækt ríkisins, erindi sem nefnist Af hverju gengur svona illa með innflutt birki? Erfiðleikar með innflutt birki VORIÐGARÐURINN lifsstill@24stundir.is a Þarna verður markvisst unnið að því að safna saman plöntum og hafa þær til sýnis fyrir almenning.

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.