24 stundir - 06.05.2008, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 24stundir
Biðlistar eftir augasteinsaðgerðum ættu að heyra
sögunni til eftir samning heilbrigðisráðherra við fyr-
irtækin LaserSjón og Sjónlag um 1.800 augasteinsað-
gerðir. Landspítalinn hefur á undanförnum misserum
ekki annað eftirspurn, en með samningnum er ætl-
unin að fjölga aðgerðum hér á landi um 44%, úr 1.800
í 2.600 á ári. Ráðherra telur að með þessum samningi
ættu biðlistar eftir augasteinsaðgerðum að geta heyrt
sögunni til á næsta ári.
Samningurinn var undirritaður í framhaldi af út-
boði og var niðurstaðan sú að ganga til samninga við
augnlæknastofurnar LaserSjón og Sjónlag um samtals
1.600 aðgerðir næstu tvö árin.
Samningnum er ætlað að tryggja styttri bið og
greiðari aðgang að þjónustu, auk þess að auka val-
möguleika hinna sjúkratryggðu. Greiðsluþátttaka
sjúklinga verður sú sama, hvort sem aðgerðin er fram-
kvæmd innan eða utan sjúkrahúsanna.
Ský á augasteini er einn algengasti augnsjúkdómur á
Íslandi og hindrar sjón líkt og móða á milli glerja.
Hann er jafnan stigvaxandi, gengur ekki til baka og
getur valdið blindu ef ekkert er að gert. atlii@24stundir.is
Heilbrigðisráðherra gerir samning um augasteinsaðgerðir
Ætlað að útrýma biðlistum
Augnlæknir Ský á augasteini er einn algengasti augn-
sjúkdómur á Íslandi.
24 stundir/Þorkell Þorkelsson
Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur
thorakristin@24stundir.is
Fjórar franskar Mirage 2000 orr-
ustuþotur lentu á Keflavíkurflug-
velli skömmu fyrir hádegi í gær.
Þeim fylgja 110 hermenn sem
munu sinna loftrýmisgæslu hér
næstu sex vikur, til 20. júní. Er
þetta í samræmi við þá stefnu
NATO að ekkert aðildarríki skuli
vera án loftrýmisgæslu.
Bandaríkjamenn næstir
Í kjölfar þess að fastaráð NATO
samþykkti í júlí sl. að bandalags-
ríkin sendu orrustuflugvélar til að
sinna loftrýmisgæslu hér hafa
ýmsar þjóðir sýnt áhuga á að koma
að loftrýmisgæslunni.
Ákveðið hefur verið að Banda-
ríkjamenn og Kanadamenn gæti
loftrýmisins í sex vikur í haust og
síðan taki Bretar við. Á næsta ári er
von á Spánverjum og Bandaríkja-
mönnum auk þess sem mögulegt
er að Danir komi að verkefninu.
Aðspurður um hvort ekki sé
óheppilegt að margir aðilar sinni
gæslunni segir Þórir Ibsen, skrif-
stofustjóri Varnarmálaskrifstofu,
það ekki þurfa að vera verra en að
verkefnið sé í höndum eins aðila
því öll fari aðildarríkin að sömu
reglum. Þá segir hann það skapa
ýmsa möguleika að vera í varn-
arsamstarfi við mismunandi þjóð-
ir.
Leitun að vitlausari útgjöldum
„Þessar flugæfingar eru með
ólíkindum vitlaus gjörningur og
leitun að vitlausari útgjaldapósti
en niðurgreiðsla á flugæfingum
fyrir útlenda flugheri. Svo er búið
að búa til þetta fína tækniheiti,
„loftrýmiseftirlit“ en þegar menn
fara að búa til svona bullorð er
ástæða til að vera á varðbergi,“
segir Stefán Pálsson formaður
Samtaka hernaðarandstæðinga og
einn umsækjenda um starf for-
stjóra Varnarmálastofnunar, sem
tekur til starfa þann 1. júní nk.
