24 stundir


24 stundir - 06.05.2008, Qupperneq 8

24 stundir - 06.05.2008, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 24stundir Vátryggingafélag Íslands Ármúla 3 108 Reykjavík Sími 560 5000 vis.is Þar sem tryggingar snúast um fólk VERTU MEÐ ALLAR TENGINGAR Í LAGI HÚSVAGNATRYGGING VÍS Húsvagnatrygging VÍS er alhliða trygging fyrir tjaldvagna, fellihýsi og hjólhýsi, sem tekur m.a. til áreksturs, veltu, útafaksturs, eldsvoða, skriðufalls og innbús svo eitthvað sé nefnt. Hafðu samband við þjónustuver VÍS í síma 560 5000 eða komdu við á næstu þjónustuskrifstofu og fáðu nánari upplýsingar. F í t o n / S Í A Alþjóða Rauði krossinn hefur veitt um 14,5 milljónir króna til neyðaraðstoðar í Mjanmar vegna fellibyljarins Nargis sem gekk yfir landið. Fréttir ríkissjónvarpsins í landinu herma að fjögur þúsund séu látin, þriggja þúsunda sé saknað og mörg þúsund hafi misst heimili sín. Talið er að 95% heimila séu gjöreyðilögð. Ákvörðun um frekara framlag verður tekin þegar neyð- arbeiðni liggur fyrir og um- fang hjálparstarfs er ljóst. bee Aðstoð við fórnarlömb Neyðarhjálp til Mjanmar Eftir Frey Rögnvaldsson freyr@24stundir.is „Það væri ólán ef Bjargráðasjóður yrði aflagður.“ Þetta segir Lárus Sigurðsson bóndi á Gilsá í Breið- dal. Kristján Möller samgöngu- ráðherra hefur lagt fram frumvarp þess efnis á Alþingi. Rökin fyrir því að leggja skuli Bjargráðasjóð af eru sögð þau að hægt sé að kaupa tryggingar sem taki á þeim áföll- um sem sjóðurinn hefur bætt. Mjög skiptar skoðanar eru hins vegar meðal bænda um málið. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa gagnrýnt samgönguráðherra fyrir samráðsleysi við Bændasam- tökin en ráðherra hefur hins vegar vísað því á bug og jafnframt lýst því yfir að ekki liggi á að leggja sjóðinn niður. Vel sé mögulegt að fresta frumvarpinu og taka það upp á haustþingi. Sjóðurinn tekur sárasta högg- ið Lárus segist hafa rætt við sinn tryggingasala þegar honum barst til eyrna að leggja ætti niður sjóð- inn. „Minn tryggingasali sagði mér að það væru ekki í boði trygg- ingar sem tækju yfir tjón af því tagi sem Bjargráðasjóður hefur bætt fram til þessa. Að sama skapi sagði hann mér að hann teldi afar ólíklegt að hægt yrði að bjóða upp á tryggingar fyrir sum þessara tjóna nema því aðeins að iðgjöld yrðu gríðarlega há. Það eru mý- mörg dæmi um það að Bjargráða- sjóður hafi tekið sárasta höggið af fólki sem lent hefur í stóráföllum sem ekki hefur verið hægt að tryggja sig fyrir og það er ekki séð hvað á að koma í staðinn.“ Vinnubrögðin ámælisverð Haraldur Benediktsson for- maður Bændasamtaka Íslands segir það skoðun stjórnar samtak- anna að halda þurfi úti sjóði eins og Bjargráðasjóði. „Hvort sem Bjargráðasjóður myndi starfa áfram í breyttri mynd eða settur yrði á fót nýr sjóður þá teljum við nauðsynlegt að halda úti slíkum stuðningi. Í skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun gerði meðal bænda fyrir stuttu kom í ljós ein- dreginn vilji bænda til viðhalda starfsemi Bjargráðasjóðs eða í starfsemi í sama dúr.