24 stundir - 06.05.2008, Qupperneq 17
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 17
Verð á hráolíu hækkaði umtalsvert í gær og fór í fyrsta skipti yfir 120
Bandaríkjadali tunnan. Verð á hráolíu til afhendingar í júní fór í
120,21 dal tunnan í viðskiptum á markaði í New York.
Skýrist hækkunin einkum af því að olíubirgðir virðast minni heldur en
áður var talið og einnig af lækkun á gengi Bandaríkjadals. Jafnframt
hafði áhrif til hækkunar sá óstöðugleiki sem ríkir í norðurhluta Íraks
en þar hafa uppreisnarmenn úr hópi Kúrda átt í skærum við tyrkneska
herinn. Um helgina sprengdu uppreisnarmenn í Nígeríu upp stöð í
eigu Shell og fleiri aðila sem dregur verulega úr framleiðslugetu í land-
inu. mbl.is
Olíuverð í hæstu hæðum
ExBoyFriendJewelry.com er síða
sem tvær konur frá New York
stofnuðu fyrir kynsystur sínar
sem vilja selja skartgripina frá
sínum fyrrverandi. Samtímis geta
konur létt á hjarta sínu á síðunni,
að því er sagt er frá á business.dk
sem vitnar í New York Times.
Annar stofnandi síðunnar, Meg-
han Perry, fékk hugmyndina þeg-
ar hún kvöld eitt sat og borðaði
kótelettu og hugsaði um fyrrver-
andi eiginmann sinn. Nú er trú-
lofunarhringurinn hennar til
sölu á síðunni.
ibs
Skartið frá fyrr-
verandi selt
Á tveimur nýjum gerðum af Dell-
fartölvum er vinstri lykillinn fyrir
stóra stafi svo breiður að staðsetn-
ing hinna lyklanna hefur færst til.
Það truflar verulega þá sem skrifa
án þess að horfa á lyklaborðið.
ibs
Öngþveiti á
lyklaborðinu
Húsgagnaverslunin Epal hefur
hækkað verð á húsgögnum sínum
vegna gengissveiflna. Lesandi 24
stunda hafði samband við blaðið
og benti á að stóll, svokölluð Sjöa,
sem kostaði 29.800 krónur í jan-
úar, kostaði nú 38.900 krónur.
Eyjólfur Pálsson, forstjóri Epal,
segir verð hjá versluninni að ein-
hverju leyti ráðast af gengi. „Velt-
an er rosalega hröð hjá okkur. Við
erum að fá einn til fjóra gáma á
viku, og ráðum ekki við gengið.
Við höfum haft það markmið að
leiðarljósi við verðlagningu hjá Epal, að varan kosti ekki meira hjá
okkur en í landinu þar sem varan er framleidd. Það hefur gengið
nokkuð vel,“ segir Eyjólfur, og bætir því við að viðskiptavinir Epal hafi
hrósað versluninni fyrir að Sjöan sé nánast hvergi jafn ódýr og hjá
Epal. hlynur@24stundir.is
Gengið hefur áhrif á verð í Epal
Lífeyriskerfi framtíðarinnar
Endurmat norrænu velferðarríkjanna
Fjölþjóðleg ráðstefna Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands, Norræns öndvegisseturs í
velferðarrannsóknum (REASSESS), Landssamtaka lífeyrissjóða
og Tryggingastofnunar ríkisins, í Háskólabíói, 7. maí 2008 kl. 9 - 15:30.
Fundarstjóri: Rannveig Traustadóttir, prófessor við Háskóla Íslands.
Setning: Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra
I. hluti: Norrænu lífeyriskerfin og nýlegar breytingar þeirra (kl. 9-12)
1. Joakim Palme, prófessor við Stokkhólmsháskóla og forstöðumaður Institute for Future
Studies:
The Swedish Pension Reform and Beyond: Economic and Political Sustainability?
2. Olli Kangas, framkvæmdastjóri rannsókna, Tryggingastofnun Finnlands (KELA):
Finland: Reforming pensions through piecemeal changes
3. Axel West Pedersen prófessor, NOVA Rannsóknarstofnun í velferðarmálum, Osló:
The emerging Norwegian pension reform. A softer version of the Swedish prototype?
4. Jörgen Goul Andersen, prófessor og forstöðumaður Center for Comparative Welfare
Research, Álaborgarháskóla.
Denmark: A Social Democratic Multipillar System. Adequacy and economic
sustainability, but political vulnerability?
II. hluti: Lífeyriskerfi Íslendinga og endurskoðun þess (kl. 13-15:30)
5. Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða:
Íslensku lífeyrissjóðirnir: Einkenni og umbætur
6. Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands og stjórnarformaður
Tryggingastofnunar ríkisins:
Íslenska lífeyriskerfið: Hvað þarf að endurbæta?
Pallborð: Hvað þarf að bæta í íslenska lífeyriskerfinu?
Stjórnandi:
Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri félags- og tryggingamálaráðuneyti
Þátttakendur:
Gylfi Arinbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ
Halldór Sævar Guðbergsson, formaður ÖBÍ
Margrét Margeirsdóttir, formaður Félags eldri borgara
Ólafur Ísleifsson, lektor Háskólanum í Reykjavík
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins
Ögmundur Jónasson, formaður BSRB og alþingismaður
Fyrstu fjögur erindin verða flutt á ensku en allt annað fer fram á íslensku
Aðgangur er ókeypis,
skránig er á netfanginu kolbeinn@hi.is