24 stundir - 01.05.2008, Page 14

24 stundir - 01.05.2008, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2008 24stundir 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Ólafur Þ. Stephensen Björg Eva Erlendsdóttir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is, Prentun: Landsprent ehf. Þjónusta heilbrigðiskerfisins snýst með nokkurri einföldun um að gera lasið fólk frískt aftur. Það gengur oft alveg ágætlega. Þurfum við ekki samt að spyrja hvort kerfi, sem er sjálft orðið alveg sárlasið, sé bezt til þess fallið að gera fólk frískt? Á forsíðu 24 stunda í gær var sagt frá hugmyndum einkaaðila um að byggja nýja heilbrigðisbyggingu á milli tveggja húsa, sem hýsa einkarekna heilbrigðisþjónustu, Heilsuverndarstöðvarinnar og Domus Medica. Tengja á húsin saman til að auka þjónustumöguleikana og forsvarsmenn Heilsuverndarstöðvarinar hafa jafnframt bráðskemmtilegar og spennandi hugmyndir um tengingar við elli- og hjúkrunarheimilið Droplaugarstaði og Sundhöll Reykjavíkur til að bjóða enn fleirum enn betri þjónustu. Þessi frétt er eitt af mörgum nýlegum dæmum um kraft og hugmynda- auðgi einkaframtaksins í heilbrigðisþjónustu. Annað dæmi er framtak Heilsuverndarstöðvarinnar, sem leysti með einkarekinni þjónustu það vandamál, sem var staða ósjúkratryggðra útlendinga í heilbrigðiskerfinu. Krafturinn í einkageiranum er í hrópandi andstöðu við deyfðina og magnleysið í hinu ríkisrekna heilbrigðiskerfi. Ein birtingarmynd þess er deilur hjúkrunarfræðinga og geislafræðinga við Landspítalann. Þær eru dæmigert sjúkdómseinkenni miðstýrðs, ríkisrekins kerfis. Fjöldauppsagn- ir þekkjast varla í einkageiranum nema hjá fyrirtækjum, sem eru í þannig einokunarstöðu að litlir hópar geta lamað mikilvæga starfsemi. Starfsfólk Landspítalans er auðvitað í svipaðri stöðu, en jafnframt verð- ur það að sætta sig við að vinna í niðurnjörvuðu kerfi, þar sem ekki má gera vel við einn umfram annan af því að hann sé betri starfsmaður. Fyrir vikið er sam- staðan eina tækið, sem fólk hefur til að knýja fram betri kjör. Við þessar aðstæður er ekkert undarlegt að raddir um að breyta eigi Landspítalanum í opinbert hluta- félag séu farnar að heyrast „af gólfinu“ innan spít- alans, eins og Björn Zoëga, starfandi forstjóri spít- alans, orðaði það í Morgunblaðinu fyrir stuttu. Í samanburði við frískan einkageira er gamli ríkisrisinn orðinn staðnaður, ósveigjanlegur og lasinn. Hvernig gerum við hann frískan aftur? Sá hrausti og sá lasni SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST Þótt ég eigi enn marga ágæta fé- laga þarna innandyra hefur flest af því fólki sem mér hefur fundist ég eiga mesta samleið með í þessum flokki nú snúið sér að öðru og ég átta mig ekki á því hvert ferð þessa flokks er heitið. Hvaða pólitísku sýn og grundvall- arafstöðu til málefna samtímans er stýrt eftir? Ég verð aðallega var við einhvers konar identitets- pólitík þar sem sérfræðingar halda áfram þeirri iðju að skipta mönnum upp í sanna framsókn- armenn og undanvillinga. Ég veit ekki hvort þeir taka blóðprufur eða hvort þeir eru … Pétur Gunnarsson eyjan.is/hux BLOGGARINN Framsókn og ég Augljóst er að Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins stormar nú áfram á allt annarri braut í Evrópu- málum en að minnsta