24 stundir


24 stundir - 01.05.2008, Qupperneq 21

24 stundir - 01.05.2008, Qupperneq 21
Ísafjörður Kröfuganga leggur af stað frá Baldurshúsinu á Ísafirði kl. 14 og verður gengið að Edinborg- arhúsinu undir lúðrablæstri. Ræðumaður dagsins er Finn- bogi Sveinbjörnsson, formað- ur Verkalýðsfélags Vestfirð- inga. Einnig verður boðið upp á tónlistaratriði, kvikmynda- sýningar og ljósmyndasýn- ingu svo fátt eitt sé nefnt. Akranes Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðu- sambands Íslands, verður að- alræðumaður á 1. maí hátíðarhöldum á Akranesi. Safnast verður saman við Kirkjubraut 40 kl. 14 og geng- inn hringur. Að göngu lokinni verður hátíðardagskrá í sal Verkalýðsfélags Akraness á sama stað. Kvennakór syngur og boðið verður upp á kaffi- veitingar. Reyðarfjörður Boðið verður upp á kaffiveit- ingar í safnaðarheimilinu kl. 14-16. Kristín Björnsdóttir, formaður Verslunarmanna- félags Austurlands, flytur ávarp. Lúðrasveit og upp- lestur. Akureyri Stefna – félag vinstri manna – heldur sinn tíunda morg- unfund á baráttudegi verka- lýðsins á Mongo sportbar, Kaupangi á Akureyri. Fund- urinn hefst kl. 11. Ræðumað- ur dagsins er Viðar Þor- steinsson, heimspekingur og stjórnarformaður Nýhils. Fundarstjóri verður Margrét Guðmundsdóttir. Samkomur fyrsta maí 24stundir FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2008 21 Verð frá 9.990 kr. JAKKAFÖT Hátíðarhöld í tilefni alþjóðlegs baráttu- dags verkalýðsins fara fram víða um land í dag. Fundur á Ingólfstorgi Stærstu hátíðarhöldin verða í Reykjavík en safnast verður saman við Hlemm kl. 13. Gangan leggur af stað um hálftíma síðar og verður gengið undir lúðrablæstri niður Laugaveg, Bankastræti og Austurstræti og staðnæmst á Ingólfstorgi þar sem útifund- ur fer fram. Georg Skúlason, formaður Fé- lags íslenskra bókagerðarmanna, flytur ávarp ásamt fleirum Þá mun Gísli Einars- son sjónvarpsmaður fara með gamanmál og hljómsveitin Sprengjuhöllin leika nokk- ur lög. Bíósýning í Hafnarfirði Hátíðarhöld verkalýðsfélaganna í Hafnar- firði hefjast með því að boðið verður upp á kvikmyndasýningu í Bæjarbíói. Þar verða sýnd brot úr gömlum myndum úr bænum frá árunum 1918 til 1986. Að sýningu lok- inni fer kröfuganga frá bíóinu að Hraunseli þar sem hátíðarfundur fer fram. Linda Bald- ursdóttir, varaformaður Hlífar, flytur ávarp dagsins en einnig verður boðið upp á skemmtiatriði. Kröfuganga á Akureyri Á Akureyri safnast göngumenn saman við Alþýðuhúsið kl. 13:30 og leggja síðan af stað í kröfugöngu hálftíma síðar við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar. Að lokinni göngu verður slegið upp hátíðarfundi í Sjallanum þar sem flutt verða ávörp og tónlistarmenn skemmta auk þess sem dregið verður í happ- drætti í tilefni dagsins. Þjáðir menn í þúsund löndum Hátíðarhöld á baráttudegi verkalýðsins Kröfuganga Margir þramma um götur með skilti á lofti í dag. 24stundir/Þorkell Trúbadorinn Svavar Knútur kem- ur fram á baráttutónleikum Vinstri grænna á skemmtistaðn- um Græna hattinum á Akureyri að kvöldi 1. maí. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og er enginn að- gangseyrir. Svavar Knútur á Grænum hatti

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.