24 stundir - 15.04.2008, Page 29

24 stundir - 15.04.2008, Page 29
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2008 29 Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Æ færri nýta sér garðlönd sem sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu leigja út til íbúa. Samkvæmt upp- lýsingum frá umhverfis- og sam- göngusviði Reykjavíkurborgar voru útleigðir garðar á síðasta ári 138 en voru 576 árið 1996 og 346 árið 1998. Svipaða sögu er að segja af Kópavogi og Hafnarfirði þar sem eftirspurn eftir görðum hefur minnkað á undanförnum árum. Sem dæmi má nefna að Hafnar- fjarðarbær leigði út garðlönd á tveimur svæðum fyrir nokkrum ár- um en heldur nú aðeins úti einu vegna minni eftirspurnar. Aðallega eldra fólk Gunnar Hersveinn, upplýsinga- fulltrúi á umhverfis- og samgöngu- sviði Reykjavíkur, segir að áður fyrr hafi garðarnir hopað fyrir byggð, til dæmis á Korpúlfsstöðum og þá hafi margir hætt. „Flestir umsækj- endur eru eldra fólk. Yngra fólk virðist ekki hafa áhuga á slíkum görðum,“ bætir hann við. Dregur úr útgjöldum Garðlönd geta verið góður kost- ur fyrir fólk sem ekki hefur að- stöðu heima hjá sér til matjurta- ræktunar. Með því að rækta eigin kartöflur eða grænmeti má einnig draga úr útgjöldum vegna matar- innkaupa sem kemur án efa flest- um til góða á þessum síðustu og verstu tímum. Reykvíkingar geta sótt um garð- lönd hjá skrifstofu umhverfis- og samgöngusviðs í síma 411 8500. Garðurinn er 100 fermetrar og er leigður á 4.400 krónur. Kópavogsbær er með garða til útleigu í Fossvogsdal og er 50 fer- metra garður leigður út á 3.200 krónur. Hægt er að sækja um á skrifstofu garðyrkjustjóra bæjarins. Hafnfirðingum stendur til boða að leigja garðlönd í Vatnshlíð við Kaldárselsveg. Hver garður er um 150 fermetrar og er gjaldið um 1.000 krónur. Tekið er við um- sóknum á bæjarskrifstofunum. Sveitarfélög bjóða garðlönd til leigu Minnkandi áhugi á garðlöndum Garðlönd geta verið góð- ur kostur fyrir þá sem vilja rækta kartöflur eða grænmeti en hafa ekki aðstöðu til þess heima hjá sér. Áhugi á garðlönd- um á höfuðborgarsvæð- inu hefur þó minnkað mikið undanfarin ár. Áhugi dvínar Færri sækjast eftir að leigja garðlönd hjá sveit- arfélögum á höf- uðborgarsvæðinu. í dag Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 Þriðjudagur 15. apríl 2008 Það er meira í Mogganum reykjavíkreykjavík  Austurríkismaðurinn Philipp Bergmeister varpaði myndbandsverkinu Álfur á turn Hallgrímskirkju. »Meira í Morgunblaðinu Álfur á Íslandi  Fjölmargir sóttu sýningu Jónsa í Sigur Rós og Alex Somers í London. » Meira í Morgunblaðinu Vinsælir í London  Arnar Eggert Thorodd- sen var ánægður með tón- leika Rufus Wainwright í Háskólabíói. » Meira í Morgunblaðinu Stjarnan Rufus Rýmingarsala! Verslunin flytur í nýtt og enn glæsilegra húsnæði 25-40% afsláttur af öllum vörum Allt á að seljast Arctic Spas Faxafeni 9 (ATH: aðkoma í kjallara bakhús) Sími 554 7755 www.arcticspas.is & www.heitirpottar.is

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.