24 stundir - 15.04.2008, Page 38

24 stundir - 15.04.2008, Page 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2008 24stundir Um er að ræða litla íbúð á neðstu hæð. Er í dag stúdíó með eldhúsaðstöðu og sér baðher- bergi með sturtu. Svo er sérher- bergi með eldhúsaðstöðu og aðgangi að snyrtingu á gangi og sturtuaðstöðu í þvottahúsi. Ís- skápar eru í báðum einingunum og eldavélarhelllur. Fataskápur er í herbergi en fatahengi í stúdíó. Frábær útleigukostur. Flott staðsetning. Göngufæri í miðbæinn og alla þjónustu og skóla. Verð 15,5 millj. Laust strax. Hafið samband við Jóhannes í síma 615 1226 eða á skrifstofu Eignavers s-5532222 Eggert Sk. Jóhannesson, Jóhannes Eggertsson, Ólafur Thoroddsen hdl. Fasteignasalan Eignaver Sími 553-2222 • eignaver.is Síðumúli 13 • 108 Reykjavík Fasteignasala Eignaver kynnir „Fátt er ljótara og óþægilegra að horfa á í sundlaugum landsins en mjög feit börn sem vagga í spik- inu að heita pottinum, því ekki synda þau mikið. Oft er ónæði og óþægindi að þessu fyrir laug- argesti sem ég ræði ekki nánar af tillitssemi við þetta fólk en hér verður að grípa í taumana.“ Herbert Stefánsson hebbi.blog.is „Búin að rekast á nokkrar færslur hérna á moggablogginu þar sem fólk er að pirra sig á Söngva- keppni framhaldsskólanna! Sumu fólki er bara ekki viðbjarg- andi! Án þess að hafa hugmynd um það þá sé ég fyrir mér forpok- aða leiðindapúka sem sjá lífið í gegnum forpokuð [...] gleraugu!“ Heiða B. Heiðarsdóttir skessa.blog.is „Farþegar Icelandair neyddir til að horfa á bíó í flugi! Myndaskjár í hverju sæti. Það þýðir að ónæð- ið verður algert. Þeir sem ekki vilja horfa á myndir neyðast til þess frá sætisfélaganum. Eða hrökkva upp ef sætisfélaginn skellir upp úr við einhver hlægi- leg atriði úr myndinni.“ Guðmundur Óli Scheving blogg.visir.is/gudmunduroli BLOGGARINN Eftir Atla Fannar Bjarkason atli@24stundir.is „Þátturinn verður á RÚV þrjá síð- ustu laugardagana fyrir Eurovision og heitir Alla leið. Þetta er lyk- ilspurning þáttanna: Kemst þetta lag alla leið?“ segir Eurovision- spekingurinn Páll Óskar Hjálmtýs- son. Páll Óskar er umsjónarmaður Eurovision-þáttanna Alla leið, en sýningar hefjast laugardaginn 3. maí. Með Páli í þáttunum verða valdir spekingar; Dr. Gunni, Guð- rún Gunnars og Reynir Þór Egg- ertsson. Lögin sem keppa til úrslita í Eurovision í Belgrad verða kynnt í þættinum með áherslu á þau sem eru með Íslandi í riðli fimmtudag- inn 22. maí. Enginn samnorrænn þáttur „Nú er búið að leggja sam- norræna Eurovision-þáttinn niður. Skandinavíuþjóðirnar fóru að ríf- ast, Svíarnir vilja eigin útgáfu af þáttunum þannig að RÚV hringdi í mig og bauð mér vinnu,“ segir Páll Óskar. „Í þættinum kynnum við lögin sem eru í mestri sam- keppni við Íslendinga. Það er ógerningur að fara yfir öll lög keppninnar, þetta er svo mikill frumskógur.“ Páll Óskar er spenntur fyrir þáttunum sem verða þrír talsins. Hann segist ætla að leiðbeina þjóðinni ásamt spekingunum þremur í gegn- um lagafrumskóginn og spá fyrir um hvaða lög komast áfram í aðalkeppnina. „Við spáum í hvaða lög komast upp úr for- keppninni, hvaða lög komast ekki og gefum jafnvel stig“ segir hann. „Við ætlum að vera prímadonnur. Við getum ekki spilað öll lögin í fullri lengd, þannig að ef okkur finnst lögin leiðinleg þá stoppum við þau.