24 stundir - 15.04.2008, Síða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2008 24stundir
ÍÞRÓTTIR
ithrottir@24stundir.is a
Framundan eru tvo vinamót og annað
þeirra er hið vinsæla Ponsumót sem
haldið hefur verið í 22 ár samfleytt og er fyrst
og fremst ætlað byrjendum í fimleikum.
Sex umferðir eftir á Spániog flestir eru farnir aðmissa
áhugann enda
hefur Real Ma-
drid níu stiga
forskot á
Barcelona í
öðru sæti í
deildinni eftir
helgina og einn af þeim leikjum
sem eftir eru er einmitt leikur
Real gegn Barca í Madrid. Þykir
flestum spekingum deildin hafa
verið með afbrigðum döpur
þessa leiktíðina og kannski seg-
ir sitt að tvö félög sem í upphafi
var spáð mikilli fallbaráttu,
Racing og Almería, eru bæði í
harðri baráttu um Evrópusæti.
Níu stig skilja einnig aðArsenal og ManchesterUnit-
ed í Englandi
og er Arsene
Wenger loks
farinn að átta
sig á alvöru
málsins. Við-
urkenndi hann
eftir helgina að titildraumur
liðs síns væri úti þessa leiktíð-
ina en aðeins er rúm vika síðan
hann hélt fast við að svo væri
alls ekki.
Vegna dapurs árangursvirðist strax vera fariðað
kvarnast úr
hópi Arsenal.
Fregnir frá Ítal-
íu herma að
Alexander
Hleb gangi til
liðs við Inter
Milan í sumar og taki þar við
kyndlinum af Luis Figo en
hvorugt félagið hefur staðfest
neitt.
Hvað Luis Figo sjálfansnertir er tvennt ístöð-
unni eftir að
samningur
hans við Inter
rennur út eftir
mánuð. Annað
hvort hættir
hann boltaleik
alfarið eða tekur eitt tímabil í
Bandaríkjunum áður en hann
kastar handklæðinu endanlega.
Þá þykjast spænskir blaða-menn hafa vissu fyrir aðBarce-
lona undirbúi
nú risaboð í
Cesc Fabregas
en spurningin
er hvort hann
sé enn afar
sáttur hjá titla-
snauðu Arsenal. Börsungar eiga
forkaupsrétt á stráknum sam-
kvæmt samningi liðanna.
Kevin Keegan, stjóriNewcastle, er ekki ívafa um að Michael
Owen skrifi undir nýjan samn-
ing við liðið en Owen er að
finna sig aftur eftir langa bið.
„Ég vísa þeim beint heim til föð-
urhúsanna,“ segir Ásgeir Frið-
geirsson, varaformaður enska knatt-
spyrnuliðsins West Ham en
sögusagnir um yfirvofandi sölu liðs-
ins vegna bágs fjárhags eiganda þess,
Björgólfs Guðmundssonar, eru á
kreiki í enskum miðlum.
Segir Ásgeir að sú umræða komi sér
ekki á óvart en að alls engin innistæða
sé fyrir slíkum sögusögnum. „Þetta
tengist þeim sögusögnum sem ganga
um íslensku bankana og menn leggja
saman tvo og fjóra í því samhengi. En
ég staðfesti að West Ham er alls ekki
til sölu og stendur heldur ekki til.“
West Ham ekki á sölulista
Eftir Albert Örn Eyþórsson
albert@24stundir.is
Fimleikafélagið Björk í Hafnarfirði
er ekki eitt fremsta fimleikafélag
landsins fyrir ekki neitt. Þar fór
fram um helgina annar hluti inn-
anhússmóts félagsins en alls verða
þau fjögur áður en í ljós kemur
hver verður valinn Bjarkarmeistari
stúlkna og stráka í fimleikum þetta
árið.
Að sögn Hlínar Árnadóttur
þjálfara eru einnig framundan tvö
skemmtileg og sérstök mót. „Það
eru vinamót. Annað er Ponsumót-
ið sem er keppni milli okkar,
Stjörnunnar, og Keflavíkur en það
hefur verið haldið um 22 ára skeið
og er fyrir byrjendur fyrst og
fremst. Svo er það Mínervumótið
til heiðurs Mínervu Jónsdóttur. Til
þess er öllum boðið sem ekki hafa
átt þess kost að keppa á öðrum
mótum eða ekki náð tilskildum
stigum á mótum vetrarins.“
Tápmiklar telpur Tæplega hundrað
stúlkur tóku þátt í innanhússmóti Bjarkar
um helgina en áhorfendur voru mun fleiri.
Fjölgar í
fimleikum
Mikið um að vera hjá Fimleikafélaginu Björk Innanhússmót í
fullum gangi og framundan bæði Ponsumót og Mínervumótið
Abir Batikhi er að líkindum
óþekkt nafn meðal flestra í
hinum vestræna heimi en
nafn hennar er vel þekkt í rall-
heimum í Arabalöndum. Hún
er nefninlega einn fremsti
rallökumaður Jórdaníu og fær
að spreyta sig á móti þeim
bestu síðar í mánuðinum þeg-
ar einn leggur heimsmeist-
arakeppninnar í ralli fer þar
fram í fyrsta skipti.
Sagan skrifuð
Ef sprengja hefur orðið í golf-
iðkun hérlendis bliknar það í
hlutfalli við þær tugþúsundir
Mexíkóa sem skyndilega hafa
smitast heiftarlega af bakt-
eríunni. Ástæðan er stórkost-
legt gengi Lorenu Ochoa sem
hefur á skömmum tíma sett
Anniku Sörenstam af sem
drottningu kvennagolfsins en
Ochoa er frá Mexíkó. Hefur
gengi hennar verið mikil víta-
mínsprauta fyrir íþróttina og
einir 60 nýir vellir verið skipu-
lagðir í landinu til að taka við
auknum fjölda kylfinga.
Fyrirmynd
Karlalandsliðið í íshokkí er nú
á heimleið eftir keppni í 2.
deild heimsmeistaramótsins í
Ástralíu. Síðustu tveir leikir
strákanna gegn Mexíkó og
Ástralíu töpuðust og vannst
því aðeins einn sigur á mótinu
í þetta sinn.
Heim á leið
Þrír sigurleikir í röð og LA La-
kers er nú í efsta sæti vest-
urdeildar NBA þegar aðeins
tveir dagar lifa af reglulegu
keppnistímabili en síðustu
leikir leiktíðarinnar fara fram
annað kvöld.
Harkan sex
SKEYTIN INN
Sérfræðingar
í saltfiski
466 1016
- Útvatnaður saltfiskur án beina til suðu
- Sérútv. saltfiskur án beina til steikingar
- Ýsa, þorskur, gellur, kinnfiskur, rækjur
- Einnig fjölbreytt úrval tilbúinna rétta
www.ektafiskur.is
pöntunarsími:
frumkvöðlafyrirtæki ársins - viðurkenning frá matur úr héraði - localfood
Kraftar og leikni Allar sýndu stúlkurnar
mikla leiki á tvíslánni.
Æfingar á slá Miðað við að flestar greinar fimleika hafa ĺítið eða akkert breyst í ára-
raðir má frábært telja að vinsældir fimleika aukast jafnt og þétt hjá báðum kynjum.
Taugastrekkjandi bið Það er stundum
erfiðara að b́íða en að keppa
Fyrirmynd Þórey Edda stangastökkvari
er ein þeirra sem hófu ferilinn hjá Björk
24stundir/Ómar