24 stundir - 06.05.2008, Page 15

24 stundir - 06.05.2008, Page 15
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 15 Þegar Siv Friðleifdóttir, fyrr-verandi heilbrigð-isráðherra, sakaði eftirmann sinn í embætti, Guðlaug Þór Þórð- arson, um að vinna að einkavæðingu heilbrigðiskerfisins í Silfri Egils á sunnudag neitaði hann því hvorki né játti. Hann benti Siv hins vegar á að Fram- sóknarflokkurinn hefði staðið fyrir einkavæðingu í heilbrigð- iskerfinu. Siv vísaði því frá og sagði að þar hefði aðeins verið um einkarekstur að ræða. „Þetta er alltaf leikur að hugtökum,“ svar- aði Guðlaugur þá og bætti við: „Þegar þú tekur bæklunaraðgerð- irnar út af spítalanum og yfir til einkaaðila, hvað er það? Þegar þú tekur heilsugæsluna og býður hana út til einkaaðila, hvað er það?“ Borgarstjórinní Reykjavík,Ólafur F. Magnússon, var áberandi á ald- arafmælisfagnaði íþróttafélagsins Fram síðastliðið miðvikudags- kvöld og flutti meðal annars er- indi. Sú athygli nægði honum greinilega ekki því síðar um kvöldið gerðist hann boðflenna í miðju skemmtiatriði stuðmanns- ins Egils Ólafssonar. Þar sem Eg- ill gekk um salinn og flutti gam- anmál og söng hrifsaði Ólafur hljóðnemann af honum og sagði að það færi vel á því að hann sem borgarstjóri syngi lagið „Vorkvöld í Reykjavík“ fyrir gesti. Egill lét inngrip Ólafs ekki trufla sig og „afgreiddi hann eins og drukkinn gest á Stuðmannatónleikum, tók af honum hljóðnemann og lét hann setjast,“ eins og einn sjón- arvottur orðaði það. Ólafur munað und-anförnu hafa æft sig að syngja „Vorkvöld í Reykjavík“ undir leiðsögn Stuð- mannsins Jakobs Frímanns Magnússonar og er þess vegna ólmur í að koma fram. Boðaði hann til dæmis Sjónvarpið sér- staklega á afdrifaríkan íbúafund í miðborginni á laugardag til þess að hann gæti tekið lagið á sjón- varpsskjám landsmanna. Þar varð hins vegar ekkert af söngnum enda var það annað sem fangaði athygli gesta. elias@24stundir.is KLIPPT OG SKORIÐ Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, hélt athyglis- verða ræðu á miðstjórnarfundi flokksins síðastliðinn laugardag. Þar tók hann m.a. fyrir hugleiðing- ar sínar um Evrópumál. Þær hug- leiðingar urðu meginuppistaðan í ályktun sama fundar sem sam- þykkt var einróma. Framsóknar- flokkurinn hefur nú tekið frum- kvæði í hvernig leiða eigi fram þjóðarviljann um ESB, þ.e. hvort Ísland eigi að stefna að ESB-aðild eða ekki. Framsóknarmenn telja að lýðræðislegasta leiðin sé sú að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort þjóðin eigi að veita stjórn- völdum umboð (heimild) til að hefja samningaviðræður við ESB um hugsanlega aðild. Kalla má slíka þjóðaratkvæðagreiðslu „þjóð- aratkvæðagreiðslu 1, umboðsat- kvæðagreiðslu“. Veiti þjóðin slíkt umboð, þá færu stjórnvöld í samn- ingaviðræður um hugsanlega aðild. Niðurstaða þeirra samningavið- ræða yrði lögð fyrir þjóðar- atkvæðagreiðslu. Seinni þjóðar- atkvæðagreiðsluna má kalla „þjóðaratkvæðagreiðslu 2, aðildar- atkvæðagreiðslu“. Kalla má þessa aðferð við að ná fram vilja þjóð- arinnar „tvöfalda þjóðaratkvæða- greiðslu“ til hægðarauka, en taka það skýrt fram í leiðinni að ein- ungis yrði um fyrri þjóðaratkvæða- greiðsluna að ræða ef þjóðin myndi í henni hafna því að veita stjórn- völdum umboð til samningavið- ræðna. Í ályktun miðstjórnarfund- arins segir: „Útfærsla á þjóðar- atkvæðagreiðslum verði skoðuð frekar á komandi flokksþingi Fram- sóknarflokksins að undangenginni umræðu um Evrópumál sem fram- kvæmdastjórn standi fyrir.