“ RÚV hefur sýningar á þættinum Alla leið í maí Páll Óskar stýrir Eurovision-þætti Samnorræni Eurovision- þátturinn sem hefur verið á dagskrá RÚV und- anfarin ár er dottinn upp fyrir. RÚV verður því með eigin þátt á dagskrá sem Eurovision-alfræðiorða- bókin Páll Óskar stýrir. Spekingur Páll Óskar fer væntanlega á kostum í nýju þáttunum. HEYRST HEFUR … Tökur á Dagvaktinni, framhaldi Næturvaktarinnar, hófust í gær. Jón Gnarr hefur lýst því yfir að hann breyti sér í Georg Bjarnfreðarson áður en tökur hefjast, en viðskiptavinir Bónuss á Granda veittu því athygli um helgina þegar hann mætti í versl- unina og lét lítið fyrir sér fara. Keypti hann sér svo sólgleraugu, lét þau upp og fólk velti fyrir sér hvort Jón eða Georg væri á ferð. afb Rás 2 og Monitor lokuðu rokkhring sínum á Nasa á föstudagskvöld. Hljómsveitirnar Sign, Benny Cres- po’s Gang og Dr. Spock höfðu ferðast hringinn á nokkrum dögum og komið víða við. Dr. Spock var síðasta hljómsveit á svið og tryllti mannskapinn með harðsoðnu rokki. Þegar lítið var eftir af tón- leikunum stökk Krummi í Mínus upp á svið og messaði yfir áhorfendum … afb … Franz Gunnarsson, gítarleikari Dr. Spock, greip boðskap Krumma á lofti og hóf að spila lag úr sýn- ingunni Jesus Christ Superstar þar sem Krummi leikur Jesú Krist. Krummi söng lagið með tilheyr- andi töktum og áhorfendur tóku vel í sannkristinn boðskap rokkarans. Í lok tónleikana ætlaði svo þak- ið að rifna af húsinu þegar meðlimir allra sveitanna stigu á svið og sungu með Dr. Spock. afb Það má með sanni segja að gamla útvarpsstjarnan Gulli Helga hafi slegið í gegn í sjónvarpi einnig. Þátturinn hans, Hæðin, sem sýnd- ur er á Stöð 2, fær 26,4% í upp- söfnuðu áhorfi hjá fólki á aldr- inum 12-49 ára samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent vikuna 31. mars til 6. apríl. Er að upplifa drauminn „Þetta eru ofsalega góðar við- tökur. Ég hafði alltaf trú á þessu og frábært að geta samtvinnað menntun sína og áhugamál með slíkum hætti,“ segir Gulli, í skýj- unum yfir árangrinum. „Ég gekk lengi með þessa hugmynd í hausn- um, en þegar ég var með þættina Gulli byggir, þá fór ég fyrst að angra dagskrárstjórana. Þá hef ég fengið frábært fagfólk til að vinna að þessu með mér,“ segir Gulli sem finnur mikinn mun á útvarpi og sjónvarpi. „Það kom mér svolítið á óvart hversu skipulagður tíminn þarf að vera í sjónvarpi, enda þyngri miðill. Í sjónvarpi er hver mínúta skipulögð og að stilla ís- lenska iðnaðarmenn inn á slíkt tímaplan er ævintýri út af fyrir sig.“ Lagsmaður Gulla til margra ára, Jón Axel Ólafsson, segist stoltur af stráknum. „Þetta er flottasta come- back hjá fjölmiðlamanni sem ég man eftir. Hann er í frábæru formi miðað við mann sem kominn er hátt á fimmtugsaldur og er sann- arlega óskadraumur hverrar yng- ismeyjar í ár,“ sagði Jón glettinn. traustis@24stundir.is Raunveruleikaþátturinn Hæðin slær í gegn Gulli Helga í hæstu hæðum Sjónvarpssmiðurinn Gulli þykir ansi handlaginn heimilisfaðir. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 6 4 7 8 9 1 3 5 2 3 5 9 2 7 4 6 8 1 8 1 2 3 5 6 9 7 4 5 8 4 6 1 2 7 9 3 7 9 6 5 4 3 1 2 8 2 3 1 7 8 9 4 6 5 9 6 3 1 2 8 5 4 7 1 2 5 4 6 7 8 3 9 4 7 8 9 3 5 2 1 6 Ég er búinn að fresta innflutningspartíinu. 24FÓLK folk@24stundir.is a Já, við tókum þá hreðjataki! Ragna, þið lékuð ykkur að Eistunum? Ragna Ingólfsdóttir er í landsliði Íslands í hniti sem lagði Eistland að velli í A-deild Evrópumótsins í gær. 24stundir/RAX Líka spekingar Dr. Gunni og Guðrún Gunnars verða Páli til halds og trausts.

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.