24 stundir - 06.05.2008, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 24stundir
„Við viljum ganga út frá því að
við eigum að hugsa um heilsuna
heilsunnar vegna. Svo verðum við
líka að vera með heilbrigt hugarfar
þannig að við viðurkennum marg-
breytileikann og það að það eru
ekki allir grannir og geta ekki allir
verið grannir,“ segir Sigrún Daní-
elsdóttir sem fer fyrir Megrunar-
lausa deginum í dag, þriðja árið í
röð.
Megrunarlausi dagurinn er al-
þjóðlegur baráttudagur gegn megr-
un, átröskunum og fitufordómum.
Sigrún segir mikilvægt að vekja at-
hygli á því að sú einfalda staðreynd
að við erum öll mismunandi í lag-
inu er ekki viðurkennd í samfélag-
inu heldur eigi allir að vera grannir.
„Megrunarboðskapurinn hefur
dunið yfir í meira en öld en hann
hefur samt augljóslega ekki haft
neitt að segja hvað varðar vaxandi
ofþyngd. Það er spurning hvort
megrunaráróðurinn hafi jafnvel
aukið á þann vanda. Við vitum að
þegar fólk er stöðugt í megrunará-
tökum þá þyngjast langflestir aftur
og margir enn meira en áður, svo
fólk sem hefur verið í raðmegrun-
arkúrum í mörg ár er miklu þyngra
en þegar það fór í sína fyrstu megr-
un.“ fifa@24stundir.is
Hugsa um heilsuna heilsunnar vegna
Erum mismunandi
Eftir Auði Alfífu Ketilsdóttur
fifa@24stundir.is
„Þetta er kirkjan sem er næst mér
og ég hugsaði að það væri bara flott
að vera fyrst til að fermast þarna,“
segir Margrét Björg Hallgrímsdótt-
ir en hún fermdist síðastliðinn
sunnudag í kirkjunni í Úthlíð í
Biskupstungum. Margrét Björg býr
í Miðhúsum sem er næsti bær og
segist hún hafa velt því fyrir sér í
dálítinn tíma að láta ferma sig þar
en kirkjan er bændakirkja en ekki
sóknarkirkja. Björn Sigurðsson
bóndi í Úthlíð reisti kirkjuna til
minningar um konuna sína Ágústu
Margréti Ólafsdóttur og var hún
vígð þann 9. júlí fyrir tveimur ár-
um.
Úthlíð er gamall kirkjustaður en
þar hefur staðið kirkja frá upphafi
kristnitöku á Íslandi. Kirkjan sem
stóð á undan þessari var byggð árið
1861. Hún stóð í 70 ár en fauk í fár-
viðri þann 9. febrúar 1935. Hún
var þó orðin svo illa farin af fúa að
ólíklegt er að fermt hafi verið í
henni á síðustu öld.
Syngur við messur
Margrét Björg fór í fermingar-
fræðslu til sr. Egils Hallgrímssonar
síðastliðinn vetur en átta ferming-
arbörn fermdust í prestakallinu.
Hún segir fátt hafa komið sér á
óvart í fræðslunni.
„Ég held að ég hafi vitað eig-
inlega allt því ég hef verið mikið í
messum út af söngnum,“ segir
Margrét Björg en hún er í Kamm-
erkór Biskupstungna. Það er ung-
lingakór fyrir 12-15 ára börn sem
syngur stundum við messur.
Fermingarbörnum eru gjarnan
gefnar gjafir en þær gjafir sem
Margréti þóttu bestar voru hnakk-
ur og Englandsferð sem hún fékk
frá foreldrum sínum.
Fermdist ein í
bændakirkju
Fyrsta barnið fermt í kirkjunni í Úthlíð í Biskupstungum
Kom fátt á óvart í fermingarfræðslunni enda oft verið við messu
Fermingarbarnið Margrét
valdi að fermast í Úthlíð.
➤ Nýja kirkjan var vígð 2006.
➤ Björn Sigurðsson bóndibyggði kirkjuna til minningar
um konuna sína.
➤ Bróðir hans Gísli Sigurðssonhannaði kirkjuna og málaði
altaristöfluna.
ÚTHLÍÐARKIRKJA
Hjúkrunarfræðingar á Landspít-
alanum efna til fjöldagöngu gegn
umferðarslysum á fimmtudaginn.
Soffía Eiríksdóttir hjúkrunarfræð-
ingur segir þetta vilja þeirra til að
sýna samhug í verki með fórnar-
lömbum umferðarslysa og skjól-
stæðingum heilbrigðisstarfsfólks.
„Gangan er jafnframt hugsuð fyrir
okkur. Við þurfum einnig að losa,
fá tilfinningalega útrás og við mun-
um sleppa blöðrum til minningar
um fórnarlömb.“
Hjúkrunarfræðingar höfðu
frumkvæði að hliðstæðri göngu í
fyrra sem um fimm þúsund manns
tóku þátt í. Sami hópur hefur nú
myndað fylkingu fólks úr ýmsum
starfshópum tengdum málefninu
til að standa að samkomunni. Í
hópnum eru fulltrúar fleiri hópa
heilbrigðisstarfsfólks, lögreglu,
slökkviliðs, sjúkraflutningamanna,
presta og útfararstjóra.
Almenningur er einnig hvattur
til að mæta, en gangan hefst klukk-
an 16.30 og verður gengið frá
Landspítala við Hringbraut, upp
Skógarhlíð, framhjá Fossvogs-
kirkjugarði og þaðan yfir á Land-
spítala í Fossvogi. atlii@24stundir.is
Fjöldaganga hjúkrunarfræðinga
Ganga gegn slysum
Umsóknarfrestur er til 30. maí
Kynntu þér námið á www.hr.is
VIÐ HÁSKÓLANN Í REYKJAVÍK
Tækni- og verkfræðideild HR býður upp á
BSc NÁM Í VERKFRÆÐI
BSc í fjármálaverkfræði
BSc í hátækniverkfræði
Tækni- og verkfræðideild HR leggur áherslu á framúrskarandi kennslu, öflugar rannsóknir
og sterk tengsl við atvinnulífið.
Umsækjendur í grunnnám í verkfræði þurfa að hafa lokið stúdentsprófi eða hafa sambæri-
lega menntun og með haldgóða þekkingu í stærðfræði, raungreinum, íslensku og ensku.
Miðað er við að nemandi hafi lokið a.m.k. 21 einingu í stærðfræði og 6 einingum í eðlisfræði.
BSc í heilbrigðisverkfræði
BSc í rekstrarverkfræði
TB
W
A\
R
EY
KJ
AV
ÍK
\
SÍ
A
Útsala
Útsala
Útsala
Útsasala
ala
Útsala Útsala
Útsala