„Svo er reynt að setja þetta í
þann búning að þetta sé varnar-
ráðstöfun gegn Rússum, sem virð-
ast vera nýi óvinurinn, og tilkynnt
hverjir sinna eftirlitinu og hvenær.
Það er eins og búist sé við að þeir
séu það kurteisir að vera á sveimi
þegar varnarlið er á staðnum.“
„Niðurgreiðsla á
flugæfingum“
Fjórar franskar orrustuþotur og 110 franskir hermenn komnir til
landsins Með ólíkindum vitlaus gjörningur, segir Stefán Pálsson
➤ Í fjárlögum Alþingis fyrir2008 eru áætlaðar 533,8
milljónir í varnarmál.
➤ Þar af eru áætlaðar 200 millj-ónir vegna varnarsamstarfs
Íslands innan NATO og 100
milljónir vegna gæslu og við-
búnaðar á öryggissvæði við
Keflavíkurflugvöll.
KOSTNAÐUR VIÐ VARNIR
Komnir Frönsku hermenn-
irnir eru komnir til Keflavíkur.
Sauðburður er hafinn víðast
hvar um landið þó að enn sé
hann ekki kominn á fullan snún-
ing. Að sögn sauðfjárbænda eru
það einkum ær sem að hafa verið
sæddar sem eru bornar þó allur
gangur sé raunar á því.
Talsvert hefur verið um það að
ær hafi látið lömbum í vetur og
vor. Hafa menn jafnvel talað um
faraldur hvað það varðar. Ekki
hafi verið um svo umfangsmikið
lambalát að ræða svo árum
skiptir og kunna menn litlar
skýringar á ástandinu.
Vona að vorið fari að koma
Veðurfar hefur mikið að segja
um það hvernig lömb braggast á
vorin og vonast bændur nú eftir
því að vorið fari að koma af al-
vöru en víða um land hefur verið
kalt að undanförnu. Á þetta ekki
síst við um landið norðan- og
austanvert. Á næstu vikum má
búast við mikilli törn hjá bænd-
um um allt land en af samtölum
við þá má samt sem áðurgreina
tilhlökkun.
freyr@24stundir.is
Sauðfjárbændur verða svefnlitlir næstu vikur
Sauðburður að komast á skrið
Lömb Nýborin skagfirsk lömb
20% afs
láttur
af toppgr
æjum fyr
ir glugga
flvottinn
Ármúla 23 • Reykjavík
Sími: 510 0000
Mi›ási 7 • Egilsstö›um
Sími: 470 0000
Brekkustíg 39 • Njar›vík
Sími: 420 0000
Grundargötu 61 • Grundarfir›i
Sími: 430 0000
- hrein fagmennska!
GLUGGAfiVOTTASKINN/SKAFA
Visa Versa gluggaflvottaskinn/skafa –
20% fljótlegra a› nota flvottaskinn og
gluggaflvöru í einu áhaldi. Til í tveimur
stær›um. Au›velt a› festa á skaft til
a› framlengja. Til í tveimur stær›um.
HREINIR OG
GLERFÍNIR
GLUGGAR
GLUGGAfiVOTTASÁPA
Gluggaflvottasápan sem
fagma›urinn notar.
HIFLO fiVOTTAKÚSTUR
HiFlo flvottakústur – samanstendur af
10 m slöngu, bursta me› stillanlegum li›,
sápuskammtara og 64 umhverfisvænum
sáputöflum. Hægt er a› kaupa mismunandi
lengdir á sköftum (fylgja ekki me›).
GLUGGAfiVARA
Gluggaflvara me› flægilegu
griphandfangi. Endurbætt gúmmí
sem skilur engar rákir eftir sig.
Au›velt a› festa á skaft til a›
framlengja. Til í flremur stær›um.
E
N
N
E
M
M
/S
ÍA
/N
M
28
06
7