24 stundir - 06.05.2008, Qupperneq 11
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 11
Ísland er í þriðja sæti og fellur
niður um eitt frá í fyrra, hvað
varðar aðstæður mæðra, í ár-
legri skýrslu Barnaheilla.
Skýrsla samtakanna kemur út
í tengslum við mæðradaginn,
sem er í dag. Í skýrslunni eru
bornar saman aðstæður
mæðra og barna í 146 lönd-
um. Norðurlönd koma best
út. Svíþjóð er í efsta sæti, þá
Noregur og Ísland hlýtur
brons í ár, en var í silfursæt-
inu síðast. Afríkuríkið Níger
er í neðsta sæti en mörg Afr-
íkulönd sunnan Sahara raðast
mjög neðarlega á lista. Mikill
munur er á lífslíkum fátækra
og ríkra. bee
Styrkjum til 30 verkefna hefur
verið úthlutað úr Þróun-
arsjóði grunnskóla fyrir þetta
skólaár. Alls fara 18,5 millj-
ónir króna í 30 ólík verkefni,
en umsóknir voru 63. Snæ-
landsskóli fær hæsta styrkinn,
1,1 milljón króna, í verkefnið
Að læra að læra, Lundarskóli á
Akureyri fær 1 milljón í verk-
efnið Svífum seglum þöndum
og Álftanesskóli fær líka millj-
ón í verkefnið Frá gráma til
gleði – skólalóðin okkar. Til-
gangur sjóðsins er að efla nýj-
ungar, tilraunir og nýbreytni í
grunnskólum.
bee
Nýtt ungmennahús var opnað
á Menningarhátíð í Kópavogi
um helgina. Það hefur fengið
nafnið Molinn og er menning-
ar- og tómstundamiðstöð ungs
fólks á aldrinum 16–24 ára.
Molinn er gjöf bæjarstjórnar
handa ungu fólki í bænum á
fimmtugsafmæli bæjarfélags-
ins, sem var árið 2005. Efnt var
til nafnasamkeppni og verð-
launum heitið. Sá sem sendi
tillöguna inn kaus hinsvegar að
láta ekki nafns síns getið. Lista-
og menningarráð Kópavogs
ákvað að gefa BUGL verð-
launaféð.
Staða mæðra á Íslandi
Færist niður
um eitt sæti
Styrkir til grunnskóla
Snælandsskóli
fær mest
Nýtt ungmennahús
Molinn opnaður
í Kópavogi
Lögreglan á Hvolsvelli rannsakar nú tildrög
slyss sem átti sér stað við skála Ferðafélags Ís-
lands að Landmannalaugum, síðla kvölds föstu-
daginn 18. apríl síðastliðinn. Ökumaður velti
jeppa á skála félagsins með þeim afleiðingum að
tveir veggir brotnuðu en að sögn Páls Guð-
mundssonar formanns FÍ er skálinn ónýtur eftir
óhappið.
Vitni að atvikinu tjáðu forsvarsmönnum FÍ
að ökumaður jeppans hefði verið ölvaður, en
hvorki hann né eigandi jeppans gerðu lögreglu
viðvart vegna málsins. Skömmu eftir atvikið
höfðu fleiri vitni samband við Ferðafélagið og
fullyrtu að ökumaður hefði ekki verið ölvaður.
„Það er auðvitað skýlaust lögbrot að tilkynna
ekki lögreglu um svona atvik, jafnvel þótt engin
slys hafi orðið á fólki,“ segir Sveinn K. Rún-
arsson yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, sem ann-
ast rannsókn málsins.
Lögreglan á Hvolsvelli hóf rannsókn málsins í
gær eftir að tryggingafélag bifreiðarinnar hafði
samband við lögreglu og óskaði eftir því að mál-
ið yrði rannsakað.
„Við munum boða ökumann bifreiðarinnar
til skýrslutöku og í framhaldinu munum við
ræða við vitni að atburðinum. Við auglýsum
eftir vitnum því þeim ber ekki saman um ástand
ökumannsins. Við lítum það auðvitað mjög al-
varlegum augum ef menn eru að nota bifreiðar
undir áhrifum áfengis á svæðinu en við fáum
reglulega ábendingar um slíkt. Rekja má fjögur
banaslys á þessu svæði undanfarin ár til ölv-
unaraksturs.“
Eins og áður segir er skálinn talinn ónýtur en
kostnaður við endurbyggingu hans er talinn
vera um þrjár milljónir króna. aegir@24stundir.is
Geymsluhúsnæði Ferðafélags Íslands á Landmannalaugum er ónýtt eftir árekstur
Lögreglan auglýsir eftir vitnum
Brotinn Svo mikið var höggið þegar jeppinn valt á skála
FÍ að gafl hans brotnaði og skálinn er talinn ónýtur.
Sunnudagur 18. maí kl. 21.00
Íslenska vasafélagið verður með óvænta, gamansama og upplýsandi tónlistaruppákomu í Bláa lóninu
sem fer umhverfis jörðina á 18 mínútum. Tónlistaruppákoman, sem markar endapunkt opnunarhelgar
Listahátíðar í Reykjavík, byggir á íslensku þjóðlagi. Bláa lónið verður opið lengur í tilefni uppákomunnar.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
0
8
0
8
1
0
Menningarlegir
miðvikudagar
í Bláa lóninu
Alla miðvikudaga í maí kl. 19.30
verða menningarlegir viðburðir
í boði fyrir baðgesti Bláa lónsins.
Bláa lónið er opið alla daga frá klukkan 10-20. Gestum er heimilt að dvelja í lóninu í 45 mínútur eftir að miðasölu lýkur.
Spennandi matseðill er í boði á Lava veitingastaðnum.
7. maí
DANSSMIÐJA ÍD
Tímarúm er nýtt dansverk eftir
Guðmund Helgason sem er
samið fyrir Danssmiðju Íslenska
Dansflokksins. Í þessu abstrakt-
verki tekst höfundur á við
hugtökin tími og rúm, hvernig
þau fléttast saman og mynda
eina atburðarás. Þrír dansarar
hver af sinni kynslóðinni og hver
úr sinni áttinni, sameinast í
hreyfingu þangað til þeir halda
áfram sína leið.
14. maí
KLASSART
Klassart á rætur sínar að rekja
til Sandgerðis og hefur vakið
mikla athygli fyrir góða blústón-
list. Fyrsta plata sveitarinnar sem
kom út á síðasta ári ber nafnið
Bottle of Blues og er önnur plata
væntanleg í haust. Þau Smári
og Fríða Dís Guðmundsbörn,
forsprakkar Klassart, munu vera
á rólegu nótunum í Bláa lóninu
og flytja frumsamin lög í bland
við annað.
21. maí
GRADUALEKÓR
LANGHOLTSKIRKJU
Gradualekór Langholtskirkju
undir stjórn Jóns Stefánssonar
tók til starfa 1991 en í honum
eru kórfélagar á aldrinum
14-18 ára. Kórinn hefur vakið
sérstaka athygli fyrir það hve
auðveldlega og með mikilli
gleði erfið nútímaverk eru flutt.
Kórinn mun leggja áherslu á
íslensk verk.
28. maí
FRUMSAMIN BULLA
Bergur Ingólfsson leikari mun
flytja frumsamda „bullu“ í
ákveðnu ljóðaformi. Bullan
byrjar háfleygt en fer svo út í
ruglurím um líðandi stund en
inni í því er sögð saga sem
stöðugt fer út úr sér vegna
þess að rímið býður upp á það.
Bullan verður flutt á íslensku
og ensku.
www.bluelagoon.is