24 stundir - 01.05.2008, Page 23

24 stundir - 01.05.2008, Page 23
24stundir FIMMTUDAGUR 1. MAÍ 2008 23 Ekki er ofsögum sagt að öllum er hollt að hreyfa sig reglulega, hvort sem fólk er í eða yfir kjörþyngd. Með reglulegri hreyfingu er hægt að minnka líkur á ýmiss konar lík- amlegum kvillum, ekki síst hjarta- sjúkdómum. En samkvæmt nýlegri bandarískri rannsókn er ljóst að konur í yfirþyngd eiga að jafnaði frekar á hættu að fá margs konar hjartasjúkdóma en konur í kjör- þyngd, jafnvel þótt þær hreyfi sig meira. Um 39.000 konur víðsvegar í Bandaríkjunum voru rannsakað- ar um nokkurra ára skeið. Ekki kom á óvart að þær sem voru í kjörþyngd og hreyfðu sig reglulega voru síst líklegar til þess að fá hjartasjúkdóma og að þær sem væru í ofþyngd og hreyfðu sig ekki áttu í mestri hættu á að fá hjarta- sjúkdóma. Hins vegar vakti athygli að þó svo að regluleg hreyfing drægi úr hættu of þungra kvenna á að fá hjartasjúkdóma dugði hún ekki til ein og sér. Of þungar konur sem hreyfðu sig reglulega áttu eftir sem áður frekar á hættu að fá hjartasjúkdóma en konur í kjör- þyngd sem stunduðu enga hreyf- ingu. Með öðrum orðum: það er alltaf góðra gjalda vert og nauðsynlegt að hreyfa sig reglulega en ætli of þungar konur að freista þess að draga úr hættu á hjartakvillum er nauðsynlegt að þær reyni að kom- ast niður í kjörþyngd. Konur og hjartasjúkdómar Kjörþyngd besta forvörnin Hinir heimskunnu Stott pilates-kennarar Michael og Karen Christensen eru á leiðinni til Íslands og ætla að halda sex stutt námskeið fyrir Stott pilates-leiðbeinendur helgina 10. og 11. maí næstkomandi. Námskeiðin verða haldin í húsakynnum Gigtarfélags Íslands við Ármúla 5 og í dansrækt JSB við Lágmúla 9 og eru sérstaklega ætluð sjúkraþjálf- urum, íþróttakennurum, jógakennurum, ballettkennurum, einkaþjálf- urum og öðrum sem vilja kynna sér pilates- og Stott pilates-æfingar nán- ar. Það er félag Stott pilates-kennara á Íslandi sem stendur fyrir námskeið- unum. Skráning fer fram hjá Hrafnhildi í síma 894-1806 eða á stott- pilates@medanotunum.is. Tekið er við skráningum fram til 2. maí. Þekktir Stott pilates-kennarar Alþjóðlegi hláturdagurinn verður haldinn hátíðlegur hinn 4. maí næstkomandi. Af því tilefni verð- ur haldið upp á daginn með hlát- urgöngu um Laugardalinn, þar sem farið verður frá gömlu þvottalaugunum klukkan 13 og gengið inn í dalinn. Á leiðinni verða teknar hláturjógaæfingar undir leiðsögn Ástu Valdimars- dóttur og Kristjáns Helgasonar hláturjógakennara. Þá verður hláturdagurinn haldinn í fyrsta sinn á Suðurnesjum, nánar til- tekið í Reykjaneshöllinni klukkan 14. Þar mun Marta í Púlsinum, hláturjógaleiðbeinandi, leyfa gestum að prófa hláturjógaæf- ingar. Hlægilegur dagur Filippseysk stjórnvöld hafa ákveðið að banna líffæra- ígræðslu fyrir útlendinga til þess að stemma stigu við ólöglegri nýrnasölu í landinu. Hundruð útlendinga sækja land- ið heim á ári hverju til þess að fá nýrnaígræðslu og segja fil- ippeysk stjórnvöld að ólögleg sala á nýrum færist sífellt í aukana. Fátækt fólk freistist til þess að selja úr sér eitt nýra til þess að græða peninga og er tal- ið að salan fari oft fram í gegn- um milliliði sem fá hluta sölu- verðsins í sinn hlut. Gegn nýrnasölu Arctic Spas Faxafeni 9 (ATH: aðkoma í kjallara bakhús) Sími 554 7755 www.arcticspas.is & www.heitirpottar.is Rýmingarsalan heldur áfram þangað til allt er selt!! Geggjaður afsláttur af öllum vörum. Ekki missa af þessu Opið í dag frá kl. 12:00

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.