24 stundir


24 stundir - 06.05.2008, Qupperneq 12

24 stundir - 06.05.2008, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 24stundir Chaiten-eldfjallið í suðurhluta Chile gerði vart við sig á sunnu- dag, eftir 9.000 ára dvala. Vís- indamenn töldu áður að fjallið væri kulnað. Eldvirknin stökkti um 4.500 íbú- um Chaiten-þorps í nágrenni fjallsins á flótta. Hafa þeir farið fram á að stjórnvöld komi þeim fyrir á nýjum stað, fjarri eldgosa- hættu. Michelle Bachelet, forseti Chile, sagði ekkert liggja fyrir um flutn- ing þorpsins þegar hún heimsótti hamfarasvæðið. „Augljóslega vilj- um við að íbúar Chaiten geti snú- ið heim sem fyrst, en við teljum hættu vera fyrir hendi og enn óljóst hvernig fjallið muni hegða sér.“ aij Náttúruhamfarir í suðurhluta Chile Þúsundir hrekjast undan eldgosi Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Allt að 10.000 manns liggja í valn- um eftir að hvirfilbylurinn Nargis gekk yfir Mjanmar, sem einnig er þekkt sem Búrma, á laugardag. Þúsundir til viðbótar misstu heim- ili sín í storminum og óttast er að tala látinna muni hækka á næstu dögum. Óttast er um matarskort í fram- haldinu, þar sem landbúnaðar- svæði urðu illa úti. Herforingjastjórnin hefur lýst því yfir að þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá, sem ráðgerð var á laugardaginn kemur, muni fara fram þrátt fyrir hamfarirnar. Óttast um líf 10.000 Fyrstu tölur stjórnvalda af mannfalli hljóðuðu upp á að 351 hefði fallið. Ríkisútvarp Mjanmar gaf nýjar opinberar tölur út í gær. Hafði látnum þá fjölgað upp í 3.969 og sagt var að um 3.000 til viðbótar væri saknað. Haft er eftir vestrænum erindrekum í landinu að tala látinna gæti verið nær 10.000. Í veðurofsanum fór í sundur fjöldi vega og rafmagnslínur féllu víða til jarðar. Ennfremur er flug- völlurinn í Rangoon lokaður, þannig að landið er nánast ein- angrað frá umheiminum í aðdrag- anda þjóðaratkvæðagreiðslu. Þjóðin mun á laugardag kjósa um nýja stjórnarskrá sem stjórn- völd segja að muni innleiða lýð- ræði í landinu. Stjórnmálaskýrend- ur telja þó skránni frekar ætlað að festa völd Herforingjastjórnarinnar í sessi. Stjórnvöld segjast ekki munu aflýsa kosningunum þrátt fyrir ástandið. Vont versnar Reuters hefur eftir diplómata á svæðinu að Rangoon, stærsta borg landsins með fimm milljónir íbúa, minni helst á stríðssvæði. „Tré á öllum götum. Rafmagnsstaurar fallnir. Spítalar í rúst. Lítið af fersku vatni.“ Þótt ástandið sé slæmt eftir hamfarirnar hafa íbúar Mjanmar lengi búið við kröpp kjör. Í Rangoon nýtur rafmagns til að mynda jafnan ekki nema í fimm eða sex klukkustundir á dag og í stórum hlutum dreifbýlis Mjanmar er ekkert rafmagn. „Þannig að það er í raun ekkert merkilegt að það sé rafmagnslaust,“ segir David Mat- hieson, sérfræðingur Human Rights Watch í málefnum landsins. Mestu hamfarir í Asíu í áraraðir  Fellibylur reið yfir Mjanmar, eitt bágstaddasta ríki Suður-Asíu um helgina  Mann- skæðustu náttúruhamfarir á svæðinu frá flóðbylgjunni jólin 2004  Þúsunda enn saknað ➤ Um 53 milljónir manna búa ílandinu. ➤ Því hefur verið stjórnað afherforingjum frá árinu 1962. ➤ Að minnsta kosti 31 maðurlét lífið þegar herinn barði niður mótmæli búddamunka í september 2007. MJANMAR © GRAPHIC NEWS 1. 2. 3. Haing Gyi-eyja: 162 manns létust Irrawaddy Bago Karen I R R A W A D D Y - Ó S E Y R I N 4. 5. Rangoon Mon Ban I TongRangoon (Yangon) Andamanhaf Irrawaddy-á Nay Pyi Taw Bangkok TAÍLAND Mandalay 320 km 200 mílur M J A N M A R ( B Ú R M A ) Hamfarasvæði Pyapon Bogale WakemaBassin Negrais- höfði 50 km 30 mílur ÞÚSUNDIR LÁTAST Í FELLIBYL Á MANMAR Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, leið- togi Palestínumanna, áttu fund í gær þar sem reynt var að finna frið- arviðræðum fyrir botni Miðjarðar- hafs farveg. Helgarheimsókn Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, til svæðisins lauk í gær. Hún notaði tækifærið til að hvetja Ol- mert og Abbas til að hittast til að koma friðarferlinu af stað. Sagðist Rice vonast til að hægt væri að leysa deilu Ísraels og Palest- ínu á árinu og að æskilegt væri að viðræður væru komnar vel af stað þegar George Bush Bandaríkjafor- seti heimsækir Ísrael til að fagna 60 ára afmæli ríkisins seinna í mán- uðinum. aij Olmert og Abbas funda saman Hlíta áskorun Condoleezzu Rice Viðræður hafnar Ehud Olmert og Mahmoud Abbas mæta til fundar STUTT ● Borgarstjóri Lundúna Íhalds- maðurinn Boris Johnson lagði Ken Livingstone í baráttunni um borgarstjórastól í bresku höfuðborginni á sunnudag. Li- vingstone var einn af fjölmörg- um fulltrúum Verkamanna- flokks Gordons Brown sem misstu sæti sín. ● Deilt um skipun Silvio Ber- lusconi liggur undir ámæli múslíma fyrir að ætla að skipa hægrimanninn Roberto Calderoli ráðherra í rík- isstjórn sinni. Calderoli hefur verið harðorður í garð músl- íma í gegnum tíðina. Rannsókn lögreglu á máli Austurríkismannsins Josef Fritzl hefur leitt í ljós að hann hafi strax árið 1978 undirbúið kjallarafylgsnið þar sem hann kom dóttur sinni fyrir. Jafn- framt er talið að hann hafi misnotað hana kynferðislega frá árinu 1976. Elisabeth Fritzl var læst inni í 35 fermetra geymslunni árið 1984 og þurfti hún að dúsa þar þangað til í apríl á þessu ári. aij Níðingurinn Josef Fritzl Lagði lengi á ráðin

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.