24 stundir - 01.05.2008, Side 1

24 stundir - 01.05.2008, Side 1
24stundirfimmtudagur1. maí 200882. tölublað 4. árgangur Mikið úrval notaðra bíla á góðum kjörum! Hallgrímur Helgason er spenntur vegna frumsýningar á Ástin er diskó, lífið er pönk. Verkið sem fjallar um baráttu diskós og pönks verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Pönkið og diskóið KOLLA»18 Daða Guðbjörnssyni listamanni finnst hann vera hæfari til að tak- ast á við daglegt líf og verjast áreiti eftir að hann fór að stunda sahaja-jóga. Löngun í áfengi hvarf og það sama má segja um ýmis líkamleg vandamál. Fíknin hvarf HEILSA»22 115% verðmunur á frostpinnum NEYTENDAVAKTIN »4 Íbúar á grísku eyjunni Lesbos hafa höfðað mál gegn sam- tökum samkynhneigðra í Grikklandi, í því skyni að tryggja einkarétt eyjarskeggja á að geta kallað sig lesbíur. Talsmaður eyjarskeggja segir íbúa enn þjást af þeirri „sál- fræðilegu og siðferðislegu nauðgun“ að samkynhneigðir hafi eignað sér nafn eyjunnar. Uppruna hugtaksins „lesbía“ má rekja til þess að gríska skáldkonan Saffó orti konum ástarljóð á eyjunni Lesbos. aí Eyjarskeggjar sannar lesbíur GENGI GJALDMIÐLA SALA % USD 75,11 0,83  GBP 149,08 1,36  DKK 15,69 0,72  JPY 0,72 -0,13  EUR 117,12 0,74  GENGISVÍSITALA 150,84 0,84  ÚRVALSVÍSITALA 5.211,53 -0,08  6 8 3 2 2 VEÐRIÐ Í DAG »2 Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur thorakristin@24stundir.is „Á þessum árum telja 10-30% að þau gætu nýtt sér endurhæfingu. Það er spurning hve stór hluti þessa hóps hefði getað verið lengur heima ef kost- ur hefði verið á endurhæfingu og góðri heima- hjúkrun,“ segir Ingibjörg Hjaltadóttir, lektor í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og sviðsstjóri hjúkrunar á öldrunarsviði Landspítalans. Ingibjörg rannsakaði heilsufar aldraðra við flutning inn á hjúkrunarheimili á árabilinu 1996-2006 og er það hluti af doktorsnámi henn- ar í hjúkrun við Háskólann í Lundi. „Á þessum árum kemur í ljós veikt en línulegt samband á þá leið að eftir því sem líður á tíma- bilið verða þeir sem nýir koma inn á hjúkr- unarheimilin hressari. Þeir eru með meiri vit- ræna getu og betri færni í að taka þátt í félagsstarfi. Hins vegar eru þeir með aukna verki, sem er mjög umhugsunarvert og spurning hvort ekki sé hægt að meðhöndla verki betur, t.d. hjá heilsu- gæslunni.“ Þarf að forgangsraða betur „Meðaldvalartími fólks á hjúkrunarheim- ilum hér er þrjú ár á meðan hann er tvö ár annars staðar á Norðurlöndum. Ef fólk gæti verið heima hjá sér í eitt ár af þessum þremur þá væri það mun ánægjulegra líf,“ segir Ingi- björg. Hún segir að á tímabilinu hafi um 100 manns á LSH verið á biðlista eftir hjúkrunar- rýmum á ári. „Við höfum ekki getað tekið fólk inn í endurhæfingu vegna þess að plássin hafa verið nýtt fyrir fólk sem bíður eftir hjúkrunar- rýmum. Ef það tækist að eyða biðlistanum væri hægt að bjóða fólki upp á endurhæfingu og þar með gera einhverjum hópi aldraðra kleift að búa lengur heima.“ Fara afi og amma of snemma á heimili?  Hluti aldraðra fer of snemma á hjúkrunarheimili að mati sérfræðings ➤ Voru upplýsingar úr heilsufarsmati þeirrasem fluttu inn á hjúkrunarheimili 1996- 2006 og metnir voru innan 90 daga frá komu, alls 2206 einstaklingar. ➤ Heilsufarsmatið kallast RAI-mat og hefurverið notað síðan 1996. Eru íbúar hjúkr- unarheimila metnir samkvæmt því þrisvar á ári. GÖGNIN BIÐLISTAR ALDREI STYTTRI»8 "Það er fagnaðarefni út frá skjólstæðingum að ekki kom til neyðarástands. Ég treysti því að nú verði farið í það samráð sem alltaf átti að vera í stað þess að alltaf væri talað að ofan og niður," sagði Elsa B. Friðfinnsdóttir, for- maður Félags hjúkrunarfræðinga þegar samkomulag hafði náðst í deilu hjúkrunarfræðinga á níunda tímanum í gærkvöld. Stjórnendur Landspítala hættu við að innleiða nýtt vaktafyrirkomulag sem kynnt hafði verið og taka átti gildi 1. maí. Skipuð verður nefnd sem finna á leiðir til að koma á nýju vaktafyrirkomulag sem fell- ur að vinnutímatilskipun ESB. Nefndin á að skila tillögum fyrir lok þessa árs. Samið við hjúkrunarfræðinga 24stundir/Frikki „Fagnaðarefni að ekki kom til neyðarástands“ »2 Segja má að launamenn verði af ein- um frídegi í dag þar sem upp- stigningardag ber upp á frídag verkalýðsins. Framleiðslufyrirtæki nýta æ oftar heimild til að færa fimmtudagsfrídaga. Tveir frídagar fyrir einn »16 Hekla kynnti í gær verðlækkun á vinsælum tegundum nýrra bíla um allt að 17%. Eigendur Heklu segja lækkunina lóð á vogarskálarnar í baráttu gegn ört vaxandi verðbólgu. Hekla keyrir á verðbólguna »4 »14

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.