24 stundir - 06.05.2008, Page 22

24 stundir - 06.05.2008, Page 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 2008 24stundir Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is „Það sem hefur gerst á þessu ári er að rekstrarkostnaður bifreiða er að hækka umfram vísitölu neyslu- verðs,“ segir Runólfur. „Við þekkj- um það sjálf sem neytendur að eldsneytisverð vegur þungt í rekstrarkostnaði og af þeim þátt- um sem við mælum hefur elds- neytisverðið hækkað mest.“ Þurfum að gera aðra könnun Runólfur segir útreikninga FÍB miðast við nýja bifreið og taka til bifreiða í mismunandi þyngd- arflokkum. „Í rekstrarkostnaði er falið verð á eldsneyti, viðhald og viðgerðir, hjólbarðar, tryggingar, skattar og skoðun, bílastæðakostn- aður, þrif og vaxtakostnaður. Flest- ir þátta er við mælum í könnun okkar hafa hækkað frá því við mældum verð í janúar og því er ástæða til að endurtaka verðkönn- un þar sem hún endurspeglar ekki lengur rekstrarkostnað á árinu 2008. Hækkun á verði eldsneytis Í könnun á rekstrarkostnaði bif- reiða vegna ársins 2008 kemur í ljós mikill kostnaðarauki fyrir neytendur vegna hækkandi verðs á eldsneyti. Ef miðað er við smábíl sem keyrður er um 15.000 km á ári með vél sem eyðir um 8 lítrum á 100 kílómetrum hefur rekstr- arkostnaður slíkrar bifreiðar hækkað úr 705.075 krónum í 781.235 krónur. Hækkunin nemur 76.160 krónum frá árinu 2007. Hvernig má spara? Runólfur segir margt hægt að gera til að spara í rekstri bifreiðar. Á heimasíðu FÍB segist hann hafa tekið saman nokkur haldgóð ráð. „Það má til dæmis skipuleggja útréttingar og þá er betra að stoppa nokkrum sinnum í einni ferð en fara margar stuttar ferðir. Það styttir vegalengd. Þá er vert að minnast á að hrað- akstur eykur bensíneyðslu og veld- ur umhverfisspjöllum,“ bætir Run- ólfur við. Það borgar sig að aka á löglegum hraða og taka af stað með jöfnum hraða, spara inngjöf- ina og forðast snögghemlun. Þú sparar bensín og dregur úr meng- un.“ Runólfur bætir því við að það hjálpi að velja greiðfærar umferð- argötur. „Við segjum stundum: Hugsaðu áður en þú ekur af stað.“ 24stundir/Brynjar Gauti Rekstrarkostnaður bifreiða hækkar og hækkar Eldsneytisverðið veg- ur mikið í kostnaði Félag íslenskra bifreiða- eigenda fylgist grannt með rekstrarkostnaði bif- reiða frá ári til árs. Fram- kvæmdastjóri félagsins, Runólfur Ólafsson, segir eldsneytisverð vega mik- ið í hækkun kostnaðar frá árinu 2007 til 2008. Fúlgur fjár Jeppaeigandi á bíl sem eyðir um 11 lítrum af bensíni á 100 km og er ekið 15.000 km á ári borgar rúmar 245.000 krónur á ári í bensín. Kemur sér vel Toyota Yaris 1.0 er sparneytnasti billinn með bensínvél. Sparaksturskeppni FÍB og Atl- antsolíu fór fram um síðustu helgi, laugardaginn 3. maí. Fyrsti bíllinn var ræstur á hádegi en mikill fjöldi hafði skráð sig til keppni. Keppt var samkvæmt þeim lög- um og reglum FIA sem gilda um keppni af þessu tagi og var keppnin tvískipt: Annars vegar kepptu at- vinnumenn, þ.e.a.s. keppendur úr bílgreininni en hins vegar almenn- ingur. Markmiðið með keppninni er að komast keppnishringinn á sem minnstu magni eldsneytis. Keppnisleið sparaksturskeppn- innar er 143 kílómetrar og liggur um Mosfellsdal, Mosfellsheiði, niður Grafning, fram hjá Nesja- völlum að Ljósafossi, í gegnum Selfoss og um Þrengsli til Reykja- víkur. Upphaf og endir keppninnar var á bensínstöð Atlantsolíu við Húsgagnahöllina, Bíldshöfða. Um sparakstur Bílarnir skulu vera með fullan eldsneytistank og réttan loftþrýst- ing í dekkjum. Keppt er í nokkrum flokkum og veittar viðurkenningar fyrir fyrstu þrjú sætin í hverjum flokki. Í flokki almennings fór Jón Smári Jónsson keppnishringinn á 3.53 lítrum á 100 kílómetrum. dista@24stundir.is Er eitthvað til sem heitir sparakstur? Sparaksturskeppni FÍB Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB Ekki vanþörf á því að læra sparakstur. Gúmmívinnustofan SP dekk - Skipholti 35 -105 R Sími: 553 1055 www.gummivinnustofan.is Sumardekk Opið 8-18 virkadaga 9-15 laugardaga Öryggi bílsins byggist á góðum hjólbörðum UPPLÝSINGAR O is ing Mjódd                        Næsta námskeið hefst 7. maí n.k. Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 FJAÐRIR OG GORMAR Í FLESTAR GERÐIR JEPPA Japan/U.S.A.

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.