“ Í þeirri útfærslu þarf t.d. að skoða atriði er lúta að þátttöku í þjóðaratkvæða- greiðslu. Á að setja lágmarksskilyrði um þátttöku atkvæðisbærra manna í þeim kosningum? Hversu afger- andi þarf niðurstaða slíkrar at- kvæðagreiðslu að vera? Á einfaldur meirihluti að ráða eða á að gera kröfu um aukinn meirihluta? Allar þessar spurningar eru flóknar og því eðlilegt að skoða málin vel áður en þeim er svarað. Einnig þarf að útfæra tímasetningar. Hvenær er t.d. eðlilegt að atkvæðagreiðsla 1 fari fram? Fáist umboð til samn- ingaviðræðna væri eðlilegt að seinni atkvæðagreiðslan, atkvæða- greiðsla 2, færi fram fljótlega í kjöl- far niðurstöðu samingaviðræðna. Að mínu mati er nauðsynlegt að setja lög um báðar atkvæðagreiðsl- urnar, þ.e. eftir hvaða reglum þær eigi að fara fram. Verði veitt umboð til aðildarviðræðna er líka mikil- vægt að áður en til þjóðaratkvæða- greiðslu 2 kemur verði búið að breyta stjórnarskrá þ.e. í stjórnar- skrá verði skýrt kveðið á um að til- teknar náttúruauðlindir verði í sameign þjóðarinnar í anda þess frumvarps sem Framsóknarflokk- urinn hefur lagt fyrir Alþingi. Að mínu mati væri ekki nauðsynlegt að setja reglur um þjóðaratkvæða- greiðslu 1, umboðsatkvæðagreiðsl- una, í stjórnarskrá vegna eðlis hennar, heldur væri réttara að setja um hana sérlög. Í þessu sambandi er eðlilegt að skoða hvernig aðrar þjóðir hafa farið að. Í Noregi voru sett sérlög um þjóðaratkvæða- greiðslu varðandi mögulega aðild að ESB þar sem hvorki voru gerðar kröfur um tiltekna lágmarksþátt- töku né aukinn meirihluta. Niður- stöður þeirra kosninga voru ekki lagalega bindandi heldur ráðgef- andi. Sams konar tilhögun var varðandi ráðgefandi þjóðarat- kvæðagreiðslu í Svíþjóð og Finn- landi um aðild að ESB. Hér skal tekið fram að þessi norrænu ríki fóru ekki þá leið sem framsóknar- menn leggja til, þ.e. í Noregi, Sví- þjóð og Finnlandi var ekki farið í þjóðaratkvæðagreiðslu 1, heldur einungis beint í þjóðaratkvæða- greiðslu 2. Framsóknarleiðin er því séríslensk sáttaleið. Í dönsku stjórn- arskránni er kveðið á um að ef laga- frumvarp feli í sér valdaframsal til fjölþjóðlegra stofnana á grundvelli alþjóðasamnings, þá þurfi frum- varpið að hljóta samþykki 5/6 hluta þingmanna. Hljóti frumvarp ekki slíkan stuðning, en nýtur engu að síður stuðnings meirihluta þing- manna, er hægt að bera það undir þjóðaratkvæði. Af framansögðu má sjá að Framsóknarflokkurinn hefur fyrstur flokka lagt fram lýðræðis- lega sáttaleið til að komast að vilja þjóðarinnar um hver staða okkar í Evrópu eigi að vera. Höfundur er alþingismaður Lýðræðisleg sáttaleið VIÐHORF aSiv Friðleifsdóttir Hversu afgerandi þarf niðurstaða slíkrar at- kvæða- greiðslu að vera? Á ein- faldur meiri- hluti að ráða eða á að gera kröfu um aukinn meirihluta? Arctic Spas Faxafeni 9 (ATH: aðkoma í kjallara bakhús) Sími 554 7755 www.arcticspas.is & www.heitirpottar.is Mest seldu pottar á Íslandi Nokkrar staðreyndir um gæði pottanna. • 3,5 hestafla dælur. • TruGard hitari 4,4 kw, sá besti á markaðinum. • Lokið þolir 1000 kg. • Öflugt Ozon hreiniskerfi fylgir öllum okkar pottum. • Botninn eru úr trefjagleri, (rotnar eða fúnar ekki.) • 100% músheldur. • Opnanlegar aðgangslúgur frá öllum hliðum. • Gegnheill cedrusviður. • Lífstíðarábyrgð á skelinni, sem er úr trefjagleri. • 5 ára ábyrgð á öllum mótorum, rafkerfi. • 24 tíma öflugt hreinsikerfi. Arctic Spas eru framleiddir í Kanada. Þola -50 gráður frost og henta einstaklega vel íslenskum aðstæðum. Vissir þú að Arctic Spas eru ódýrastir í rekstri af öllum pottum framleidd- um í heiminum!!

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.