“ Endurskoðunarnefnd um starf- semi Bjargráðasjóðs hefur starfað á undanförnum misserum. Starfi hennar var hins vegar ekki lokið áður en frumvarpið var lagt fram. Haraldur segir að Bændasamtökin hafi ekki fengið að vita af því að til stæði að leggja sjóðinn niður fyrr en nokkrum dögum áður en frumvarpið var lagt fram. „Okkur finnast þetta ámælisverð vinnu- brögð og erum hálfmóðgaðir yfir því að þetta var lagt fram án sam- ráðs við okkur. Ég hef hins vegar trú á að þarna hafi verið um mis- tök að ræða hjá ráðherra og við leysum þetta vonandi bara í góðri samvinnu.“ ÞEKKIR ÞÚ TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á 24@24stundir.is Bændur vilja Bjarg- ráðasjóð áfram  Samgönguráðherra hefur lagt fram frumvarp um að Bjargráðasjóður verði lagður niður Brunatjón Bjargráðasjóður hefur meðal annars hlaupið undir bagga þegar bændur hafa lent í brunatjónum. ➤ Bjargráðasjóður var stofn-settur árið 1913 og var hlut- verk hans að koma lands- mönnum til hjálpar í hallæri. ➤ Eign sjóðsins var 659 millj-ónir króna í árslok 2007. Sveitarfélögin, ríkið og bændur hafa greitt í sjóðinn. ➤ Samkvæmt frumvarpinuverður eignum sjóðsins skipt í þrennt milli þessara aðila. BJARGRÁÐASJÓÐUR Vinsældir bláu pappírstunnunn- ar, sem byrjað var að dreifa í sept- ember síðastliðnum, vaxa jafnt og þétt, að því er segir í frétt frá Um- hverfis- og samgöngusviði. Alls eru 1668 bláar tunnur í umferð og eru um það bil 50 tunnur pantaðar vikulega hjá Sorphirðu Reykjavík- ur. Í marsmánuði söfnuðust tæp- lega 60 tonn af dagblöðum í bláu tunnurnar sem er þriðjungur þess magns sem safnast í grenndargám- ana. Magnið sem safnast þar hefur ekki minnkað að ráði þótt bláu tunnunum hafi fjölgað. „Það eru sérstakir sorpbílar sem Æ fleiri velja bláar tunnur fyrir dagblöð 60 tonn í tunnurnar í mars síðastliðnum sækja bláu tunnurnar. Þetta verk var boðið út og koma þessir bílar á þriggja vikna fresti,“ segir Gunnar Hersveinn, upplýsingafulltrúi Um- hverfis- og samgöngusviðs Reykja- víkurborgar. ibs Hæstiréttur Íslands staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykja- víkur um að annar karlmannanna sem staðnir voru að verki við að stela mynt úr stöðumælum í Reykjavík, sæti gæsluvarðhaldi til miðvikudags. Hinn maðurinn kærði ekki gæsluvarðhaldsúr- skurðinn. Mennirnir komu nýverið til landsins. Talið er að þeir sérhæfi sig í þjófnaði úr stöðumælum. Lög- reglu bárust ábendingar um komu mannanna til landsins. Þeir höfðu ýmis verkfæri meðferðis við kom- una hingað. Lögreglan fylgdist með ferðum mannanna í kjölfarið, en þeir fóru margsinnis inn í verslanir og skiptu smámynt, sem talið er að þeir hafi stolið úr stöðumælum, í seðla. Eftir að mennirnir voru hand- teknir á dögunum fundust ýmis verkfæri, stafræn myndavél og um níutíu þúsund krónur í mynt og seðlum í húsleit sem gerð var á dvalarstað þeirra. aegir@24stundir.is Gæsluvarðhald yfir þjófum staðfest Stöðumælaþjófar áfram í varðhaldi Fjölmenni fylgdist með þegar nemendur við Háskólann í Reykjavík skutu eldflaug á loft skammt frá Grindavík í gær. Eldflaug á loft Vel heppnað

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.