kosti sumir í flokkn- um. Þar með talið varaformaður og fyrrverandi for- maður eða for- menn (ef Halldór Ásgrímsson er talinn með). Oft er ágætt ba- rómeter á andrúmsloft innan flokka að lesa bloggfærslur eftir félaga innan þeirra raða. Ég hef það einhvern veginn á tilfinning- unni að báðar fylkingar innan Framsóknar kenni klofinni af- stöðu til Evrópumála að verulegu leyti um hremmingar flokksins. Magnús Þór Hafsteinsson magnusthor.eyjan.is Klofningur Niðurstaða Jóns gengur skrefinu lengra í þessum efnum. Það er ekkert óeðlilegt eða sviksamlegt af Jóni að hafa aðrar áherslur í þessum málum nú en áður, eins og mér finnst sumir telja, þar á meðal einhverjir félagar mínir í Framsókn. Eins og núverandi for- maður Guðni Ágústsson hefur oft sagt, þá er öllum leyfilegt að vera vitrari í dag en í gær og skipta um skoðun í einstaka málum. Þetta er rétt hjá Guðna. Þess vegna eiga menn að taka grein Jóns sem málefnalegu innleggi í mikilvæga umræðu um framtíð Íslands í evrópsku samhengi. Magnús Stefánsson magnuss.is Ekkert óeðlilegt Ólafur Þ. Stephensen olafur@24stundir.is Í dag á baráttudegi verkalýðsins er ánægjulegt að minnast þess að nýfrjáls- hyggjunni hefur í vetur verið útrýmt úr íslensku samfélagi. Það þurfti ekki annað til en örlítið gæfi á bátinn í efnahagsmálum til að allt frjálshyggjukvakið viki fyrir áköllum um að ríkið komi strax öllu til bjargar. Kaffihúsaspekingar sem fyrir nokkrum miss- erum töldu stjórnmálamenn óþarfa eiga nú ekki orð yfir því að pólitíkusarnir beiti ekki valdi sínu af meiri hörku. Svona er nú skoðanahringekjan skemmtileg og frítt um borð fyrir alla. Afhjúpar auðvitað að þessi viðhorf byggðust á lífsreynsluskorti fyrst og fremst og hverfa því einsog dögg fyrir sólu þegar al- vara lífsins blasir við. Þegar á bjátar verður nefnilega svo augljóst, ekki síst í litlu samfélagi einsog okkar, að við erum öll á sama báti. Við köllum það meira að segja „Þjóðarskútuna“ því hvað sem öllu hjali líð- ur erum við hvert á annars ábyrgð og þörfnumst samfélagslegra aðgerða til að halda sjó. Og nú mæna menn á forsætisráðherrann og bíða þeirra aðgerða sem boðaðar hafa verið. Mikilvægust er auðvitað efl- ing gjaldeyrisvarasjóðs sem legið hefur fyrir í nokkra mánuði að verður efldur. Það er skiljanlegt að ýmsa lengi eftir því en um leið er það einnig gilt sjónarmið að rétt sé að bíða betri kjara á lánum en buðust í vet- ur. Áhættuálag á bankana hefur farið hratt lækkandi sem skapar betri skilyrði fyrir lántökur. Efling verð- lagseftirlits og virkt samráð við verkalýðshreyfingu og vinnuveitendur er líka mikilvægt þegar verðbólga geisar til að ná megi henni hratt niður. Mótvæg- isaðgerðir til að auka framkvæmdir hins opinbera á samdráttartímum eru líka mikilvægar, sem og að- gerðir í húsnæðismálum. Ábyrgðarlaus árás Seðla- bankans á fasteignamarkaðinn vekur áhyggjur um óhóflegan samdrátt sem mæta þurfi. Vaxtalækkun Íbúðalána- sjóðs nýlega var góðs viti og afnám stimpilgjalda og fleiri úrræði eru rík- inu nærtæk. En um leið og aðgerða er þörf er yfirvegun nauðsynleg og mikilvægt að muna að þótt tíma- bundið hægi á eru undirstöður lífs- kjara í landinu traustar. Höfundur er alþingismaður Aðgerða er þörf ÁLIT Helgi Hjörvar

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.